Úr samkeppni í einokun? Sigríður Margrét Oddsdóttir og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir skrifa 29. júní 2024 14:31 Íslendingar reiða sig á trausta vöruflutninga um sjó umfram flest önnur ríki. Í krafti skilvirkra og hagkvæmra sjóflutninga búa landsmenn við breitt vöruúrval og virka verðsamkeppni. Skilvirkir flutningar eru einnig lífæð íslenskra útflytjenda sem skapa þær gjaldeyristekjur sem gera okkur kleift að stunda innflutning. Það er því óneitanlega mikið hagsmunamál fyrir íslenskt atvinnulíf, og ekki síður almenning, að virk samkeppni ríki í vöruflutningum og þeirri hafnarþjónustu sem þeim fylgir. Án samkeppni hækkar verð og þjónusta versnar. Það vakti því athygli að niðurstaða skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Drewry, sem unnin var fyrir Faxaflóahafnir um þróun Sundahafnar til framtíðar, fæli í sér að horfið yrði frá núverandi fyrirkomulagi samkeppni yfir í einokunarrekstur. Faxaflóahafnir, sem eru sameignarfélag í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar, hafa metnað til þess að þróa starfsemi sína með það að yfirlýstu markmiði að; hámarka samkeppnishæfni og framleiðni gámastarfsemi við Sundahöfn, besta nýtingu opinbers fjármagns og lands ásamt því að skapa virði fyrir samfélagið og haghafa Faxaflóahafna. Þetta eru verðug markmið. Kjósi stjórn og stjórnendur Faxaflóahafna að ráðast í breytingar á hafnarstarfseminni er mikilvægt að þær þjóni þessum markmiðum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu Portwise, sem unnin var fyrir Eimskip, myndi einokunarstarfsemi í hafnarþjónustu síst vera til þess fallin. Breytingar eiga aldrei að verða breytinganna vegna. Áður en ráðist er í umbyltingu á hafnarstarfsemi, sem leikur lykilhlutverk í íslensku samfélagi, þarf að vera hafið yfir allan vafa að breytingarnar þjóni tilgangi sínum og skili íslensku atvinnulífi og almenningi ávinningi í formi lægra verðs og betri þjónustu. Efast má verulega um að umbreyting starfseminnar úr samkeppni yfir í einokun skili slíkum ávinningi. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsis og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Anna Hrefna Ingimundardóttir Samkeppnismál Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar reiða sig á trausta vöruflutninga um sjó umfram flest önnur ríki. Í krafti skilvirkra og hagkvæmra sjóflutninga búa landsmenn við breitt vöruúrval og virka verðsamkeppni. Skilvirkir flutningar eru einnig lífæð íslenskra útflytjenda sem skapa þær gjaldeyristekjur sem gera okkur kleift að stunda innflutning. Það er því óneitanlega mikið hagsmunamál fyrir íslenskt atvinnulíf, og ekki síður almenning, að virk samkeppni ríki í vöruflutningum og þeirri hafnarþjónustu sem þeim fylgir. Án samkeppni hækkar verð og þjónusta versnar. Það vakti því athygli að niðurstaða skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Drewry, sem unnin var fyrir Faxaflóahafnir um þróun Sundahafnar til framtíðar, fæli í sér að horfið yrði frá núverandi fyrirkomulagi samkeppni yfir í einokunarrekstur. Faxaflóahafnir, sem eru sameignarfélag í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar, hafa metnað til þess að þróa starfsemi sína með það að yfirlýstu markmiði að; hámarka samkeppnishæfni og framleiðni gámastarfsemi við Sundahöfn, besta nýtingu opinbers fjármagns og lands ásamt því að skapa virði fyrir samfélagið og haghafa Faxaflóahafna. Þetta eru verðug markmið. Kjósi stjórn og stjórnendur Faxaflóahafna að ráðast í breytingar á hafnarstarfseminni er mikilvægt að þær þjóni þessum markmiðum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu Portwise, sem unnin var fyrir Eimskip, myndi einokunarstarfsemi í hafnarþjónustu síst vera til þess fallin. Breytingar eiga aldrei að verða breytinganna vegna. Áður en ráðist er í umbyltingu á hafnarstarfsemi, sem leikur lykilhlutverk í íslensku samfélagi, þarf að vera hafið yfir allan vafa að breytingarnar þjóni tilgangi sínum og skili íslensku atvinnulífi og almenningi ávinningi í formi lægra verðs og betri þjónustu. Efast má verulega um að umbreyting starfseminnar úr samkeppni yfir í einokun skili slíkum ávinningi. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsis og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun