Íslensku stelpurnar spila um sjöunda sætið eftir tap í spennuleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2024 17:36 Lilja Ágústsdóttir skoraði tólf mörk í leiknum í dag. Vísir/Anton Íslensku stelpurnar gáfust ekki upp þótt á móti blési á móti sterku liði Svía á HM í dag en urðu að lokum að sætta sig við tap eftir æsispennandi leik. Íslenska tuttugu ára landsliðs kvenna í handbolta tapaði sínum þriðja leik í röð á heimsmeistaramótinu í Norður Makedóníu og það því ljóst að þær spila um sjöunda sætinu á mótinu. Svíar unnu leikinn með tveimur mörkum, 33-31 og spila því um fimmta sætið. Lilja Ágústsdóttir fór áfram á kostum og skoraði tólf mörk úr tólfskotum. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk og þær Inga Dís Jóhannsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín voru allar með þrjú mörk hver. Íslenska liðið spilaði þennan mikilvægan leik á móti Svíum innan við sólarhring eftir rosalegan framlengdan leik á móti Ungverjalandi í átta liða úrslitunum. Liðið sýndi enn á ný karakter með að gefast ekki upp þótt liðið lenti undir. Íslenska liðið var tveimur mörkum yfir í upphafi leiks, 5-3, en Svíarnir skoruðu þá fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Þær náðu þriggja marka forskoti og voru mest fjórum mörkum yfir í hálfleiknum. Íslenska liðið minnkaði muninn aftur og í hálfleik munaði tveimur mörkum, Svíar voru 17-15 yfir. Lilja Ágústsdóttir var með sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Íslensku stelpurnar komu mjög grimmar inn í seinni hálfleikinn og voru komnar yfir í 23-22 þegar tíu mínútur voru liðnar. Þær komust seinna tveimur mörkum yfir en Svíar svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur frumkvæðinu. Íslenska liðið var þó aldrei langt undan og hélt sér inn í leiknum. Svíar voru einu marki yfir á lokamínútunni en með boltann. Þær nýttu síðustu sóknina og tryggðu sér sigurinn. Íslenska liðið vann fjóra fyrstu leiki sína á mótinu og tryggði sér með því sæti í átta liða úrslitunum. Síðan þá hefur íslenska liðið tapað þremur leikjum í röð á móti Portúgal, Ungverjalandi og nú Svíþjóð. Ekki beint endirinn á mótinu sem vonast var eftir en stelpurnar eru engu að síður meðal þeirra átta bestu í heimi í sínum aldursflokki. Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Íslenska tuttugu ára landsliðs kvenna í handbolta tapaði sínum þriðja leik í röð á heimsmeistaramótinu í Norður Makedóníu og það því ljóst að þær spila um sjöunda sætinu á mótinu. Svíar unnu leikinn með tveimur mörkum, 33-31 og spila því um fimmta sætið. Lilja Ágústsdóttir fór áfram á kostum og skoraði tólf mörk úr tólfskotum. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk og þær Inga Dís Jóhannsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín voru allar með þrjú mörk hver. Íslenska liðið spilaði þennan mikilvægan leik á móti Svíum innan við sólarhring eftir rosalegan framlengdan leik á móti Ungverjalandi í átta liða úrslitunum. Liðið sýndi enn á ný karakter með að gefast ekki upp þótt liðið lenti undir. Íslenska liðið var tveimur mörkum yfir í upphafi leiks, 5-3, en Svíarnir skoruðu þá fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Þær náðu þriggja marka forskoti og voru mest fjórum mörkum yfir í hálfleiknum. Íslenska liðið minnkaði muninn aftur og í hálfleik munaði tveimur mörkum, Svíar voru 17-15 yfir. Lilja Ágústsdóttir var með sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Íslensku stelpurnar komu mjög grimmar inn í seinni hálfleikinn og voru komnar yfir í 23-22 þegar tíu mínútur voru liðnar. Þær komust seinna tveimur mörkum yfir en Svíar svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur frumkvæðinu. Íslenska liðið var þó aldrei langt undan og hélt sér inn í leiknum. Svíar voru einu marki yfir á lokamínútunni en með boltann. Þær nýttu síðustu sóknina og tryggðu sér sigurinn. Íslenska liðið vann fjóra fyrstu leiki sína á mótinu og tryggði sér með því sæti í átta liða úrslitunum. Síðan þá hefur íslenska liðið tapað þremur leikjum í röð á móti Portúgal, Ungverjalandi og nú Svíþjóð. Ekki beint endirinn á mótinu sem vonast var eftir en stelpurnar eru engu að síður meðal þeirra átta bestu í heimi í sínum aldursflokki.
Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“