Segir gagnrýni á enska landsliðið langt yfir velsæmismörkum Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2024 11:01 Þessi mynd af stuðningsmanni enska landsliðsins er mjög lýsandi fyrir skoðun Englendinga á spilamennsku liðsins á yfirstandandi Evrópumóti. Vísir/Getty Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk. Englendingar unnu einn leik í C-riðli riðlakeppninnar og gerði tvö jafntefli. Það nægði liðinu til þess að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farmiða í sextán liða úrslit mótsins þar sem að framundan er leikur gegn Slóvakíu á sunnudaginn kemur. Spilamennska enska landsliðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Gareth Southgate í riðlakeppninni hefur verið harðlega gagnrýnd. Gagnrýni sem Sutton segir að sé langt yfir velsæmismörk. „Það er búið að kveða upp dóm varðandi dræma spilamennsku liðsins strax þrátt fyrir að enska landsliðið hafi endað á toppi síns riðils,“ skrifar Sutton í pistli sem birtist á vef BBC. „Frammistaða liðsins hefur ekki náð þeim hæðum sem við gerðum okkur vonir um en það að enda á toppi riðilsins var fyrsta markmiðið fyrir þetta Evrópumót. Því markmiði hefur verið náð.“ Enska landsliðinu hefur ekki tekist að heilla á EMVísir/Getty Óhætt er að segja að það að enda á toppi C-riðils hafi komið Englendingum í vænlegri hluta sextán liða úrslitanna. Liðið mætir Slóvakíu þar og getur ekki mætt liðum á borð við Frakkland, Þýskaland, Spán eða Portúgal nema ef liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn. „Ef ég væri leikmaður í enska landsliðinu núna myndi ég hugsa með mér að við getum enn bætt okkur, við höfum ekki náð þeim hæðum sem við ætlumst af okkur en það er tækifæri til þess.“ Og vill Sutton að Englendingar horfi til Evrópumótsins árið 2016 sem vekur upp góðar minningar hjá okkur Íslendingum. Það ár stóð Portúgal uppi sem Evrópumeistari þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni gegn Íslandi, Ungverjalandi og Austurríki. „Það er ekki alltaf liðið sem byrjar mótið best sem stendur uppi sem Evrópumeistari...Við vitum öll að enska landsliðið getur gert betur. Leikurinn á sunnudaginn er leikur sem liðið á að vinna.“ England og Slóvakía mætast í 16-liða úrslitum EM á sunnudaginn kemur klukkan fjögur í Gelsenkirchen en Slóvakarnir enduðu í þriðja sæti E-riðils en komst áfram sem eitt þeirra liða í þriðja sæti riðlanna sem var með besta árangurinn í riðlakeppninni en öll lið E-riðils enduðu með fjögur stig. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Englendingar unnu einn leik í C-riðli riðlakeppninnar og gerði tvö jafntefli. Það nægði liðinu til þess að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farmiða í sextán liða úrslit mótsins þar sem að framundan er leikur gegn Slóvakíu á sunnudaginn kemur. Spilamennska enska landsliðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Gareth Southgate í riðlakeppninni hefur verið harðlega gagnrýnd. Gagnrýni sem Sutton segir að sé langt yfir velsæmismörk. „Það er búið að kveða upp dóm varðandi dræma spilamennsku liðsins strax þrátt fyrir að enska landsliðið hafi endað á toppi síns riðils,“ skrifar Sutton í pistli sem birtist á vef BBC. „Frammistaða liðsins hefur ekki náð þeim hæðum sem við gerðum okkur vonir um en það að enda á toppi riðilsins var fyrsta markmiðið fyrir þetta Evrópumót. Því markmiði hefur verið náð.“ Enska landsliðinu hefur ekki tekist að heilla á EMVísir/Getty Óhætt er að segja að það að enda á toppi C-riðils hafi komið Englendingum í vænlegri hluta sextán liða úrslitanna. Liðið mætir Slóvakíu þar og getur ekki mætt liðum á borð við Frakkland, Þýskaland, Spán eða Portúgal nema ef liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn. „Ef ég væri leikmaður í enska landsliðinu núna myndi ég hugsa með mér að við getum enn bætt okkur, við höfum ekki náð þeim hæðum sem við ætlumst af okkur en það er tækifæri til þess.“ Og vill Sutton að Englendingar horfi til Evrópumótsins árið 2016 sem vekur upp góðar minningar hjá okkur Íslendingum. Það ár stóð Portúgal uppi sem Evrópumeistari þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni gegn Íslandi, Ungverjalandi og Austurríki. „Það er ekki alltaf liðið sem byrjar mótið best sem stendur uppi sem Evrópumeistari...Við vitum öll að enska landsliðið getur gert betur. Leikurinn á sunnudaginn er leikur sem liðið á að vinna.“ England og Slóvakía mætast í 16-liða úrslitum EM á sunnudaginn kemur klukkan fjögur í Gelsenkirchen en Slóvakarnir enduðu í þriðja sæti E-riðils en komst áfram sem eitt þeirra liða í þriðja sæti riðlanna sem var með besta árangurinn í riðlakeppninni en öll lið E-riðils enduðu með fjögur stig.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira