Dýrara að taka strætó til Hornafjarðar en að fljúga til Parísar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 09:11 Langferðir með strætó geta kostað alveg ótrúlegar upphæðir. Vísir/Samsett Að komast til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík í strætó kostar tæpar sautján þúsund krónur en það er í mörgum tilfellum dýrara en að fljúga erlendis, stundum yfir langar vegalengdir. Eins og DV greindi frá vakti netverji athygli á þessari stöðu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Í færslu á miðlinum birtir Einar Ólafsson skjáskot af Klappinu. Ekki nóg með það að ferðin kosti á annan tug þúsunda króna heldur tekur hún líka tæpar átta klukkustundir. Ódýrara að fljúga til Parísar en að taka rútu til Hafnar í Hornafirði. Getum við ekki gert betur? https://t.co/S98gy1jd6J— Björn Teitsson (@bjornteits) June 27, 2024 Einar bendir á að það sé ódýrara að ferðast einn í bíl. „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár, ótrúlegt að það sé ekki enn þá búið að gera betur fyrir langferðir!“ skrifar Einar. Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl bendir þá á að það sé ódýrara í mörgum tilvikum að fljúga til Parísar en að taka rútuna til Hornafjarðar og spyr sig hvort ekki sé hægt að gera betur. Ef miðað við flugleitarvélina Dohop er það alveg rétt hjá honum. Hægt er að fljúga til fjarlægra og framandi áfangastaða á borð við Rómar, Parísar, Amsterdam og Kaupmannahafnar og oft og tíðum talsvert lægra verði. Til Dyflinnar er til að mynda hægt að komast á tæplega tíu þúsund krónur og til Mílanó á ellefu þúsund. Hægt er meira að segja að fljúga til Akureyrar á örlítið minna en strætóferðin til Hornafjarðar. Samgöngur Strætó Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Eins og DV greindi frá vakti netverji athygli á þessari stöðu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Í færslu á miðlinum birtir Einar Ólafsson skjáskot af Klappinu. Ekki nóg með það að ferðin kosti á annan tug þúsunda króna heldur tekur hún líka tæpar átta klukkustundir. Ódýrara að fljúga til Parísar en að taka rútu til Hafnar í Hornafirði. Getum við ekki gert betur? https://t.co/S98gy1jd6J— Björn Teitsson (@bjornteits) June 27, 2024 Einar bendir á að það sé ódýrara að ferðast einn í bíl. „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár, ótrúlegt að það sé ekki enn þá búið að gera betur fyrir langferðir!“ skrifar Einar. Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl bendir þá á að það sé ódýrara í mörgum tilvikum að fljúga til Parísar en að taka rútuna til Hornafjarðar og spyr sig hvort ekki sé hægt að gera betur. Ef miðað við flugleitarvélina Dohop er það alveg rétt hjá honum. Hægt er að fljúga til fjarlægra og framandi áfangastaða á borð við Rómar, Parísar, Amsterdam og Kaupmannahafnar og oft og tíðum talsvert lægra verði. Til Dyflinnar er til að mynda hægt að komast á tæplega tíu þúsund krónur og til Mílanó á ellefu þúsund. Hægt er meira að segja að fljúga til Akureyrar á örlítið minna en strætóferðin til Hornafjarðar.
Samgöngur Strætó Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira