Riðlar Meistaradeildarinnar klárir: Íslendingar áberandi í bestu deild í heimi Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 21:46 Hér má sjá sex af þrettán fulltrúum Íslands í Meistaradeildinni í handbolta á næsta tímabili. Guðmundur Guðmundsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Bjarki Már Elísson, VIktor Gísli Hallgrímsson, Orri Freyr Þorkelsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson Vísir/Samsett mynd Þrettán Íslendingar fengu að vita hverjir mótherjar sínir verða í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta þegar dregið var í dag í Vínarborg. Óhætt er að segja að B-riðill keppninnar sé hálfgerður martraðarriðill. Eins og staðan er núna munu tólf íslenskir leikmenn spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þeim gæti þó fjölgað eftir því sem dregur nær. Þá verður einn íslenskur þjálfari í eldlínunni með sína lærisveina í þessari bestu félagsliða deild í heimi, Guðmundur Guðmundsson mætir þar til leiks með danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta skiptist upp í tvo riðla, A- og B-riðil. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fór, hvaða lið eru í hvaða riðli og fyrir aftan í sviga hvaða Íslendingar eru á mála hjá hvaða liði. Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson) Fyrstu leikir Meistaradeildarinnar munu fara fram þann 11.september síðar á þessu ári en fyrirfram er óhætt að segja að B-riðillinn sé sterkari þar sem er að finna þrjú af þeim fjórum liðum sem komust alla leið í úrslitahelgi keppninnar á síðasta tímabili. Er þar um að ræða nú ríkjandi Evrópumeistara Barcelona frá Spáni sem og liðið sem þeir mættu í sjálfum úrslitaleiknum, Danmerkurmeistara Álaborgar. Þá er Íslendingalið Magdeburg sem, hefur verið með bestu félagsliðum heims, einnig í B-riðli. Leiknar verða fjórtán umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og munu efstu tvö lið hvers riðils fyrir sig tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Liðin sem enda í þriðja til sjötta sæti riðlanna munu svo mætast í umspili um þau fjögur lausu sæti sem eftir verða í átta liða úrslitunum. Liðin sem enda í sjöunda og áttunda sæti riðlanna falla úr leik eftir riðlakeppnina. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Eins og staðan er núna munu tólf íslenskir leikmenn spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þeim gæti þó fjölgað eftir því sem dregur nær. Þá verður einn íslenskur þjálfari í eldlínunni með sína lærisveina í þessari bestu félagsliða deild í heimi, Guðmundur Guðmundsson mætir þar til leiks með danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta skiptist upp í tvo riðla, A- og B-riðil. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fór, hvaða lið eru í hvaða riðli og fyrir aftan í sviga hvaða Íslendingar eru á mála hjá hvaða liði. Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson) Fyrstu leikir Meistaradeildarinnar munu fara fram þann 11.september síðar á þessu ári en fyrirfram er óhætt að segja að B-riðillinn sé sterkari þar sem er að finna þrjú af þeim fjórum liðum sem komust alla leið í úrslitahelgi keppninnar á síðasta tímabili. Er þar um að ræða nú ríkjandi Evrópumeistara Barcelona frá Spáni sem og liðið sem þeir mættu í sjálfum úrslitaleiknum, Danmerkurmeistara Álaborgar. Þá er Íslendingalið Magdeburg sem, hefur verið með bestu félagsliðum heims, einnig í B-riðli. Leiknar verða fjórtán umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og munu efstu tvö lið hvers riðils fyrir sig tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Liðin sem enda í þriðja til sjötta sæti riðlanna munu svo mætast í umspili um þau fjögur lausu sæti sem eftir verða í átta liða úrslitunum. Liðin sem enda í sjöunda og áttunda sæti riðlanna falla úr leik eftir riðlakeppnina.
Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson)
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“