„Hluti af heild sem við skiljum ekki“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. júní 2024 10:18 Unnar Ari Baldvinsson er að opna listasýningu á Mýrargötu 18 næsta föstudag. Sunna Ben „Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi,“ segir myndlistarmaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýningu í versluninni La Boutique Design að Mýrargötu næstkomandi föstudag. Blaðamaður ræddi við Unnar Ara en verk hans, sem einkennast gjarnan af einföldum formum og sterkri litanotkun, hafa vakið athygli á síðastliðnum árum. Form og óform Verkin á sýningunni snúast um sterk og einföld form, skýra liti og tómið þar á milli. „Hvað er form ef ekkert er í kringum það? Í verkum mínum kanna ég jafnvægi neikvæðs rýmis og formanna sem það fyllir. Þetta er tilraun til að skapa einfalt en áhrifamikið samspil á milli þess sem er og það sem er ekki. Form og óform. Málverkin eru í sambandi við sjálft sig og stjórna rýminu sem þau hanga í. Það hvetur áhorfandann til þess að taka eftir tómu og föstu formunum, rýminu og plássinu sem verkið tekur. Þetta óræða form dregur mann inn, leiðir augað og býður áhorfandanum upp á nánari skoðun á verki eða rýminu sem það hangir í. Ramminn eða striginn gegnir svipuðu hlutverki og gluggi sem sýnir aðeins hluta af samsetningu alls,“ segir Unnar Ari um sýninguna. Meðal verka Unnars Ara.Unnar Ari Deilum tímanum með öllu sem er að gerast núna Hið óræða er honum hugleikið og sömuleiðis tilvistarlegar spurningar. „Það er margt í gangi í alheiminum sem við erum hvorki meðvituð um né skynjum. Á hafsbotninum, í geimnum, inni í líkama okkar og í rauninni alls staðar. Orka, tíðni, efni og tómarúm. Okkar söguþráður og okkar daglega líf er auðvitað ekki allt sem er að gerast í heiminum heldur sjáum við, finnum og heyrum bara agnarsmátt brot af því. Samt er þetta allt til og við deilum tímanum með öllu sem er að gerast núna. Verkin eru hluti af heild sem við skiljum ekki en við getum velt fyrir okkur því sem við ákveðum að horfa á. Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi, tengingu á milli tómleika og því áþreifanlega. Hvert verk býður áhorfandanum að staldra við, íhuga og skilgreina bæði formin og óformin og ég vil leyfa rýminu að tengja saman verkið og þann sem er að horfa.“ View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Regla í óreglu Unnar Ari hefur verið að skoða rýmið inni í rammanum í svolítinn tíma. „Ég hef líka verið að gera tilraunir með það að rugla í jafnvæginu á rammanum. Núna er ég að prófa að brjóta upp rammann og búa til fleti sem rugla í rýminu sjálfu. Þannig að það mætti segja að þessi óform séu tilraun til þess að rugla í jafnvæginu á veggnum sem ber verkið. Hringurinn hefur verið andstæða rammans en á sama tíma hefur hringurinn haldið honum uppi. Málverkið eða tilvera hringsins býr til tilfinningu um tíma inni í föstu formi. Regla í óreglu, form í óformi, eitt eða annað, bæði í einu,“ segir Unnar Ari brosandi að lokum. Sýningin opnar sem áður segir næstkomandi föstudag klukkan 17:00 og eru öll verk til sölu. Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Form og óform Verkin á sýningunni snúast um sterk og einföld form, skýra liti og tómið þar á milli. „Hvað er form ef ekkert er í kringum það? Í verkum mínum kanna ég jafnvægi neikvæðs rýmis og formanna sem það fyllir. Þetta er tilraun til að skapa einfalt en áhrifamikið samspil á milli þess sem er og það sem er ekki. Form og óform. Málverkin eru í sambandi við sjálft sig og stjórna rýminu sem þau hanga í. Það hvetur áhorfandann til þess að taka eftir tómu og föstu formunum, rýminu og plássinu sem verkið tekur. Þetta óræða form dregur mann inn, leiðir augað og býður áhorfandanum upp á nánari skoðun á verki eða rýminu sem það hangir í. Ramminn eða striginn gegnir svipuðu hlutverki og gluggi sem sýnir aðeins hluta af samsetningu alls,“ segir Unnar Ari um sýninguna. Meðal verka Unnars Ara.Unnar Ari Deilum tímanum með öllu sem er að gerast núna Hið óræða er honum hugleikið og sömuleiðis tilvistarlegar spurningar. „Það er margt í gangi í alheiminum sem við erum hvorki meðvituð um né skynjum. Á hafsbotninum, í geimnum, inni í líkama okkar og í rauninni alls staðar. Orka, tíðni, efni og tómarúm. Okkar söguþráður og okkar daglega líf er auðvitað ekki allt sem er að gerast í heiminum heldur sjáum við, finnum og heyrum bara agnarsmátt brot af því. Samt er þetta allt til og við deilum tímanum með öllu sem er að gerast núna. Verkin eru hluti af heild sem við skiljum ekki en við getum velt fyrir okkur því sem við ákveðum að horfa á. Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi, tengingu á milli tómleika og því áþreifanlega. Hvert verk býður áhorfandanum að staldra við, íhuga og skilgreina bæði formin og óformin og ég vil leyfa rýminu að tengja saman verkið og þann sem er að horfa.“ View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Regla í óreglu Unnar Ari hefur verið að skoða rýmið inni í rammanum í svolítinn tíma. „Ég hef líka verið að gera tilraunir með það að rugla í jafnvæginu á rammanum. Núna er ég að prófa að brjóta upp rammann og búa til fleti sem rugla í rýminu sjálfu. Þannig að það mætti segja að þessi óform séu tilraun til þess að rugla í jafnvæginu á veggnum sem ber verkið. Hringurinn hefur verið andstæða rammans en á sama tíma hefur hringurinn haldið honum uppi. Málverkið eða tilvera hringsins býr til tilfinningu um tíma inni í föstu formi. Regla í óreglu, form í óformi, eitt eða annað, bæði í einu,“ segir Unnar Ari brosandi að lokum. Sýningin opnar sem áður segir næstkomandi föstudag klukkan 17:00 og eru öll verk til sölu.
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira