Féll kylliflatur fyrir einlægni Taylor Swift Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. júní 2024 15:22 Travis Kelce og Taylor Swift virðast ástfangin upp fyrir haus. Ezra Shaw/Getty Images Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni. „Þetta er daman mín“ Kelce sjálfur hefur þrisvar sinnum borið sigur úr bíti með liði sínu Kansas City Chiefs í Ofurskálinni (e. Super Bowl). Í hlaðvarpinu the Bussin’ with the Boys er hann spurður út í það hvernig sé að eiga í ástarsambandi við stærstu poppstjörnu jarðarinnar og sparar hann ekki stóru orðin. „Þú vilt halda ákveðnum hlutum frá sviðsljósinu en á sama tíma er ég ekki að fela neitt. Þetta er stelpan mín. Þetta er daman mín. Ég er stoltur af því. Þú vilt samt bara ekki hleypa öllum inn í þitt persónulega líf þar sem allir geta gert athugasemd við eitthvað, því ég veit að allt sem hún gerir verður að fyrirsögn.“ Dálítið krúttleg kæró stund! Kelce fór á svið með Taylor Swift á The Eras tónleikaferðalagi hennar í London.Gareth Cattermole/TAS24/Getty Images for TAS Rights Management Dáist að afslöppuðu viðhorfi Swift Þrátt fyrir að vera ein umtalaðasta stjarna í heimi virðist Swift þó eiga auðvelt með að halda sér niðri á jörðinni og féll Kelce kylliflatur fyrir því. „Hún er mjög meðvituð um sig. Hún les mjög vel í aðstæður og ég held að það hve einlæg hún er í kringum vini og fjölskyldu hafi algjörlega látið mig falla fyrir henni. Lífið getur orðið klikkað fyrir einhvern sem fær svona mikla athygli en hún nær að vera svo afslöppuð og nett og ég get án efa dáðst að því.“ Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðastliðið sumar og þegar Taylor fór á fyrsta Chiefs leikinn í september fór það að sjálfsögðu sem eldur um sinu á Internetinu. Swift var klædd í rautt og sást hlæja og spjalla við Donnu, móður Kelce, í VIP svítu liðsins. Kelce segir að hún hafi viljað upplifa leikinn til hins ítrasta. „Hún gekk bara inn um dyrnar og var ekkert að hafa áhyggjur af því að vera með öryggisverði. Hún sagðist bara vilja vera í kringum vini og fjölskyldu og upplifa þetta með öllum. Hún vill vera hluti af þessu öllu, hún vill styðja mig. Hún hefur algjörlega sigrað hjartað mitt.“ Aðspurður hvað hafi komið mest á óvart í sambandinu segir Kelce það án efa vera athygli fjölmiðlanna. „Æsifréttaljósmyndararnir (e. paparazzi) hafa verið það allra klikkaðasta.“ Ofurskálin Ástin og lífið Hollywood Tónlist Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
„Þetta er daman mín“ Kelce sjálfur hefur þrisvar sinnum borið sigur úr bíti með liði sínu Kansas City Chiefs í Ofurskálinni (e. Super Bowl). Í hlaðvarpinu the Bussin’ with the Boys er hann spurður út í það hvernig sé að eiga í ástarsambandi við stærstu poppstjörnu jarðarinnar og sparar hann ekki stóru orðin. „Þú vilt halda ákveðnum hlutum frá sviðsljósinu en á sama tíma er ég ekki að fela neitt. Þetta er stelpan mín. Þetta er daman mín. Ég er stoltur af því. Þú vilt samt bara ekki hleypa öllum inn í þitt persónulega líf þar sem allir geta gert athugasemd við eitthvað, því ég veit að allt sem hún gerir verður að fyrirsögn.“ Dálítið krúttleg kæró stund! Kelce fór á svið með Taylor Swift á The Eras tónleikaferðalagi hennar í London.Gareth Cattermole/TAS24/Getty Images for TAS Rights Management Dáist að afslöppuðu viðhorfi Swift Þrátt fyrir að vera ein umtalaðasta stjarna í heimi virðist Swift þó eiga auðvelt með að halda sér niðri á jörðinni og féll Kelce kylliflatur fyrir því. „Hún er mjög meðvituð um sig. Hún les mjög vel í aðstæður og ég held að það hve einlæg hún er í kringum vini og fjölskyldu hafi algjörlega látið mig falla fyrir henni. Lífið getur orðið klikkað fyrir einhvern sem fær svona mikla athygli en hún nær að vera svo afslöppuð og nett og ég get án efa dáðst að því.“ Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðastliðið sumar og þegar Taylor fór á fyrsta Chiefs leikinn í september fór það að sjálfsögðu sem eldur um sinu á Internetinu. Swift var klædd í rautt og sást hlæja og spjalla við Donnu, móður Kelce, í VIP svítu liðsins. Kelce segir að hún hafi viljað upplifa leikinn til hins ítrasta. „Hún gekk bara inn um dyrnar og var ekkert að hafa áhyggjur af því að vera með öryggisverði. Hún sagðist bara vilja vera í kringum vini og fjölskyldu og upplifa þetta með öllum. Hún vill vera hluti af þessu öllu, hún vill styðja mig. Hún hefur algjörlega sigrað hjartað mitt.“ Aðspurður hvað hafi komið mest á óvart í sambandinu segir Kelce það án efa vera athygli fjölmiðlanna. „Æsifréttaljósmyndararnir (e. paparazzi) hafa verið það allra klikkaðasta.“
Ofurskálin Ástin og lífið Hollywood Tónlist Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira