Halla Tómasdóttir rétt kjörin forseti Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 25. júní 2024 13:35 Halla tekur við embætti forseta í ágúst. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti og fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Það staðfesti Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Landskjörstjórn úrskurðaði á fundi sínum í dag um 117 ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. Í yfirlýsingu frá þeim segir að Halla sé rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028. Halla hlaut í kosningunum 33,9 prósent atkvæða eða alls 73.184 atkvæði. Alls greiddu 215.635 atkvæði í kosningunum. Gild atkvæði voru 214.320. Með tilkynningunni fylgir kosningaskýrsla auk þriggja úrskurða nefndarinnar um ágreiningsatkvæði. Nefndin þurfti á fundi sínum í dag að fara yfir ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. Einn í Norðvesturkjördæmi, 57 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 59 ágreiningsseðla í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þrjú voru metin gild í Reykjavíkurkjördæmi suður og fjögur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Auk þess var eitt atkvæði metið gilt í Norðvesturkjördæmi. Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Mynd/Landskjörstjórn Yfirlýsing landskjörstjórnar í heild sinni: Landskjörstjórn gjörir kunnugt: Kjör forseta Íslands fór fram 1. júní 2024. Við kjörið var í hvívetna gætt ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33, 17. júní 1944 og kosningalaga nr. 112, 25. júní 2021. Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti. Hún fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Samkvæmt þessu lýsir landskjörstjórn yfir að Halla Tómasdóttir er rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45 Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Í yfirlýsingu frá þeim segir að Halla sé rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028. Halla hlaut í kosningunum 33,9 prósent atkvæða eða alls 73.184 atkvæði. Alls greiddu 215.635 atkvæði í kosningunum. Gild atkvæði voru 214.320. Með tilkynningunni fylgir kosningaskýrsla auk þriggja úrskurða nefndarinnar um ágreiningsatkvæði. Nefndin þurfti á fundi sínum í dag að fara yfir ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. Einn í Norðvesturkjördæmi, 57 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 59 ágreiningsseðla í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þrjú voru metin gild í Reykjavíkurkjördæmi suður og fjögur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Auk þess var eitt atkvæði metið gilt í Norðvesturkjördæmi. Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Mynd/Landskjörstjórn Yfirlýsing landskjörstjórnar í heild sinni: Landskjörstjórn gjörir kunnugt: Kjör forseta Íslands fór fram 1. júní 2024. Við kjörið var í hvívetna gætt ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33, 17. júní 1944 og kosningalaga nr. 112, 25. júní 2021. Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti. Hún fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Samkvæmt þessu lýsir landskjörstjórn yfir að Halla Tómasdóttir er rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45 Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45
Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. 7. júní 2024 07:01