Dugði Írum og Dönum skammt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. júní 2024 09:01 Mjög langur vegur er frá því að Ísland stæði jafnfætis öðrum ríkjum innan Evrópusambandsins ef til þess kæmi að landið gengi í sambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni. Ólíkt því sem Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hélt fram í pistli í Morgunblaðinu 18. júní. Enda fer vægi ríkja innan sambandsins, og hefur í vaxandi mæli farið, fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Til að mynda fengi Ísland sex þingmenn af 720 á þingi Evrópusambandsins sem er sambærilegt við það að hafa aðeins hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði tíu sinnum verri innan ráðherraráðs sambandsins, sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess, þar sem vægi landsins yrði 0,08% eða á við einungis 5% hlutdeild í alþingismanni. Til að mynda nýtist reiknivél á vef ráðsins sjálfs ágætlega í slíkum útreikningum. Hvað þing Evrópusambandsins varðar sagði Hanna Katrín að það sem máli skipti væru þingflokkarnir á þinginu en ekki fjöldi þingmanna hvers ríkis. Þar lægju hin eiginlegu áhrif. Með sömu rökum skiptir væntanlega engu máli hversu marga þingmenn hvert kjördæmi hér á landi hefur á Alþingi. Einungis að þau eigi einhverja fulltrúa í þingflokkunum sem starfa innan þingsins. Vitanlega stenzt það enga skoðun. Danir þurftu að refsa Færeyingum Langur vegur er enda frá því að einstök ríki innan Evrópusambandsins, einkum þau fámennari svo ekki sé talað um þau fámennustu, hafi getað treyst á þingflokkana á þingi sambandsins vegna mikilvægra hagsmunamála þeirra. Hið sama á við ef fámennari ríki þess taka höndum saman. Til þess að hafa til að mynda sama vægi og Þýzkaland eitt í ráðherraráðinu þarf 17 fámennustu ríkin af 27 ríkjum sambandsins. Til dæmis gagnaðist það Írlandi afskaplega lítið þegar Evrópusambandið samdi um makrílveiðar við Færeyinga 2014 þvert á hagsmuni Íra að mati írskra stjórnvalda að stjórnmálaflokkurinn Fine Gael, sem myndaði ríkisstjórn landsins, ætti aðild að stærsta þingflokki þings sambandsins, The European People’s Party. Írsk stjórnvöld beittu sér af alefli gegn því að samið yrði með þeim hætti sem skilaði engum árangri. Hið sama átti við um Dani þegar þeir þurftu gegn vilja sínum að taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, 2013 fyrir veiðar Færeyinga í sinni eigin lögsögu að þáverandi ríkisstjórnarflokkar, Íhaldsflokkurinn og Venstre, ættu annars vegar aðild að EPP og hins vegar þingflokki frjálslyndra flokka, þriðja stærsta þingflokknum á þingi Evrópusambandsins. Versnandi staða fámennari ríkja Fram kom enn fremur í pistli Hönnu Katrínar að Evrópusambandið stæði „flestum öðrum alþjóðasamtökum framar í því að tryggja áhrif lítilla þjóða.“ Þvert á móti hefur á liðnum árum verið jafnt og þétt þrengt að möguleikum fámennari ríkja til þess að hafa áhrif innan sambandsins. Til dæmis með því að miða í vaxandi mæli við íbúafjölda í þeim efnum og afnema einróma samþykki í flestum málaflokkum. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð íbúafjölda. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðasamstarf með eðlilegum formerkjum. Áherzla sambandsins á íbúafjölda er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunans innan þess allt frá upphafi að til verði sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hvar er stóraukið fylgi Viðreisnar? Kallað var eftir því í lok pistils Hönnu Katrínar að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort taka ætti skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið. Treystum kjósendum sagði hún. Forsenda þess er hins vegar þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa að engu það sem þeir sögðu við kjósendur. Hins vegar er skiljanlegt að forystumenn Viðreisnar leiti logandi ljósi leiða til þess að komast framhjá þessum veruleika með ákalli um þjóðaratkvæði um skref í áttina að Evrópusambandinu í ljósi fylgisleysis flokksins. Viðreisn mældist þannig einungis með 7,7% fylgi í síðustu könnun Gallups, minna en í síðustu kosningum og það í stjórnarandstöðu. Kjósendur virðast ekki bera sérlega mikið traust til flokksins. Væri fyrir að fara einhverjum raunverulegur áhuga á því að ganga í Evrópusambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn sem er ekki aðeins eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það. Í öllu falli er það vitanlega á ábyrgð Viðreisnar og forystumanna flokksins að afla stefnumálum hans stuðnings og vinna að þeim en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mjög langur vegur er frá því að Ísland stæði jafnfætis öðrum ríkjum innan Evrópusambandsins ef til þess kæmi að landið gengi í sambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni. Ólíkt því sem Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hélt fram í pistli í Morgunblaðinu 18. júní. Enda fer vægi ríkja innan sambandsins, og hefur í vaxandi mæli farið, fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Til að mynda fengi Ísland sex þingmenn af 720 á þingi Evrópusambandsins sem er sambærilegt við það að hafa aðeins hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði tíu sinnum verri innan ráðherraráðs sambandsins, sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess, þar sem vægi landsins yrði 0,08% eða á við einungis 5% hlutdeild í alþingismanni. Til að mynda nýtist reiknivél á vef ráðsins sjálfs ágætlega í slíkum útreikningum. Hvað þing Evrópusambandsins varðar sagði Hanna Katrín að það sem máli skipti væru þingflokkarnir á þinginu en ekki fjöldi þingmanna hvers ríkis. Þar lægju hin eiginlegu áhrif. Með sömu rökum skiptir væntanlega engu máli hversu marga þingmenn hvert kjördæmi hér á landi hefur á Alþingi. Einungis að þau eigi einhverja fulltrúa í þingflokkunum sem starfa innan þingsins. Vitanlega stenzt það enga skoðun. Danir þurftu að refsa Færeyingum Langur vegur er enda frá því að einstök ríki innan Evrópusambandsins, einkum þau fámennari svo ekki sé talað um þau fámennustu, hafi getað treyst á þingflokkana á þingi sambandsins vegna mikilvægra hagsmunamála þeirra. Hið sama á við ef fámennari ríki þess taka höndum saman. Til þess að hafa til að mynda sama vægi og Þýzkaland eitt í ráðherraráðinu þarf 17 fámennustu ríkin af 27 ríkjum sambandsins. Til dæmis gagnaðist það Írlandi afskaplega lítið þegar Evrópusambandið samdi um makrílveiðar við Færeyinga 2014 þvert á hagsmuni Íra að mati írskra stjórnvalda að stjórnmálaflokkurinn Fine Gael, sem myndaði ríkisstjórn landsins, ætti aðild að stærsta þingflokki þings sambandsins, The European People’s Party. Írsk stjórnvöld beittu sér af alefli gegn því að samið yrði með þeim hætti sem skilaði engum árangri. Hið sama átti við um Dani þegar þeir þurftu gegn vilja sínum að taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, 2013 fyrir veiðar Færeyinga í sinni eigin lögsögu að þáverandi ríkisstjórnarflokkar, Íhaldsflokkurinn og Venstre, ættu annars vegar aðild að EPP og hins vegar þingflokki frjálslyndra flokka, þriðja stærsta þingflokknum á þingi Evrópusambandsins. Versnandi staða fámennari ríkja Fram kom enn fremur í pistli Hönnu Katrínar að Evrópusambandið stæði „flestum öðrum alþjóðasamtökum framar í því að tryggja áhrif lítilla þjóða.“ Þvert á móti hefur á liðnum árum verið jafnt og þétt þrengt að möguleikum fámennari ríkja til þess að hafa áhrif innan sambandsins. Til dæmis með því að miða í vaxandi mæli við íbúafjölda í þeim efnum og afnema einróma samþykki í flestum málaflokkum. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð íbúafjölda. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðasamstarf með eðlilegum formerkjum. Áherzla sambandsins á íbúafjölda er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunans innan þess allt frá upphafi að til verði sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hvar er stóraukið fylgi Viðreisnar? Kallað var eftir því í lok pistils Hönnu Katrínar að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort taka ætti skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið. Treystum kjósendum sagði hún. Forsenda þess er hins vegar þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa að engu það sem þeir sögðu við kjósendur. Hins vegar er skiljanlegt að forystumenn Viðreisnar leiti logandi ljósi leiða til þess að komast framhjá þessum veruleika með ákalli um þjóðaratkvæði um skref í áttina að Evrópusambandinu í ljósi fylgisleysis flokksins. Viðreisn mældist þannig einungis með 7,7% fylgi í síðustu könnun Gallups, minna en í síðustu kosningum og það í stjórnarandstöðu. Kjósendur virðast ekki bera sérlega mikið traust til flokksins. Væri fyrir að fara einhverjum raunverulegur áhuga á því að ganga í Evrópusambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við Viðreisn sem er ekki aðeins eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið heldur var beinlínis stofnaður í kringum það. Í öllu falli er það vitanlega á ábyrgð Viðreisnar og forystumanna flokksins að afla stefnumálum hans stuðnings og vinna að þeim en ekki annarra. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar