12 tonn af sveppum í hverri viku frá Flúðasveppum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2024 13:05 Sveppirnir frá Flúðasveppum eru mjög vinsælir og góð vara enda mikil eftirspurn eftir sveppunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt öflugasta fyrirtæki í Uppsveitum Árnessýslu, Flúðasveppir á Flúðum framleiðir nú 12 tonn af sveppum á viku og hefur varla undan að framleiða sveppi ofan í landsmenn. Fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli í ár en á fyrstu árunum voru aðeins framleidd 500 kíló af sveppum á viku, sem þótti mjög gott þá. 1984 var stofnár Flúðasveppa en frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið og dafnað sem aldrei fyrr enda eflist það með hverju árinu. Í dag er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku í sérstökum klefum en fyrstu árin voru þetta ekki nema 500 kíló á viku. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu “Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli. „Við erum að framleiða sveppi fyrir 70% íslensks markaðs og við erum 30 starfsmenn allt árið þannig að þetta er ekki árstíðabundin starfsemi, við erum að reyna að framleiða sveppi jafnt út allt árið,” sagði Ævar. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu „Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hálmur er það hráefni, sem mest er notað við sveppaframleiðslu en það er afgangsafurð í kornframleiðslu. „Þennan hálm tökum við og bleytum en við notum gríðarlega mikið vatn í okkar framleiðslu og við erum að búa til í hverri viku 70 tonn af rotmassa úr þessum hálmi,” bættir Ævar við. Fram kom í máli Ævars að 30 starfsmenn vinna hjá Flúðasveppum og þar er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hænsnaskítur er líka notaður við sveppaframleiðsluna en Flúðasveppir eru í samstarfi við Ásmundarstaði kjúklingabú hvað það varðar. „Þannig að við erum að nota frá þeim allt að 12 tonn í hverri einustu viku af hænsnaskít, sem að þeir eru mjög glaðir með að getað losnað við en við blöndum hænsnaskítinn saman við hálminn og úr því verður þessi rotmassi til,” sagði Ævar enn fremur á málþinginu, sem sér ekkert annað en bjart framundan hjá Flúðasveppum á 40 ára afmælisári fyrirtækisins. Flúðasveppir fagna 40 ára afmæli á árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðamold er líka ræktuð hjá Flúðasveppum en hún nýtur mikilla vinsælda. Heimasíða Flúðasveppa Hrunamannahreppur Landbúnaður Sveppir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
1984 var stofnár Flúðasveppa en frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið og dafnað sem aldrei fyrr enda eflist það með hverju árinu. Í dag er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku í sérstökum klefum en fyrstu árin voru þetta ekki nema 500 kíló á viku. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu “Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli. „Við erum að framleiða sveppi fyrir 70% íslensks markaðs og við erum 30 starfsmenn allt árið þannig að þetta er ekki árstíðabundin starfsemi, við erum að reyna að framleiða sveppi jafnt út allt árið,” sagði Ævar. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu „Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hálmur er það hráefni, sem mest er notað við sveppaframleiðslu en það er afgangsafurð í kornframleiðslu. „Þennan hálm tökum við og bleytum en við notum gríðarlega mikið vatn í okkar framleiðslu og við erum að búa til í hverri viku 70 tonn af rotmassa úr þessum hálmi,” bættir Ævar við. Fram kom í máli Ævars að 30 starfsmenn vinna hjá Flúðasveppum og þar er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hænsnaskítur er líka notaður við sveppaframleiðsluna en Flúðasveppir eru í samstarfi við Ásmundarstaði kjúklingabú hvað það varðar. „Þannig að við erum að nota frá þeim allt að 12 tonn í hverri einustu viku af hænsnaskít, sem að þeir eru mjög glaðir með að getað losnað við en við blöndum hænsnaskítinn saman við hálminn og úr því verður þessi rotmassi til,” sagði Ævar enn fremur á málþinginu, sem sér ekkert annað en bjart framundan hjá Flúðasveppum á 40 ára afmælisári fyrirtækisins. Flúðasveppir fagna 40 ára afmæli á árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðamold er líka ræktuð hjá Flúðasveppum en hún nýtur mikilla vinsælda. Heimasíða Flúðasveppa
Hrunamannahreppur Landbúnaður Sveppir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira