Fjárfest í menningu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 22. júní 2024 21:00 Í dag er stór dagur þegar samþykktar voru breytingar á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á listamannalaunum í fyrsta skipti í 15 ár. Listamannalaun eða starfslaun listamanna eru þungamiðjan í kjörum listamannsins og markmið þeirra er að efla listsköpun í landinu. Listamenn eru mikilvægustu sendiherrar lands og þjóðar og halda merki Íslands á lofti dag hvern í alþjóðasamfélaginu. Tímabærar breytingar Listsköpun er afar mikilvæg hverri þjóð og nauðsynlegt að kjör listamanna haldist í horfi við kjör annarra í hagkerfinu. Fjöldi starfslauna hefur haldist óbreyttur í 15 ár eða frá því að gildandi lög tóku gildi árið 2009 auk þess sem umfang listamannalauna hefur staðið í stað frá árinu 2012, utan tímabundinnar aukningar á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Með þessum breytingum er verið að fjölga launasjóðum sem starfslaun eru veitt úr og fjölga árlegum úthlutunarmánuðum. Starfslaunamánuðum verður fjölgað úr 1.600 í 2.490 á fjórum árum. Mikilvægt er að umfang og fyrirkomulag listmannalauna sé endurmetið reglulega. Síðustu ár hefur fólki í landinu fjölgað, áherslur á listsköpun tekið breytingum og eftirspurn eftir listamannalaunum og árangurshlutfall umsækjenda í mismunandi sérgreinda sjóði vaxið. Vegsemd Þær breytingar sem hér eru komnar fram eru veigamiklar. Fyrst má nefna nýjan sjóð – Vegsemd sem er þverfaglegur sjóður fyrir listamenn 67 ára og eldri sem hafa varið starfsævi sinni til listsköpunar. Ekki er gert ráð fyrir að listamenn sæki beint um framlög úr sjóðnum heldur að listamenn 67 ára og eldri sæki um úthlutun úr hinum sérgreindu sjóðum í samræmi við sína listgrein. Lagt er til að starfslaun úr Vegsemd megi veita til allt að fimm ára í senn auk þess sem fallið er frá því að starfslaunaþegum beri að skila skýrslu um störf sín á starfslaunatíma. Nýr kvikmyndasjóður Þá kemur inn nýr sjóður fyrir kvikmyndahöfunda og er sjóðurinn í samræmi við kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Með kvikmyndahöfundum er átt við bæði leikstjóra og handritshöfunda auk þess sem aðrir aðalhöfundar kvikmynda geta fallið þar undir, þar á meðal höfundar heimildarmynda. Þriggja manna nefnd, sem ráðherra skipar árlega, mun úthluta fé úr launasjóðnum sem Samtök kvikmyndaleikstjóra og Félag leikskálda og handritshöfunda skulu hvort um sig tilnefna þrjá nefndarmenn í. Mikilvægi stuðnings við listamenn Stuðningur í formi listamannalauna gríðarlega mikilvægur fyrir bæði listamennina sjálfa og samfélagið í heild, hér er um að ræða fjárfestingu sem skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Listamannalaun veita listamönnum öryggi og svigrúm til að einbeita sér að sköpun sinni án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegum vandamálum. Með þessu fá þeir tækifæri til að þróa hæfileika sína, vinna að nýjum og krefjandi verkefnum og skapa verk sem geta haft djúpstæð áhrif á menningu okkar og samfélag. Listamenn gegna lykilhlutverki í að móta og spegla menninguna. Listamannalaun stuðla þannig að því að tryggja fjölbreytileika og nýsköpun í listum, sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigt og þróttmikið menningarlíf. Það er ljóst að með því að veita listamönnum listamannalaun erum við ekki aðeins að styðja við einstaklingana sjálfa, heldur einnig að efla menningu okkar, auðga samfélagið og styrkja efnahagslífið. Ég fagna þessum breytingum sem munu ævinlega stuðla að því að skapa umhverfi þar sem listir og menning geta blómstrað til hagsbóta fyrir alla. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Í dag er stór dagur þegar samþykktar voru breytingar á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á listamannalaunum í fyrsta skipti í 15 ár. Listamannalaun eða starfslaun listamanna eru þungamiðjan í kjörum listamannsins og markmið þeirra er að efla listsköpun í landinu. Listamenn eru mikilvægustu sendiherrar lands og þjóðar og halda merki Íslands á lofti dag hvern í alþjóðasamfélaginu. Tímabærar breytingar Listsköpun er afar mikilvæg hverri þjóð og nauðsynlegt að kjör listamanna haldist í horfi við kjör annarra í hagkerfinu. Fjöldi starfslauna hefur haldist óbreyttur í 15 ár eða frá því að gildandi lög tóku gildi árið 2009 auk þess sem umfang listamannalauna hefur staðið í stað frá árinu 2012, utan tímabundinnar aukningar á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Með þessum breytingum er verið að fjölga launasjóðum sem starfslaun eru veitt úr og fjölga árlegum úthlutunarmánuðum. Starfslaunamánuðum verður fjölgað úr 1.600 í 2.490 á fjórum árum. Mikilvægt er að umfang og fyrirkomulag listmannalauna sé endurmetið reglulega. Síðustu ár hefur fólki í landinu fjölgað, áherslur á listsköpun tekið breytingum og eftirspurn eftir listamannalaunum og árangurshlutfall umsækjenda í mismunandi sérgreinda sjóði vaxið. Vegsemd Þær breytingar sem hér eru komnar fram eru veigamiklar. Fyrst má nefna nýjan sjóð – Vegsemd sem er þverfaglegur sjóður fyrir listamenn 67 ára og eldri sem hafa varið starfsævi sinni til listsköpunar. Ekki er gert ráð fyrir að listamenn sæki beint um framlög úr sjóðnum heldur að listamenn 67 ára og eldri sæki um úthlutun úr hinum sérgreindu sjóðum í samræmi við sína listgrein. Lagt er til að starfslaun úr Vegsemd megi veita til allt að fimm ára í senn auk þess sem fallið er frá því að starfslaunaþegum beri að skila skýrslu um störf sín á starfslaunatíma. Nýr kvikmyndasjóður Þá kemur inn nýr sjóður fyrir kvikmyndahöfunda og er sjóðurinn í samræmi við kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Með kvikmyndahöfundum er átt við bæði leikstjóra og handritshöfunda auk þess sem aðrir aðalhöfundar kvikmynda geta fallið þar undir, þar á meðal höfundar heimildarmynda. Þriggja manna nefnd, sem ráðherra skipar árlega, mun úthluta fé úr launasjóðnum sem Samtök kvikmyndaleikstjóra og Félag leikskálda og handritshöfunda skulu hvort um sig tilnefna þrjá nefndarmenn í. Mikilvægi stuðnings við listamenn Stuðningur í formi listamannalauna gríðarlega mikilvægur fyrir bæði listamennina sjálfa og samfélagið í heild, hér er um að ræða fjárfestingu sem skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Listamannalaun veita listamönnum öryggi og svigrúm til að einbeita sér að sköpun sinni án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegum vandamálum. Með þessu fá þeir tækifæri til að þróa hæfileika sína, vinna að nýjum og krefjandi verkefnum og skapa verk sem geta haft djúpstæð áhrif á menningu okkar og samfélag. Listamenn gegna lykilhlutverki í að móta og spegla menninguna. Listamannalaun stuðla þannig að því að tryggja fjölbreytileika og nýsköpun í listum, sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigt og þróttmikið menningarlíf. Það er ljóst að með því að veita listamönnum listamannalaun erum við ekki aðeins að styðja við einstaklingana sjálfa, heldur einnig að efla menningu okkar, auðga samfélagið og styrkja efnahagslífið. Ég fagna þessum breytingum sem munu ævinlega stuðla að því að skapa umhverfi þar sem listir og menning geta blómstrað til hagsbóta fyrir alla. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun