Varar við auknu ofbeldi í leigubifreiðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júní 2024 19:34 Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra segir fjölda nýliða í faginu hafa skaðleg áhrif á starfsstéttina. Vísir/Vilhelm Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, tekur eftirliti lögreglunnar gagnvart leigubílstjórum fagnandi. Hann segir mikinn fjölda nýliða í faginu hafa neikvæð áhrif á starfsemina og segir ofbeldismál þar sem leigubílstjórar eiga í hlut aukast. Eins og greint hefur verið frá eiga 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru af þeim 105 sem voru teknir fyrir af lögreglunni um helgina. Spurður hvort að það komi ekki á óvart að um helmingur leigubílstjóra hafi þannig vankanta á starfsemi sinni að nauðsynlegt sé að gefa út kæru svarar Daníel því neitandi. Mátti búast við enn fleiri kærum „Þetta kemur okkur ekki á óvart. Við vorum búnir að vara við þessu. Reyndar mátti búast við meiri halla á þessu. Eins og til dæmis í Noregi þá er þetta komið niður í alveg einn af tíu bílum sem eru með hlutina í lagi. Þannig að níu af hverjum tíu eru með eitthvað í ólagi,“ segir Daníel. Hann segir að í síðasta mánuði í Osló, höfuðborg Noregs, voru 368 leigubifreiðar stöðvaðar en þá voru 50 ökutæki sett í bann og fimm kyrrsett. Hann segir ástandið hér á landi fara versnandi vegna ákvarðana stjórnvalda og tekur fram að lítið sem ekkert samráð sé haft við Frama. Segir ofbeldi hafa aukist Daníel segir fjölda nýliða ekki hafa hlotið sömu starfsþjálfun og var nauðsynleg áður fyrr og telur að ofbeldismálum þar sem leigubílstjórar eigi í hlut hafi fjölgað. „Það er áreiti, kynferðisleg áreitni og nauðganir í bílum. Hækkað verð. Fjárkúgun,“ segir hann og biðlar til yfirvalda að taka mið af þróuninni erlendis. „Var ekki hlustað á okkur“ Daníel tekur fram að fjöldi leigubílstjóra á landsvísu hafi tvöfaldast síðan ný leigubifreiðalög voru samþykkt á síðasta ári. Hann telur breytinguna hafa skaðleg áhrif á leigubílstjóra og neytendur og skaða ásýnd starfsstéttarinnar. „Tortryggnin bitnar á okkur öllum. Tortryggni sem verður til því að hlutirnir eru ekki í lagi. Við vorum búnir að spá fyrir þessu,“ segir hann og tekur fram að Frami hafi boðist til þess að leiðbeina yfirvöldum við það að leiðrétta markaðinn til hins betra. „Það var ekki hlustað á okkur og því fór sem fór.“ Leigubílar Lögreglumál Tengdar fréttir Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51 Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15 Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá eiga 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru af þeim 105 sem voru teknir fyrir af lögreglunni um helgina. Spurður hvort að það komi ekki á óvart að um helmingur leigubílstjóra hafi þannig vankanta á starfsemi sinni að nauðsynlegt sé að gefa út kæru svarar Daníel því neitandi. Mátti búast við enn fleiri kærum „Þetta kemur okkur ekki á óvart. Við vorum búnir að vara við þessu. Reyndar mátti búast við meiri halla á þessu. Eins og til dæmis í Noregi þá er þetta komið niður í alveg einn af tíu bílum sem eru með hlutina í lagi. Þannig að níu af hverjum tíu eru með eitthvað í ólagi,“ segir Daníel. Hann segir að í síðasta mánuði í Osló, höfuðborg Noregs, voru 368 leigubifreiðar stöðvaðar en þá voru 50 ökutæki sett í bann og fimm kyrrsett. Hann segir ástandið hér á landi fara versnandi vegna ákvarðana stjórnvalda og tekur fram að lítið sem ekkert samráð sé haft við Frama. Segir ofbeldi hafa aukist Daníel segir fjölda nýliða ekki hafa hlotið sömu starfsþjálfun og var nauðsynleg áður fyrr og telur að ofbeldismálum þar sem leigubílstjórar eigi í hlut hafi fjölgað. „Það er áreiti, kynferðisleg áreitni og nauðganir í bílum. Hækkað verð. Fjárkúgun,“ segir hann og biðlar til yfirvalda að taka mið af þróuninni erlendis. „Var ekki hlustað á okkur“ Daníel tekur fram að fjöldi leigubílstjóra á landsvísu hafi tvöfaldast síðan ný leigubifreiðalög voru samþykkt á síðasta ári. Hann telur breytinguna hafa skaðleg áhrif á leigubílstjóra og neytendur og skaða ásýnd starfsstéttarinnar. „Tortryggnin bitnar á okkur öllum. Tortryggni sem verður til því að hlutirnir eru ekki í lagi. Við vorum búnir að spá fyrir þessu,“ segir hann og tekur fram að Frami hafi boðist til þess að leiðbeina yfirvöldum við það að leiðrétta markaðinn til hins betra. „Það var ekki hlustað á okkur og því fór sem fór.“
Leigubílar Lögreglumál Tengdar fréttir Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51 Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15 Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. 17. febrúar 2024 18:51
Fimm leigubílstjórar stöðvaðir og boðaðir í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm leigubílstjórum í nótt sem hafa verið boðaðir í frekari skýrslutöku. Frá þessu er greint í yfirliti yfir verkefni næturinnar. 19. júní 2024 06:15
Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18. júní 2024 15:48