Þreyta vegna umræðunnar um umhverfismál Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júní 2024 20:05 Þátttakendur unnu meðal annars í hópum í dag eftir erindi dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Alltof miklum verðmætum er sóað á Íslandi og má tengja það aukinni velmegun í landinu. Þá eru landsmenn orðnir þreyttir á umræðunni um umhverfismál því hlutirnir gerast svo hægt. Þetta kom meðal annars fram á fundi á Hvolsvelli í dag. Umhverfisstofnun boðaði til fundarsins á veitingastaðnum Midgard til að kynna verkefnið “Saman gegn sóun” og svo voru haldin fróðleg erindi frá heimamönnum um umhverfissmál og hvað er verið að gera til að koma í veg fyrir frekari sóun á verðmætum. Úrgangsforvarnir er orð, sem kom oft fyrir í dag. „Á mannamáli þýðir orðið í rauninni bara það að við þurfum að finna leiðir til að draga úr myndun úrgangs, sem sagt að koma í veg fyrir að rusl verði til. Það þýðir náttúrulega að við þurfum bara að nýta hlutina okkar, vörunar og efnin eins lengi og mögulegt er,” segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Birgitta segist finna þreytu hjá fólki þegar kemur að umræðunni um umhverfismál og endurvinnslu og endurnýtingu. „Líka kannski af því að við erum ekkert að sjá nógu góðan árangur. Til dæmis hérna á Íslandi erum við að framleiða alltof mikið magn af úrgangi, við erum í topp fimm hér í Evrópu skilst mér, sem er ekki gott met.” Og matarsóun er mikil á Íslandi eins og svo víða í heiminum. „Já, það er talað um að við sóum í rauninni einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur, sem er bara skelfing,” segir Birgitta. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar ávarpaði fundargesti. „Saman gegn sóun er nefnilega þannig verkefni, það vinnst ekki nema að við gerum þetta saman, það er bara ekki hægt,” segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. En er mikil sóun í gangi að hennar mati? „Já, hún er alltof mikil og stundum finnst mér forfeður okkar hafa staðið sig aðeins betur. Þau höfðu minna á milli handanna, sem segir okkur það þegar við höfum það betra þá freistumst við til að sóa,” segir Sigrún og bætir við. Ein af glærum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst síðan börnin oft vera algjörlega með þetta í leikskólanum og grunnskólanum,. Þannig að við, sem erum á mínum aldri við þurfum að hugsa okkur vel um og standa okkur sérstaklega vel. Fólk, sem er líka í rekstri fyrirtækja við að innleiða góðar umhverfisáherslur, eins og er svo víða gert, inn í sína starfsemi.” Mikil ánægja var með fundinn á Hvolsvelli á Midgard Base Camp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Umhverfisstofnun boðaði til fundarsins á veitingastaðnum Midgard til að kynna verkefnið “Saman gegn sóun” og svo voru haldin fróðleg erindi frá heimamönnum um umhverfissmál og hvað er verið að gera til að koma í veg fyrir frekari sóun á verðmætum. Úrgangsforvarnir er orð, sem kom oft fyrir í dag. „Á mannamáli þýðir orðið í rauninni bara það að við þurfum að finna leiðir til að draga úr myndun úrgangs, sem sagt að koma í veg fyrir að rusl verði til. Það þýðir náttúrulega að við þurfum bara að nýta hlutina okkar, vörunar og efnin eins lengi og mögulegt er,” segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Birgitta segist finna þreytu hjá fólki þegar kemur að umræðunni um umhverfismál og endurvinnslu og endurnýtingu. „Líka kannski af því að við erum ekkert að sjá nógu góðan árangur. Til dæmis hérna á Íslandi erum við að framleiða alltof mikið magn af úrgangi, við erum í topp fimm hér í Evrópu skilst mér, sem er ekki gott met.” Og matarsóun er mikil á Íslandi eins og svo víða í heiminum. „Já, það er talað um að við sóum í rauninni einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur, sem er bara skelfing,” segir Birgitta. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar ávarpaði fundargesti. „Saman gegn sóun er nefnilega þannig verkefni, það vinnst ekki nema að við gerum þetta saman, það er bara ekki hægt,” segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. En er mikil sóun í gangi að hennar mati? „Já, hún er alltof mikil og stundum finnst mér forfeður okkar hafa staðið sig aðeins betur. Þau höfðu minna á milli handanna, sem segir okkur það þegar við höfum það betra þá freistumst við til að sóa,” segir Sigrún og bætir við. Ein af glærum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst síðan börnin oft vera algjörlega með þetta í leikskólanum og grunnskólanum,. Þannig að við, sem erum á mínum aldri við þurfum að hugsa okkur vel um og standa okkur sérstaklega vel. Fólk, sem er líka í rekstri fyrirtækja við að innleiða góðar umhverfisáherslur, eins og er svo víða gert, inn í sína starfsemi.” Mikil ánægja var með fundinn á Hvolsvelli á Midgard Base Camp.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira