Neita að halda landsleik gegn Ísrael á þjóðarleikvanginum Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. júní 2024 20:00 Rauða djöflarnir leika sína heimaleiki alla jafnan á King Baudouin leikvanginum í Brussel. Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images Borgarstjórn Brussel, höfuðborgar Belgíu, hefur af öryggisástæðum bannað belgíska knattspyrnusambandinu að halda landsleik gegn Ísrael á King Baudouin þjóðarleikvanginum. Mótmæli hafa verið tíð í Brussel síðan átök brutust út fyrir botni Miðjarðarhafs. Landsleikur Belgíu gegn Svíþjóð í október síðastliðnum var stöðvaður í hálfleik vegna stunguárásar á sænska aðdáendur. Leikurinn gegn Ísrael er settur þann 6. september næstkomandi sem hluti af Þjóðadeildinni. Miðasala var stöðvuð fyrir um mánuði síðan og enn er ekki hægt að kaupa miða á leikinn. Óvíst er hvar hann mun fara fram en mögulega þarf það að vera utan landamæra Belgíu, ljóst er í það minnsta að þjóðarleikvangurinn í Brussel verður ekki notaður. „Það er ljóst að ef leikurinn færi fram í höfuðborginni myndi það skapa mikla og óviðráðanlega öryggisógn við áhorfendur, leikmenn, íbúa og lögregluþjóna,“ sagði Benoit Hellings borgarstjóri Brussel. Hann segir ákvörðunina tekna í samráði við lögreglu, ríkisstjórn og knattspyrnusamband Belgíu. Í febrúar síðastliðnum var ákvörðun tekin af borgarstjórn Gent, sem er 55 kílómetra frá Brussel, að KAA Gent myndi leika án áhorfenda í heimaleik sínum gegn Maccabi Haifa í Sambandsdeildinni. Borgarstjórn Brussel bauð belgíska knattspyrnusambandinu ekki slíkt hið sama. „Við vissum að leikurinn við Ísrael yrði líklega spilaður án áhorfenda, og við gátum sætt okkur við það. Öryggið er öllu mikilvægast en við hörmum ákvörðun borgarstjórnar, sem hefur haldið fjölda viðburða, að leyfa okkur ekki að spila á okkar heimavelli,“ sagði í yfirlýsingu belgíska knattspyrnusambandsins. UEFA hefur ekki tjáð sig um málið enn sem komið er. Belgía Átök í Ísrael og Palestínu Belgíski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta UEFA Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Mótmæli hafa verið tíð í Brussel síðan átök brutust út fyrir botni Miðjarðarhafs. Landsleikur Belgíu gegn Svíþjóð í október síðastliðnum var stöðvaður í hálfleik vegna stunguárásar á sænska aðdáendur. Leikurinn gegn Ísrael er settur þann 6. september næstkomandi sem hluti af Þjóðadeildinni. Miðasala var stöðvuð fyrir um mánuði síðan og enn er ekki hægt að kaupa miða á leikinn. Óvíst er hvar hann mun fara fram en mögulega þarf það að vera utan landamæra Belgíu, ljóst er í það minnsta að þjóðarleikvangurinn í Brussel verður ekki notaður. „Það er ljóst að ef leikurinn færi fram í höfuðborginni myndi það skapa mikla og óviðráðanlega öryggisógn við áhorfendur, leikmenn, íbúa og lögregluþjóna,“ sagði Benoit Hellings borgarstjóri Brussel. Hann segir ákvörðunina tekna í samráði við lögreglu, ríkisstjórn og knattspyrnusamband Belgíu. Í febrúar síðastliðnum var ákvörðun tekin af borgarstjórn Gent, sem er 55 kílómetra frá Brussel, að KAA Gent myndi leika án áhorfenda í heimaleik sínum gegn Maccabi Haifa í Sambandsdeildinni. Borgarstjórn Brussel bauð belgíska knattspyrnusambandinu ekki slíkt hið sama. „Við vissum að leikurinn við Ísrael yrði líklega spilaður án áhorfenda, og við gátum sætt okkur við það. Öryggið er öllu mikilvægast en við hörmum ákvörðun borgarstjórnar, sem hefur haldið fjölda viðburða, að leyfa okkur ekki að spila á okkar heimavelli,“ sagði í yfirlýsingu belgíska knattspyrnusambandsins. UEFA hefur ekki tjáð sig um málið enn sem komið er.
Belgía Átök í Ísrael og Palestínu Belgíski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta UEFA Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira