Boston Celtics NBA-meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 06:30 Jaylen Brown og liðsfélagar hans í Boston Celtics fagna titlinum í nótt. Getty/Elsa Boston Celtics endaði sextán ára bið félagsins eftir NBA titli í nótt en liðið tryggði sér sigur í úrslitaeinvíginu á móti Dallas Mavericks með afar sannfærandi átján stiga sigri, 106-88, á heimavelli sínum í Boston. Þetta er átjándi meistaratitill Celtics í sögunni og með því komst félagið fram úr Los Angeles Lakers sem sigursælasta félag NBA-sögunnar. Boston hafði ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008 og aðeins einu sinni á síðustu 37 árum. Tvíeykið Jayson Tatum og Jaylen Brown áttu báðir mjög góðan leik. Tatum var með 31 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst en Brown skoraði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. The #NBAFinals MVP put on the finishing touches in Game 5!21 PTS8 REB6 AST2 STL1 Larry O'Brien Trophy 1 Bill Russell Trophy @FCHWPO, NBA Champion 🏆 pic.twitter.com/iH4Be4WfOh— NBA (@NBA) June 18, 2024 Brown var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann var með 20,8 stig, 5,4 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum fimm auk þess að hafa það vandasama hlutverk að dekka súperstjörnu Dallas, Luka Doncic. Boston gat tryggt sér titillinn í fjórða leiknum á föstudaginn en átti þá sinn versta leik á leiktíðinni. Það var ekkert svoleiðis á dagskrá í nótt því Boston keyrði yfir Mavericks menn frá fyrstu mínútu. Liðið vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 28-18, og var komið 21 stigi yfir í hálfleik, 67-46. HUGE GAME 5 FOR JAYSON TATUM.HE'S NOW AN NBA CHAMPION.31p | 11a | 8r | 2s | 🏆@playstation #PlayHasNoLimits pic.twitter.com/3dKMiP6qd0— NBA (@NBA) June 18, 2024 Boston landaði sigrinum örugglega í seinni hálfleiknum og vann þar með úrslitaeinvígið 4-1. Liðið vann enn fremur 16 af 19 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Aðeins eitt lið hefur náð betra sigurhlutfalli í úrslitakeppninni frá 2003 eða síðan að vinna þurftu sextán leiki til að vinna titilinn. Golden State Warriors vann 16 af 17 leikjum sínum árið 2017. Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar en hitti aðeins úr 2 af 9 þriggja stiga skotum og aðeins úr 2 af 5 vítum. Hann var líka með sjö tapaða bolta. Kyrie Irving var með 15 stig og 9 stoðsendingar en hélt uppteknum hætti og hitti illa á gamla heimavelli sínum í Boston. How often does your backcourt give you 19 boards and 2 blocks in an #NBAFinals closeout game?These Celtics guards are something special.@Jrue_Holiday11: 15 PTS, 11 REB, 4 AST, 1 BLK@Dwhite921: 14 PTS, 8 REB, 4 3PM, 2 STL, 1 BLK pic.twitter.com/Vg5sXFCvKc— NBA (@NBA) June 18, 2024 Þetta Boston lið hefur verið lengi á leiðinni að titlinum enda með flott lið síðustu ár. Liðið tapaði í úrslitum Austurdeildarinnar í sjöunda leik í fyrra og tapaði fyrir Warriors í úrslitaeinvíginu árið 2022. Ekkert félag hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppninni undanfarin átta ár. Þeir Tatum og Brown voru líka búnir að spila 107 leiki saman í úrslitakeppninni án þess að vinna titilinn sem var met. Nú er allt svoleiðis tal hins vegar úr sögunni og Boston Celtics er loksins kominn á toppinn á nýjan leik. Nú þegar þessi titill er í höfn eftir mjög sannfærandi frammistöðu allt tímabilið er allt til alls í Boston til að vinna fleiri titla á næstu árum. Boston hefur sett saman frábært lið sem er þegar farið að banka á dyrnar sem eitt það besta í sögunni. Með fleiri titlum á næstu árum væri ekki hægt að mótmæla því mikið að þeir teljist með í þeim eftirsótta hópi. Jayson Tatum was mic'd up as he won his first NBA Championship.It was unreal. 🔊💚 pic.twitter.com/v8yWX4QeNg— NBA (@NBA) June 18, 2024 NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
Þetta er átjándi meistaratitill Celtics í sögunni og með því komst félagið fram úr Los Angeles Lakers sem sigursælasta félag NBA-sögunnar. Boston hafði ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008 og aðeins einu sinni á síðustu 37 árum. Tvíeykið Jayson Tatum og Jaylen Brown áttu báðir mjög góðan leik. Tatum var með 31 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst en Brown skoraði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. The #NBAFinals MVP put on the finishing touches in Game 5!21 PTS8 REB6 AST2 STL1 Larry O'Brien Trophy 1 Bill Russell Trophy @FCHWPO, NBA Champion 🏆 pic.twitter.com/iH4Be4WfOh— NBA (@NBA) June 18, 2024 Brown var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann var með 20,8 stig, 5,4 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum fimm auk þess að hafa það vandasama hlutverk að dekka súperstjörnu Dallas, Luka Doncic. Boston gat tryggt sér titillinn í fjórða leiknum á föstudaginn en átti þá sinn versta leik á leiktíðinni. Það var ekkert svoleiðis á dagskrá í nótt því Boston keyrði yfir Mavericks menn frá fyrstu mínútu. Liðið vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 28-18, og var komið 21 stigi yfir í hálfleik, 67-46. HUGE GAME 5 FOR JAYSON TATUM.HE'S NOW AN NBA CHAMPION.31p | 11a | 8r | 2s | 🏆@playstation #PlayHasNoLimits pic.twitter.com/3dKMiP6qd0— NBA (@NBA) June 18, 2024 Boston landaði sigrinum örugglega í seinni hálfleiknum og vann þar með úrslitaeinvígið 4-1. Liðið vann enn fremur 16 af 19 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Aðeins eitt lið hefur náð betra sigurhlutfalli í úrslitakeppninni frá 2003 eða síðan að vinna þurftu sextán leiki til að vinna titilinn. Golden State Warriors vann 16 af 17 leikjum sínum árið 2017. Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar en hitti aðeins úr 2 af 9 þriggja stiga skotum og aðeins úr 2 af 5 vítum. Hann var líka með sjö tapaða bolta. Kyrie Irving var með 15 stig og 9 stoðsendingar en hélt uppteknum hætti og hitti illa á gamla heimavelli sínum í Boston. How often does your backcourt give you 19 boards and 2 blocks in an #NBAFinals closeout game?These Celtics guards are something special.@Jrue_Holiday11: 15 PTS, 11 REB, 4 AST, 1 BLK@Dwhite921: 14 PTS, 8 REB, 4 3PM, 2 STL, 1 BLK pic.twitter.com/Vg5sXFCvKc— NBA (@NBA) June 18, 2024 Þetta Boston lið hefur verið lengi á leiðinni að titlinum enda með flott lið síðustu ár. Liðið tapaði í úrslitum Austurdeildarinnar í sjöunda leik í fyrra og tapaði fyrir Warriors í úrslitaeinvíginu árið 2022. Ekkert félag hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppninni undanfarin átta ár. Þeir Tatum og Brown voru líka búnir að spila 107 leiki saman í úrslitakeppninni án þess að vinna titilinn sem var met. Nú er allt svoleiðis tal hins vegar úr sögunni og Boston Celtics er loksins kominn á toppinn á nýjan leik. Nú þegar þessi titill er í höfn eftir mjög sannfærandi frammistöðu allt tímabilið er allt til alls í Boston til að vinna fleiri titla á næstu árum. Boston hefur sett saman frábært lið sem er þegar farið að banka á dyrnar sem eitt það besta í sögunni. Með fleiri titlum á næstu árum væri ekki hægt að mótmæla því mikið að þeir teljist með í þeim eftirsótta hópi. Jayson Tatum was mic'd up as he won his first NBA Championship.It was unreal. 🔊💚 pic.twitter.com/v8yWX4QeNg— NBA (@NBA) June 18, 2024
NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira