Annað ljótt brot á Caitlin Clark orðið að fjölmiðlafári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 17:01 Angel Reese lét Caitlin Clark finna vel fyrir sér og brotið hefur fengið mikla umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum. Getty/Emilee Chinn Einvígi tveggja körfuboltakvenna á fyrsta ári í WNBA heldur áfram að búa til fyrirsagnir í bandarískum fjölmiðlum. Caitlin Clark og Angel Reese mættust öðru sinni í WNBA deildinni í körfubolta í gær en þær spila með liðum Indiana Fever og Chicago Sky. Það vantar ekki umfjöllunina um leikinn hinum megin við Atlantshafið. Clark og félagar í Indiana Fever fögnuðu sigri eins og síðast, nú 91-83, en mesta athygli hefur vakið gróft brot Reese á Clark sem og það að Reese kvartaði mikið yfir sérmeðferð frá dómurunum eftir leik. Angel Reese is Bill Laimbeer and Caitlin Clark is Larry Bird. That’s all you need to know. It’s not that complicated. pic.twitter.com/NDNMYnIPvh— Super 70s Sports (@Super70sSports) June 16, 2024 Reese sló þá í höfuð Clark þegar hún var á leiðinni í sniðskot og fékk á sig fyrir það óíþróttamannslega villu. „Ég stjórna ekki dómurunum. Þeir höfðu mikil áhrif á leikinn í kvöld. Ég er alltaf að reyna við boltann. Þið eigið samt eftir að sýna þetta tuttugu sinnum í kvöld,“ sagði Reese. Það var líka rétt hjá henni. Myndband af brotinu hefur verið sýnt margoft á sjónvarpsstöðvunum, meira segja á CNN. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) „Mér fannst við fara mörgum sinnum af krafti á körfuna en við fengum ekki marga dóma með okkur. Ég hef séð nokkur af þessum atvikum aftur og þeir voru að missa af dómum. Það er eins og sumir fá sérstaka meðferð frá dómurunum,“ sagði Reese og var án efa að vísa til Clark. Clark talaði þó máli Reese eftir leik og sagði að hún hefði bara verið að reyna við boltann. „Þetta er bara hluti af körfuboltanum. Það er bara þannig. Hún var að reyna að verja skotið og svona gerist,“ sagði Clark. Í fyrri leik liðanna var mikið gert úr því þegar Chennedy Carter braut illa á Clark þegar boltinn var ekki í leik sem og að Reese fagnaði því broti á hliðarlínunni. Clark átti mjög flottan leik en hún skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar, tók 8 fráköst og varði 2 skot. Enginn nýliði hafði áður náð því í einum leik í WNBA. Reese var síðan með 11 stig, 13 fráköst og stoðsendingar. Þessir tveir nýliðar í WNBA deildinni halda áfram að búa til fyrirsagnir og það góða við allt þetta er að þær mætast aftur á sunnudaginn kemur og sá leikur mun eflaust vekja gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Caitlin Clark and Angel Reese both agreed Reese's flagrant 1 was nothing more than a basketball play 🤝 pic.twitter.com/JcZztBN969— Bleacher Report (@BleacherReport) June 16, 2024 WNBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Caitlin Clark og Angel Reese mættust öðru sinni í WNBA deildinni í körfubolta í gær en þær spila með liðum Indiana Fever og Chicago Sky. Það vantar ekki umfjöllunina um leikinn hinum megin við Atlantshafið. Clark og félagar í Indiana Fever fögnuðu sigri eins og síðast, nú 91-83, en mesta athygli hefur vakið gróft brot Reese á Clark sem og það að Reese kvartaði mikið yfir sérmeðferð frá dómurunum eftir leik. Angel Reese is Bill Laimbeer and Caitlin Clark is Larry Bird. That’s all you need to know. It’s not that complicated. pic.twitter.com/NDNMYnIPvh— Super 70s Sports (@Super70sSports) June 16, 2024 Reese sló þá í höfuð Clark þegar hún var á leiðinni í sniðskot og fékk á sig fyrir það óíþróttamannslega villu. „Ég stjórna ekki dómurunum. Þeir höfðu mikil áhrif á leikinn í kvöld. Ég er alltaf að reyna við boltann. Þið eigið samt eftir að sýna þetta tuttugu sinnum í kvöld,“ sagði Reese. Það var líka rétt hjá henni. Myndband af brotinu hefur verið sýnt margoft á sjónvarpsstöðvunum, meira segja á CNN. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) „Mér fannst við fara mörgum sinnum af krafti á körfuna en við fengum ekki marga dóma með okkur. Ég hef séð nokkur af þessum atvikum aftur og þeir voru að missa af dómum. Það er eins og sumir fá sérstaka meðferð frá dómurunum,“ sagði Reese og var án efa að vísa til Clark. Clark talaði þó máli Reese eftir leik og sagði að hún hefði bara verið að reyna við boltann. „Þetta er bara hluti af körfuboltanum. Það er bara þannig. Hún var að reyna að verja skotið og svona gerist,“ sagði Clark. Í fyrri leik liðanna var mikið gert úr því þegar Chennedy Carter braut illa á Clark þegar boltinn var ekki í leik sem og að Reese fagnaði því broti á hliðarlínunni. Clark átti mjög flottan leik en hún skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar, tók 8 fráköst og varði 2 skot. Enginn nýliði hafði áður náð því í einum leik í WNBA. Reese var síðan með 11 stig, 13 fráköst og stoðsendingar. Þessir tveir nýliðar í WNBA deildinni halda áfram að búa til fyrirsagnir og það góða við allt þetta er að þær mætast aftur á sunnudaginn kemur og sá leikur mun eflaust vekja gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Caitlin Clark and Angel Reese both agreed Reese's flagrant 1 was nothing more than a basketball play 🤝 pic.twitter.com/JcZztBN969— Bleacher Report (@BleacherReport) June 16, 2024
WNBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins