Lýðheilsufræðingar segja aukið aðgengi að áfengi alvarlegt mál Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 16:55 Félag lýðheilsufræðinga segir að upp sé komin alvarleg staða í samfélaginu, með tilliti til aukins aðgengis að áfengi í gegnum netverslanir Vísir/Vilhelm Félag lýðheilsufræðinga hefur gefið út yfirlýsingu vegna aukins aðgengis að áfengi, þar sem þeir segja að upp sé komin alvarleg staða í samfélaginu. Aukningin sem hafi orðið á aðgengi að áfengi sé þvert á lýðheilsustefnu og brjóti í bága við lög í landinu. „Skaðsemi áfengis er vel þekkt og ítarlega rannsökuð. Mikilvægt er að beita virkum aðgerðum til að takmarka þann skaða sem áfengisnotkun veldur bæði einstaklingum og samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Áfengi sé engin venjuleg neysluvara, og aðgangsstýring sé ein mikilvægasta leiðin til þess að vernda heilsu einstaklinga og lýðheilsu almennt. Ísland í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum Þá segir að Ísland hafi verið í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum varðandi lög og reglugerðir um sölu og markaðssetningu áfengis. Rannsóknir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi sýni að gríðarleg aukning hafi orðið í netsölu áfengis ásamt markaðssetningu áfengis í gegnum netmiðla sem erfitt sé að stýra. Þá er orð haft á því að áfengisauglýsingar séu orðnar mjög áberandi á samfélagsmiðlum hér á landi, þrátt fyrir að bannað sé með lögum að auglýsa áfengi. Börn eigi auðvelt með að versla við netverslanir Lýðheilsufræðingarnir segja að í rannsóknum hafi verið sýnt fram á það að börn eigi auðvelt með að komast hjá hindrunum, bæði við kaup og við afhendingu áfengis úr netverslunum, en vísað er í sömu rannsóknir og áður í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi. Lýðheilsufræðingar segja að ríkið sé betur til þess fallið en einkaaðilar, að framfylgja lýðheilsumarkmiðum stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þá sé hætta á því að þau sem selja áfengi á frjálsum markaði hafi eigin arðsemi fyrst og fremst í huga og séu því ekki æskilegir hagsmunaaðilar til að gæta að aðgengi barna og viðkvæmra hópa. Ríkið sé betur til þess fallið að framfylgja lýðheilsustefnu stjórnvalda. Að lokum lýsa lýðheilsufræðingarnir því yfir að þeir taki undir sambærilegar yfirlýsingar sem birst hafa á síðustu dögum. Vísar er í fjórar aðrar yfirlýsingar: Frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum Frá Læknafélagi Íslands Frá Láru G. Sigurðardóttur Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
„Skaðsemi áfengis er vel þekkt og ítarlega rannsökuð. Mikilvægt er að beita virkum aðgerðum til að takmarka þann skaða sem áfengisnotkun veldur bæði einstaklingum og samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Áfengi sé engin venjuleg neysluvara, og aðgangsstýring sé ein mikilvægasta leiðin til þess að vernda heilsu einstaklinga og lýðheilsu almennt. Ísland í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum Þá segir að Ísland hafi verið í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum varðandi lög og reglugerðir um sölu og markaðssetningu áfengis. Rannsóknir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi sýni að gríðarleg aukning hafi orðið í netsölu áfengis ásamt markaðssetningu áfengis í gegnum netmiðla sem erfitt sé að stýra. Þá er orð haft á því að áfengisauglýsingar séu orðnar mjög áberandi á samfélagsmiðlum hér á landi, þrátt fyrir að bannað sé með lögum að auglýsa áfengi. Börn eigi auðvelt með að versla við netverslanir Lýðheilsufræðingarnir segja að í rannsóknum hafi verið sýnt fram á það að börn eigi auðvelt með að komast hjá hindrunum, bæði við kaup og við afhendingu áfengis úr netverslunum, en vísað er í sömu rannsóknir og áður í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi. Lýðheilsufræðingar segja að ríkið sé betur til þess fallið en einkaaðilar, að framfylgja lýðheilsumarkmiðum stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þá sé hætta á því að þau sem selja áfengi á frjálsum markaði hafi eigin arðsemi fyrst og fremst í huga og séu því ekki æskilegir hagsmunaaðilar til að gæta að aðgengi barna og viðkvæmra hópa. Ríkið sé betur til þess fallið að framfylgja lýðheilsustefnu stjórnvalda. Að lokum lýsa lýðheilsufræðingarnir því yfir að þeir taki undir sambærilegar yfirlýsingar sem birst hafa á síðustu dögum. Vísar er í fjórar aðrar yfirlýsingar: Frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum Frá Læknafélagi Íslands Frá Láru G. Sigurðardóttur
Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira