Gerræði ráðherranna Ólafur Stephensen skrifar 12. júní 2024 16:30 Ósætti við ríkisstjórnarborðið er byrjað að bitna á starfsumhverfi fyrirtækjanna í landinu. Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa hver sína skoðunina á því hvort tiltekin atvinnustarfsemi eigi að vera lögleg eða ekki og stjórnarliðið getur ekki náð saman um lagabreytingar, leiðir það til gerræðislegra vinnubragða þar sem réttindi fyrirtækja eru fótum troðin af því að starfsemin er ráðherrunum ekki þóknanleg. Um þetta höfum við tvö dæmi frá síðustu dögum. Vanþóknun á löglegum hvalveiðum Það fyrra er af matvælaráðherranum, sem vikum saman dró að taka ákvörðun um að gefa út leyfi til hvalveiða, en það er atvinnustarfsemi sem ráðherranum er ekki pólitískt þóknanleg. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að forvera Bjarkeyjar Olsen í embætti hefði ekki verið lagalega stætt á að fresta upphafi hvalveiðivertíðar í fyrra. Seint og um síðir gaf Bjarkey út leyfi til hvalveiða og tók fram að hún væri nauðbeygð til þess lögum samkvæmt, en annars vegar gefur hún leyfið út alltof seint og hins vegar gildir það aðeins í 204 daga. Hver treystir sér til að reka fyrirtæki þar sem reksturinn er leyfilegur í innan við sjö mánuði í senn? Þetta er ömurlegur hráskinnaleikur. Ráðherra reynir að knýja fram nýja niðurstöðu hjá lögreglunni Síðara dæmið er af fjármálaráðherranum, sem ræðst á fyrirtæki sem selja áfengi á netinu. Það er starfsgrein, sem er ráðherranum ekki pólitískt þóknanleg. Um hana ríkir vissulega lagalegur óskýrleiki, en það mætti heita sérkennileg löggjöf, sem leyfði íslenzkum neytendum að kaupa áfengi af erlendum netverzlunum en bannaði þeim að verzla við fyrirtæki með tengsl við Ísland. Starfsemi netverzlana með áfengi hefur ítrekað verið kærð til lögreglu, án þess að gripið hafi verið til aðgerða gegn þeim. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins hefur stefnt netverzlunum fyrir dóm en málinu var vísað frá dómi. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, dró þá eðlilegu ályktun að netverzlun með áfengi væri lögleg og lýsti því yfir opinberlega. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði nýlega að þeir sem hefðu áhuga á að stunda þessi viðskipti yrðu að fá betri svör frá löggjafanum um þær reglur sem um þau ættu að gilda. Reynt að fá lögregluna með í pólitíkina Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hins vegar skrifað lögreglunni bréf með þeirri lagatúlkun sinni að netverzlun með áfengi sé bönnuð. Bréfið verður ekki skilið með neinum öðrum hætti en að ráðherrann blandi sér í störf lögreglunnar og reyni að fá hana til að komast að annarri niðurstöðu í málum netverzlana með áfengi en hún hafði áður gert. Með öðrum orðum reynir ráðherra, sem hefur þá pólitísku skoðun að tiltekin atvinnustarfsemi ætti að vera ólögleg, að fá lögregluna til að taka undir hana með sér. Þetta minnir á vinnubrögð ráðamanna í ríkjum sem kenna sig hvorki við réttarríki né frjálslynt lýðræði, nema þá í orði kveðnu. Það er gott að dómsmálaráðuneytið hefur nú áréttað að ráðherrar segi lögreglunni ekki fyrir verkum – en fjármálaráðherrann hefur auðvitað náð því fram sem hann ætlaði sér; að fæla fyrirtæki frá því að fara út í þessa atvinnustarfsemi af ótta við viðbrögð yfirvalda.Af hverju breyta þau ekki lögunum?Með þessum aðferðum leitast ráðherrarnir fyrst og fremst við að afla sér vinsælda meðal þeirra sem eru sömu pólitísku skoðunar og er sama þótt það raungerist á kostnað réttarríkisins. Við skulum hins vegar vona að það sé fámennur kjósendahópur. Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum.Bæði Bjarkey og Sigurður Ingi eru í aðstöðu til að leggja fram frumvörp um breytingu á lögum. Bjarkey gæti lagt fram frumvarp um að banna hvalveiðar og Sigurður Ingi gæti lagt fram frumvarp sem kvæði skýrt á um að þótt EES-samningurinn leyfi Íslendingum að kaupa áfengi af evrópskum netverzlunum, sé harðbannað að kaupa áfengi af fyrirtækjum með tengsl við Ísland. Það er reyndar vafamál hvort slíkt frumvarp stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.Fremur en að beita sér fyrir breyttu regluverki á vettvangi Alþingis beita ráðherrarnir hins vegar stjórnsýslulegum bellibrögðum sem eiga ekki heima í réttarríki þar sem fyrirtæki eiga að geta treyst því að búa við skýrt regluverk og fyrirsjáanleika. Íslenzkt atvinnulíf getur ekki með nokkru móti búið við stjórnarhætti af þessu tagi og talsmenn þess eiga að mótmæla þeim harðlega.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ósætti við ríkisstjórnarborðið er byrjað að bitna á starfsumhverfi fyrirtækjanna í landinu. Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa hver sína skoðunina á því hvort tiltekin atvinnustarfsemi eigi að vera lögleg eða ekki og stjórnarliðið getur ekki náð saman um lagabreytingar, leiðir það til gerræðislegra vinnubragða þar sem réttindi fyrirtækja eru fótum troðin af því að starfsemin er ráðherrunum ekki þóknanleg. Um þetta höfum við tvö dæmi frá síðustu dögum. Vanþóknun á löglegum hvalveiðum Það fyrra er af matvælaráðherranum, sem vikum saman dró að taka ákvörðun um að gefa út leyfi til hvalveiða, en það er atvinnustarfsemi sem ráðherranum er ekki pólitískt þóknanleg. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að forvera Bjarkeyjar Olsen í embætti hefði ekki verið lagalega stætt á að fresta upphafi hvalveiðivertíðar í fyrra. Seint og um síðir gaf Bjarkey út leyfi til hvalveiða og tók fram að hún væri nauðbeygð til þess lögum samkvæmt, en annars vegar gefur hún leyfið út alltof seint og hins vegar gildir það aðeins í 204 daga. Hver treystir sér til að reka fyrirtæki þar sem reksturinn er leyfilegur í innan við sjö mánuði í senn? Þetta er ömurlegur hráskinnaleikur. Ráðherra reynir að knýja fram nýja niðurstöðu hjá lögreglunni Síðara dæmið er af fjármálaráðherranum, sem ræðst á fyrirtæki sem selja áfengi á netinu. Það er starfsgrein, sem er ráðherranum ekki pólitískt þóknanleg. Um hana ríkir vissulega lagalegur óskýrleiki, en það mætti heita sérkennileg löggjöf, sem leyfði íslenzkum neytendum að kaupa áfengi af erlendum netverzlunum en bannaði þeim að verzla við fyrirtæki með tengsl við Ísland. Starfsemi netverzlana með áfengi hefur ítrekað verið kærð til lögreglu, án þess að gripið hafi verið til aðgerða gegn þeim. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins hefur stefnt netverzlunum fyrir dóm en málinu var vísað frá dómi. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, dró þá eðlilegu ályktun að netverzlun með áfengi væri lögleg og lýsti því yfir opinberlega. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði nýlega að þeir sem hefðu áhuga á að stunda þessi viðskipti yrðu að fá betri svör frá löggjafanum um þær reglur sem um þau ættu að gilda. Reynt að fá lögregluna með í pólitíkina Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hins vegar skrifað lögreglunni bréf með þeirri lagatúlkun sinni að netverzlun með áfengi sé bönnuð. Bréfið verður ekki skilið með neinum öðrum hætti en að ráðherrann blandi sér í störf lögreglunnar og reyni að fá hana til að komast að annarri niðurstöðu í málum netverzlana með áfengi en hún hafði áður gert. Með öðrum orðum reynir ráðherra, sem hefur þá pólitísku skoðun að tiltekin atvinnustarfsemi ætti að vera ólögleg, að fá lögregluna til að taka undir hana með sér. Þetta minnir á vinnubrögð ráðamanna í ríkjum sem kenna sig hvorki við réttarríki né frjálslynt lýðræði, nema þá í orði kveðnu. Það er gott að dómsmálaráðuneytið hefur nú áréttað að ráðherrar segi lögreglunni ekki fyrir verkum – en fjármálaráðherrann hefur auðvitað náð því fram sem hann ætlaði sér; að fæla fyrirtæki frá því að fara út í þessa atvinnustarfsemi af ótta við viðbrögð yfirvalda.Af hverju breyta þau ekki lögunum?Með þessum aðferðum leitast ráðherrarnir fyrst og fremst við að afla sér vinsælda meðal þeirra sem eru sömu pólitísku skoðunar og er sama þótt það raungerist á kostnað réttarríkisins. Við skulum hins vegar vona að það sé fámennur kjósendahópur. Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum.Bæði Bjarkey og Sigurður Ingi eru í aðstöðu til að leggja fram frumvörp um breytingu á lögum. Bjarkey gæti lagt fram frumvarp um að banna hvalveiðar og Sigurður Ingi gæti lagt fram frumvarp sem kvæði skýrt á um að þótt EES-samningurinn leyfi Íslendingum að kaupa áfengi af evrópskum netverzlunum, sé harðbannað að kaupa áfengi af fyrirtækjum með tengsl við Ísland. Það er reyndar vafamál hvort slíkt frumvarp stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.Fremur en að beita sér fyrir breyttu regluverki á vettvangi Alþingis beita ráðherrarnir hins vegar stjórnsýslulegum bellibrögðum sem eiga ekki heima í réttarríki þar sem fyrirtæki eiga að geta treyst því að búa við skýrt regluverk og fyrirsjáanleika. Íslenzkt atvinnulíf getur ekki með nokkru móti búið við stjórnarhætti af þessu tagi og talsmenn þess eiga að mótmæla þeim harðlega.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun