Íhuga að virða tímamótadóm að vettugi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 10:17 Nokkrar konur úr hópnum sem stefndi svissneska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum og hafði sigur í vor. Vísir/EPA Neðri deild svissneska þingsins greiðir atkvæði um tillögu um að stjórnvöld hunsi tímamótadóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að þau yrðu að gera meira til þess að draga úr hnatttrænni hlýnun. Þingmenn saka dómstólinn um inngrip í innri málefni landsins. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að svissnesk stjórnvöld hefðu troðið á mannréttindum eldri kvenna með aðgerðarleysi í loftslagsmálum í apríl. Það var fyrsti dómur alþjóðadómstóls í máli sem tengdist loftslagsbreytingum af völdum manna. Efri deild svissneska þingsins samþykkti þingsályktun fyrr í þessum mánuði þar sem þingdeildin gagnrýndi dómstólinn og fullyrti að engin ástæða væri til að gera meira í loftslagsmálum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stærsti flokkur landsins, Svissneski lýðflokkurinn (SVP), segist ætla að styðja ályktunina sem liggur fyrir í neðri deildinni. Umhverfisráðherra landsins hefur einnig gert lítið úr þýðingu dómsins. Ekkert aðildarríki Evrópuráðsins hefur nokkru sinni hunsað dóm Mannréttindadómstólsins. Isabela Keuschnigg, fræðimaður við Hagfræðiskólann í London (LSE), segir að það setti slæmt fordæmi ef svissnesk yfirvöld leiddu dóminn hjá sér. Það græfi undan löglegu eftirliti með lýðræðislegum stjórnarháttum. „Ákveðin ríki munu reyna að vísa til tregðu Sviss og segja: „Ef Sviss fylgir ekki [dómi], af hverju ættum við að gera það,“ segir Helen Keller, svissneskur fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn. Sérfræðingar segja þó ekki óvanalegt að það taki ríki langan tíma að framfylgja dómum Mannréttindadómstólsins. Það taki að meðaltali sex ár. Það geti haft verulegar pólitískar afleiðingar í för með sér fyrir ríki að hunsa dóma. Í ítrustu tilfellum gæti þau átt yfir höfði sér að vera sparkað úr Evrópuráðinu. Sviss Mannréttindadómstóll Evrópu Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að svissnesk stjórnvöld hefðu troðið á mannréttindum eldri kvenna með aðgerðarleysi í loftslagsmálum í apríl. Það var fyrsti dómur alþjóðadómstóls í máli sem tengdist loftslagsbreytingum af völdum manna. Efri deild svissneska þingsins samþykkti þingsályktun fyrr í þessum mánuði þar sem þingdeildin gagnrýndi dómstólinn og fullyrti að engin ástæða væri til að gera meira í loftslagsmálum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stærsti flokkur landsins, Svissneski lýðflokkurinn (SVP), segist ætla að styðja ályktunina sem liggur fyrir í neðri deildinni. Umhverfisráðherra landsins hefur einnig gert lítið úr þýðingu dómsins. Ekkert aðildarríki Evrópuráðsins hefur nokkru sinni hunsað dóm Mannréttindadómstólsins. Isabela Keuschnigg, fræðimaður við Hagfræðiskólann í London (LSE), segir að það setti slæmt fordæmi ef svissnesk yfirvöld leiddu dóminn hjá sér. Það græfi undan löglegu eftirliti með lýðræðislegum stjórnarháttum. „Ákveðin ríki munu reyna að vísa til tregðu Sviss og segja: „Ef Sviss fylgir ekki [dómi], af hverju ættum við að gera það,“ segir Helen Keller, svissneskur fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn. Sérfræðingar segja þó ekki óvanalegt að það taki ríki langan tíma að framfylgja dómum Mannréttindadómstólsins. Það taki að meðaltali sex ár. Það geti haft verulegar pólitískar afleiðingar í för með sér fyrir ríki að hunsa dóma. Í ítrustu tilfellum gæti þau átt yfir höfði sér að vera sparkað úr Evrópuráðinu.
Sviss Mannréttindadómstóll Evrópu Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira