Á að hundsa öll viðvörunarljós? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 11. júní 2024 10:30 „Botninum líklega ekki náð“ sagði höfundur nýrrar skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. Tryggvi Hjaltason sem vann skýrsluna segir það hafa reynst erfitt þegar hann rýndi allar skólarannsóknir að allar báru þær að sama brunni. Engu hafi skipt hvaða rannsókn var skoðuð. Mælingin var alltaf slæm og síðasta mælingin var alltaf sú versta. Þessu sé ekki hægt að lýsa öðruvísi en sem hruni. Og botninum sennilega ekki náð. Þetta er ótrúleg lýsing og það er að sama skapi ótrúlegt hve lítil viðbrögð þessi alvarlega staða hefur vakið. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kveðst bjartsýnn á að ný skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu muni skila góðum árangri. Á hverju þessu bjartsýni byggir er hins vegar óljóst. Drengir verða af tækifærum Drengir í íslensku skólakerfi standa sig mun verr í námi en drengir í nágrannalöndum okkar. Brottfall drengja úr framhaldsskóla er mest hérlendis í samanburði við Vesturlönd og minnstar líkur á að drengir ljúki framhaldsnámi. Kennarar lýsa því að brottfall drengja sé meira hjá strákum en stelpum meðal annars vegna þess að þeir eiga erfiðara með að tjá sig. Þá skorti karlkyns fyrirmyndir við kennslu og fjölbreyttara námsefni. Skýrslan ber með sér að stjórnvöld hafa brugðist drengjum og ekki síður að stjórnvöld hafa brugðist kennurum. Miklar kröfur eru gerðar til kennara sem hafa hins vegar ekki fengið þann nauðsynlega stuðning í starfi sem þeir þurfa. Það er lýsandi fyrir stöðuna að brottfall nýrra kennara úr starfi er töluvert – sem speglar hversu erfitt starfsumhverfið er. Á þessu bera stjórnvöld auðvitað höfuðábyrgð. Geta ekki lesið sér til gagns Þessi nýjasta skýrsla dregur því miður fram sömu alvarlegu stöðu og síðasta PISA mæling, þar sem kom fram að 40% 15 ára barna geta ekki lesið sér til gagns. Þar eins og í öðrum samanburðargögnum skrapar Ísland botninn í alþjóðlegum samanburði. Lesskilningur er undirstaða tungumálsins okkar – og lélegur lesskilningur takmarkar getu barna til þátttöku í samfélaginu. Þetta háa hlutfall barna sem ekki getur lesið sér til gagns ætti að halda fyrir okkur vöku því þetta hlutfall sýnir að stór hópur barna situr eftir á Íslandi og verður af tækifærum. En þetta þarf auðvitað ekki að vera svona. Skólinn á að vera okkar besta jöfnunartæki, en til að þetta jöfnunartæki virki þarf að passa upp á að kennarar fái að gera það sem þeir gera best: að kenna. Í nýlegum heimsóknum þingflokks Viðreisnar í grunnskóla og framhaldsskóla fundum við þann kraft og mikla metnað sem einkennir kennara og starfsfólk skólanna. Kennarar eiga skilið að fá að verja kröftum sínum við að kenna við betri aðstæður. Kennarinn sem breytir lífi barns Við þekkjum flest kennara sem breyttu lífi okkar. Kennara sem ljómuðu af hugsjón fyrir starfinu. Þeir eiga skilið að um þessa alvarlegu stöðu sé rætt og að brugðist sé við með tafarlausum og markvissum aðgerðum í þágu skólanna. Þessir kennarar eiga skilið að stjórnvöld meti þá að verðleikum. Að brugðist sé við grafalvarlegum niðurstöðum sem allar eru á eina lund. Kennarinn á að fá rými til að vera kennari og rými til að halda áfram að breyta lífi barnsins til góðs og að stjórnvöld séu skýr um það markmið að skólarnir verði okkar besta jöfnunartæki. Setja þarf aukinn kraft í gerð námsefnis í íslenskum skólum. Víða í skólakerfinu er hópastærð eða bekkjastærð vandamál. Of mörg börn eru saman í kennslustund. Og auðvitað hefur áhrif að samræmdar mælingar skortir – þannig að skólastarf er eins og í blindflugi. Mælingar eru stuðningstæki og þær á ekki að hræðast. Það er kominn tími á að stjórnvöld og stjórnmálin axli sína ábyrgð í skólamálum. Það geta þau gert með því að veita skólunum þá athygli sem skólanir eiga skilið og með því að víkja sér ekki undan því að skapa skólunum umgjörð sem gerir fagfólki kleift að mæta eigin metnaði. Menntakerfið á að þjóna því hlutverki að auka tækifæri barna í samfélaginu. Og það er stjórnvalda að sjá til þess að skólarnir fái tækifæri til þess að gera það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Botninum líklega ekki náð“ sagði höfundur nýrrar skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. Tryggvi Hjaltason sem vann skýrsluna segir það hafa reynst erfitt þegar hann rýndi allar skólarannsóknir að allar báru þær að sama brunni. Engu hafi skipt hvaða rannsókn var skoðuð. Mælingin var alltaf slæm og síðasta mælingin var alltaf sú versta. Þessu sé ekki hægt að lýsa öðruvísi en sem hruni. Og botninum sennilega ekki náð. Þetta er ótrúleg lýsing og það er að sama skapi ótrúlegt hve lítil viðbrögð þessi alvarlega staða hefur vakið. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kveðst bjartsýnn á að ný skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu muni skila góðum árangri. Á hverju þessu bjartsýni byggir er hins vegar óljóst. Drengir verða af tækifærum Drengir í íslensku skólakerfi standa sig mun verr í námi en drengir í nágrannalöndum okkar. Brottfall drengja úr framhaldsskóla er mest hérlendis í samanburði við Vesturlönd og minnstar líkur á að drengir ljúki framhaldsnámi. Kennarar lýsa því að brottfall drengja sé meira hjá strákum en stelpum meðal annars vegna þess að þeir eiga erfiðara með að tjá sig. Þá skorti karlkyns fyrirmyndir við kennslu og fjölbreyttara námsefni. Skýrslan ber með sér að stjórnvöld hafa brugðist drengjum og ekki síður að stjórnvöld hafa brugðist kennurum. Miklar kröfur eru gerðar til kennara sem hafa hins vegar ekki fengið þann nauðsynlega stuðning í starfi sem þeir þurfa. Það er lýsandi fyrir stöðuna að brottfall nýrra kennara úr starfi er töluvert – sem speglar hversu erfitt starfsumhverfið er. Á þessu bera stjórnvöld auðvitað höfuðábyrgð. Geta ekki lesið sér til gagns Þessi nýjasta skýrsla dregur því miður fram sömu alvarlegu stöðu og síðasta PISA mæling, þar sem kom fram að 40% 15 ára barna geta ekki lesið sér til gagns. Þar eins og í öðrum samanburðargögnum skrapar Ísland botninn í alþjóðlegum samanburði. Lesskilningur er undirstaða tungumálsins okkar – og lélegur lesskilningur takmarkar getu barna til þátttöku í samfélaginu. Þetta háa hlutfall barna sem ekki getur lesið sér til gagns ætti að halda fyrir okkur vöku því þetta hlutfall sýnir að stór hópur barna situr eftir á Íslandi og verður af tækifærum. En þetta þarf auðvitað ekki að vera svona. Skólinn á að vera okkar besta jöfnunartæki, en til að þetta jöfnunartæki virki þarf að passa upp á að kennarar fái að gera það sem þeir gera best: að kenna. Í nýlegum heimsóknum þingflokks Viðreisnar í grunnskóla og framhaldsskóla fundum við þann kraft og mikla metnað sem einkennir kennara og starfsfólk skólanna. Kennarar eiga skilið að fá að verja kröftum sínum við að kenna við betri aðstæður. Kennarinn sem breytir lífi barns Við þekkjum flest kennara sem breyttu lífi okkar. Kennara sem ljómuðu af hugsjón fyrir starfinu. Þeir eiga skilið að um þessa alvarlegu stöðu sé rætt og að brugðist sé við með tafarlausum og markvissum aðgerðum í þágu skólanna. Þessir kennarar eiga skilið að stjórnvöld meti þá að verðleikum. Að brugðist sé við grafalvarlegum niðurstöðum sem allar eru á eina lund. Kennarinn á að fá rými til að vera kennari og rými til að halda áfram að breyta lífi barnsins til góðs og að stjórnvöld séu skýr um það markmið að skólarnir verði okkar besta jöfnunartæki. Setja þarf aukinn kraft í gerð námsefnis í íslenskum skólum. Víða í skólakerfinu er hópastærð eða bekkjastærð vandamál. Of mörg börn eru saman í kennslustund. Og auðvitað hefur áhrif að samræmdar mælingar skortir – þannig að skólastarf er eins og í blindflugi. Mælingar eru stuðningstæki og þær á ekki að hræðast. Það er kominn tími á að stjórnvöld og stjórnmálin axli sína ábyrgð í skólamálum. Það geta þau gert með því að veita skólunum þá athygli sem skólanir eiga skilið og með því að víkja sér ekki undan því að skapa skólunum umgjörð sem gerir fagfólki kleift að mæta eigin metnaði. Menntakerfið á að þjóna því hlutverki að auka tækifæri barna í samfélaginu. Og það er stjórnvalda að sjá til þess að skólarnir fái tækifæri til þess að gera það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun