„Má ekki vanmeta gæðin sem við búum yfir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 08:00 Memphis hefur skorað 45 mörk fyrir hollenska landsliðið. EPA-EFE/PIETER STAM DE JONGE „Mér líður vel, þetta var góð frammistaða hjá okkur,“ sagði Memphis Depay, leikmaður Hollands, eftir 4-0 sigur á Íslandi á mánudagskvöld. Um var að ræða síðasta leik Hollands áður en liðið fer til Þýskalands þar sem Evrópumót karla í knattspyrnu hefst á föstudaginn kemur. Memphis, sem er nú án félags eftir að hafa spilað með Atlético Madríd á Spáni, ræddi við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Rotterdam. Klippa: Memphis eftir sigur á Íslandi „Við byrjuðum leikinn vel og höfðum fulla stjórn á honum svo maður er með góða tilfinningu að leik loknum,“ sagði hinn þrítugi Memphis um leikinn. Honum tókst að skila boltanum í netið en það mark var dæmt af þar sem samherji hans handlék knöttinn í aðdraganda marksins. „Við þekkjum Ísland, það er erfiður mótherji. Við undirbjuggum okkur mjög vel og ég tel að það hafi verið hugarfar okkar í leiknum. Ætluðum ekki að leyfa Íslandi að spila á okkar vallarhelming og ég tel okkur hafa gert það. Það hefur ekki alltaf gengið þar sem Ísland hefur unnið okkur. Við vissum að við gætum búist við miklu af þeim en við áttum sigurinn án efa skilið.“ „Það má ekki vanmeta gæðin sem við búum yfir. Holland er með góða leikmenn, erum með sterkt lið og ég held að það hafi verið of mikið fyrir Ísland í kvöld [í gær, mánudg].“ „Algjörlega. Alltaf gott [að vinna síðasta leikinn fyrir stórmót], héldum hreinu og skoruðum fjögur mörk. Manni leið eins og þeir hefðu ef til vill getað skorað eitt mark en við jafnframt hefðum getað skorað fleiri. Við vorum mjög hættulegir svo þetta var mjög góður sigur,“ sagði Memphis að lokum. Viðtalið við Memphis má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira
Memphis, sem er nú án félags eftir að hafa spilað með Atlético Madríd á Spáni, ræddi við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Rotterdam. Klippa: Memphis eftir sigur á Íslandi „Við byrjuðum leikinn vel og höfðum fulla stjórn á honum svo maður er með góða tilfinningu að leik loknum,“ sagði hinn þrítugi Memphis um leikinn. Honum tókst að skila boltanum í netið en það mark var dæmt af þar sem samherji hans handlék knöttinn í aðdraganda marksins. „Við þekkjum Ísland, það er erfiður mótherji. Við undirbjuggum okkur mjög vel og ég tel að það hafi verið hugarfar okkar í leiknum. Ætluðum ekki að leyfa Íslandi að spila á okkar vallarhelming og ég tel okkur hafa gert það. Það hefur ekki alltaf gengið þar sem Ísland hefur unnið okkur. Við vissum að við gætum búist við miklu af þeim en við áttum sigurinn án efa skilið.“ „Það má ekki vanmeta gæðin sem við búum yfir. Holland er með góða leikmenn, erum með sterkt lið og ég held að það hafi verið of mikið fyrir Ísland í kvöld [í gær, mánudg].“ „Algjörlega. Alltaf gott [að vinna síðasta leikinn fyrir stórmót], héldum hreinu og skoruðum fjögur mörk. Manni leið eins og þeir hefðu ef til vill getað skorað eitt mark en við jafnframt hefðum getað skorað fleiri. Við vorum mjög hættulegir svo þetta var mjög góður sigur,“ sagði Memphis að lokum. Viðtalið við Memphis má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira