Åge eftir tapið í Rotterdam: Höfðum ekki sama hraða og á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2024 21:06 Åge á hliðarlínunni í kvöld. Í bakgrunn má sjá Ronald Koeman, þjálfara Hollands, glotta við tönn. AP Photo/Patrick Post „Það var mikið af þreyttum löppum þarna úti. Virkilega erfitt að spila á móti tveimur góðum landsliðum á svona stuttum tíma, aðeins þrír dagar á milli leikja,“ sagði Åge Hareide eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam í kvöld. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sá aldrei til sólar í Rotterdam þar sem liðið mætti heimamönnum aðeins þremur dögum eftir að það vann frækinn 1-0 sigur á Wembley í Lundúnum. Åge ræddi við Val Pál Eiríksson að leik loknum. Eitt er hversu stutt það er á milli leikja og hitt er að það vantaði nokkra leikmenn í miðvarðarstöðuna hjá Íslandi. Sem dæmi um það stóð Valgeir Lunddal Friðriksson vaktina í miðverði með Sverri Inga Inga stöðu sem hann hefur ekki spilað áður. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi vegna meiðsla svo við höfðum ekki úr mörgum leikmönnum að velja, það veldur mér miklum áhyggjum [hvað það eru fáir miðverðir sem hægt er að velja úr]. Vonum að allir okkar leikmenn séu klárir í leikina í haust,“ bætti Åge við en þá hefst Þjóðadeildin að nýju. Klippa: Hareide eftir Holland Um Valgeir „Hann spilaði í þriggja manna línu með U-21 árs landsliðinu, hefur hæðina og hraðann. Hann hefur spilað vel sem bakvörður með Häcken en í svæðisvörn skiptir það ekki öllu máli. Átt að þekkja þitt svæði og vita hvað þú þarft að gera. Það er samt ekki hægt að kenna honum um neitt,“ sagði þjálfarinn og benti á að hann hefði stillt Valgeiri upp í miðverði og því væri hægt að kenna sér um frekar. Um Holland og haustið „Liðið var þreytt og við höfðum ekki sama hraða og á Wembley. Svo vil ég hrósa Hollandi. Þeir fengu of mikið pláss en nýttu það vel og komust auðveldlega á bakvið okkur. Við vorum ekki nægilega góðir varnarlega.“ „Það jákvæða er að við höfum spilað tvo virkilega erfiða leiki og náð góðum úrslitum úr öðrum þeirra. Tökum það með okkur inn í leikinn gegn Svartfjallalandi í haust,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli þann 6. september, að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Viðtalið við Åge í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sá aldrei til sólar í Rotterdam þar sem liðið mætti heimamönnum aðeins þremur dögum eftir að það vann frækinn 1-0 sigur á Wembley í Lundúnum. Åge ræddi við Val Pál Eiríksson að leik loknum. Eitt er hversu stutt það er á milli leikja og hitt er að það vantaði nokkra leikmenn í miðvarðarstöðuna hjá Íslandi. Sem dæmi um það stóð Valgeir Lunddal Friðriksson vaktina í miðverði með Sverri Inga Inga stöðu sem hann hefur ekki spilað áður. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi vegna meiðsla svo við höfðum ekki úr mörgum leikmönnum að velja, það veldur mér miklum áhyggjum [hvað það eru fáir miðverðir sem hægt er að velja úr]. Vonum að allir okkar leikmenn séu klárir í leikina í haust,“ bætti Åge við en þá hefst Þjóðadeildin að nýju. Klippa: Hareide eftir Holland Um Valgeir „Hann spilaði í þriggja manna línu með U-21 árs landsliðinu, hefur hæðina og hraðann. Hann hefur spilað vel sem bakvörður með Häcken en í svæðisvörn skiptir það ekki öllu máli. Átt að þekkja þitt svæði og vita hvað þú þarft að gera. Það er samt ekki hægt að kenna honum um neitt,“ sagði þjálfarinn og benti á að hann hefði stillt Valgeiri upp í miðverði og því væri hægt að kenna sér um frekar. Um Holland og haustið „Liðið var þreytt og við höfðum ekki sama hraða og á Wembley. Svo vil ég hrósa Hollandi. Þeir fengu of mikið pláss en nýttu það vel og komust auðveldlega á bakvið okkur. Við vorum ekki nægilega góðir varnarlega.“ „Það jákvæða er að við höfum spilað tvo virkilega erfiða leiki og náð góðum úrslitum úr öðrum þeirra. Tökum það með okkur inn í leikinn gegn Svartfjallalandi í haust,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli þann 6. september, að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Viðtalið við Åge í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira