Bóluefni gegn flensu og Covid-19 langt á veg komið Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2024 12:48 Nýtt bóluefni gegn bæði Covid-19 og flensu væru góðar fréttir fyrir sprautuhrædda sem þyrftu þá aðeins eina sprautu í stað tveggja annars. AP/Rogelio V. Solis Lyfjafyrirtækið Moderna er langt komið með bóluefni sem dugar bæði gegn inflúensu og Covid-19. Bóluefnið gæti orðið algengilegt á næstu tveimur árum en samkeppnisaðilar vinna einnig að sambærilegu efni. Þriðja stig tilrauna Moderna með nýja bóluefnið sýndi að það veitti jafngóða vernd gegn flensu og Covid og bóluefni sem eru eingöngu gegn öðrum hvorum veirusjúkdóminum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stephane Bancel, forstjóri Moderna, segir að hann vonist til þess að bóluefnið verði aðgengilegt árið 2026 en jafnvel strax á næsta ári. Bæði Pfizer og BioNTech, sem framleiddu bóluefni gegn Covid-19, vinna einnig að því að þróa bóluefni sem virkar á bæði flensu og Covid-19. Öll bóluefnin sem eru í þróun byggja á svonefndri mRNA-tækni en með henni vonast vísindamenn til þess að geta framleitt bóluefni hraðar en áður og uppfært þau tíðar til þess að þau virki á ólík afbrigði veira. Einbeita sér að eldra fólki sem líklega til að fá bóluefni áfram Nýja bóluefni Moderna er sagt vekja meira mótefnasvar í þátttakendum í tilraunum en eldri bóluefni, jafnvel meiri en núverandi örvunarefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Bancel rekur það til þess að nýja bóluefnið sé hannað með nýjustu afbrigði veirunnar sem ganga um heimsbyggðina í huga. Um átta þúsund manns taka þátt í tilraun Moderna. Allir þátttakendurnir eru yfir fimmtugu og helmingurinn eldri en 64 ára. Moderna segist miða rannsókn sína við eldri aldurshópa því þeir séu líklegastir til þess að vera boðið áfram upp á bóluefni en ætlunin sé að bjóða yngra fólki upp á efnið með tíð og tíma. Aukaverkanir efnisins eru sagðar mildar og í samræmi við þær sem má vænta af öðrum bóluefnum, þar á meðal eymsli á stungustað og þreyta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Lyf Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Þriðja stig tilrauna Moderna með nýja bóluefnið sýndi að það veitti jafngóða vernd gegn flensu og Covid og bóluefni sem eru eingöngu gegn öðrum hvorum veirusjúkdóminum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stephane Bancel, forstjóri Moderna, segir að hann vonist til þess að bóluefnið verði aðgengilegt árið 2026 en jafnvel strax á næsta ári. Bæði Pfizer og BioNTech, sem framleiddu bóluefni gegn Covid-19, vinna einnig að því að þróa bóluefni sem virkar á bæði flensu og Covid-19. Öll bóluefnin sem eru í þróun byggja á svonefndri mRNA-tækni en með henni vonast vísindamenn til þess að geta framleitt bóluefni hraðar en áður og uppfært þau tíðar til þess að þau virki á ólík afbrigði veira. Einbeita sér að eldra fólki sem líklega til að fá bóluefni áfram Nýja bóluefni Moderna er sagt vekja meira mótefnasvar í þátttakendum í tilraunum en eldri bóluefni, jafnvel meiri en núverandi örvunarefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Bancel rekur það til þess að nýja bóluefnið sé hannað með nýjustu afbrigði veirunnar sem ganga um heimsbyggðina í huga. Um átta þúsund manns taka þátt í tilraun Moderna. Allir þátttakendurnir eru yfir fimmtugu og helmingurinn eldri en 64 ára. Moderna segist miða rannsókn sína við eldri aldurshópa því þeir séu líklegastir til þess að vera boðið áfram upp á bóluefni en ætlunin sé að bjóða yngra fólki upp á efnið með tíð og tíma. Aukaverkanir efnisins eru sagðar mildar og í samræmi við þær sem má vænta af öðrum bóluefnum, þar á meðal eymsli á stungustað og þreyta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Lyf Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira