Úrslitin á Wembley komu Koeman á óvart: „Þeir verðskulduðu sigurinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2024 19:00 Ronald Koeman djúpt hugsi fyrir leikinn við Ísland. Vísir/Ívar Ronald Koeman, þjálfari hollenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir sína menn klára í slaginn fyrir leik morgundagsins við Ísland. Hann hrósar íslenska liðinu fyrir góða frammistöðu á Wembley. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam „Okkur líður vel, örugglega svipað og hjá íslenska liðinu eftir sigur á Englandi. Það voru frábær úrslit fyrir þá sem mun gefa þeim sjálfstraust,“ segir Koeman í samtali við Stöð 2 Sport. Klippa: Ronald Koeman hrósar íslenska liðinu En komu Íslendingar Koeman á óvart með þessum sigri? „Úrslitin komu dálítið á óvart, að sjálfsögðu. Venjulega er England sterkt heima fyrir. Þeir verðskulduðu sigurinn. Þeir spiluðu vel og vörðust vel. Við höfum greint það og reynum að undirbúa okkur til að skapa meira en þeir ensku gerðu,“ segir Koeman. Ísland hafi gert sérstaklega vel að loka á sóknarleik Englendinga. „Mér fannst þeir verjast vel með tveimur fjögurra manna línum. Þeir lokuðu á bil og plássin og þá er alltaf erfitt fyrir andstæðinginn að skapa hluti,“ segir Koeman. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Hollenski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Van Dijk og félagar mættu á hjóli á æfingu Karlalandslið Hollands í fótbolta undirbýr sig yfir leik við Ísland í Rotterdam annað kvöld og æfði saman í morgun. Það var létt stemning yfir hollenska hópnum. 9. júní 2024 11:20 Fjallabaksleiðin í landsliðið: „Það vill enginn búa í Foggia“ „Frammistaða hans var mjög góð. Hann varðist vel,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide um Bjarka Stein Bjarkason sem kom sterkur inn í sinn fyrsta alvöru landsleik með Íslandi á Wembley. 9. júní 2024 17:01 Daníel Leó ekki með á æfingu landsliðsins Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson var ekki með íslenska landsliðinu á æfingu á De Kuip vellinum í Rotterdam í dag. Hann varð fyrir hnjaski í sigrinum á Englandi. 9. júní 2024 14:37 Svona var blaðamannafundur Hareide og Jóhanns Berg í Rotterdam Age Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á De Kuip-vellinum í Rotterdam. 9. júní 2024 14:50 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam „Okkur líður vel, örugglega svipað og hjá íslenska liðinu eftir sigur á Englandi. Það voru frábær úrslit fyrir þá sem mun gefa þeim sjálfstraust,“ segir Koeman í samtali við Stöð 2 Sport. Klippa: Ronald Koeman hrósar íslenska liðinu En komu Íslendingar Koeman á óvart með þessum sigri? „Úrslitin komu dálítið á óvart, að sjálfsögðu. Venjulega er England sterkt heima fyrir. Þeir verðskulduðu sigurinn. Þeir spiluðu vel og vörðust vel. Við höfum greint það og reynum að undirbúa okkur til að skapa meira en þeir ensku gerðu,“ segir Koeman. Ísland hafi gert sérstaklega vel að loka á sóknarleik Englendinga. „Mér fannst þeir verjast vel með tveimur fjögurra manna línum. Þeir lokuðu á bil og plássin og þá er alltaf erfitt fyrir andstæðinginn að skapa hluti,“ segir Koeman. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Hollenski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Van Dijk og félagar mættu á hjóli á æfingu Karlalandslið Hollands í fótbolta undirbýr sig yfir leik við Ísland í Rotterdam annað kvöld og æfði saman í morgun. Það var létt stemning yfir hollenska hópnum. 9. júní 2024 11:20 Fjallabaksleiðin í landsliðið: „Það vill enginn búa í Foggia“ „Frammistaða hans var mjög góð. Hann varðist vel,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide um Bjarka Stein Bjarkason sem kom sterkur inn í sinn fyrsta alvöru landsleik með Íslandi á Wembley. 9. júní 2024 17:01 Daníel Leó ekki með á æfingu landsliðsins Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson var ekki með íslenska landsliðinu á æfingu á De Kuip vellinum í Rotterdam í dag. Hann varð fyrir hnjaski í sigrinum á Englandi. 9. júní 2024 14:37 Svona var blaðamannafundur Hareide og Jóhanns Berg í Rotterdam Age Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á De Kuip-vellinum í Rotterdam. 9. júní 2024 14:50 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver Sjá meira
Van Dijk og félagar mættu á hjóli á æfingu Karlalandslið Hollands í fótbolta undirbýr sig yfir leik við Ísland í Rotterdam annað kvöld og æfði saman í morgun. Það var létt stemning yfir hollenska hópnum. 9. júní 2024 11:20
Fjallabaksleiðin í landsliðið: „Það vill enginn búa í Foggia“ „Frammistaða hans var mjög góð. Hann varðist vel,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide um Bjarka Stein Bjarkason sem kom sterkur inn í sinn fyrsta alvöru landsleik með Íslandi á Wembley. 9. júní 2024 17:01
Daníel Leó ekki með á æfingu landsliðsins Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson var ekki með íslenska landsliðinu á æfingu á De Kuip vellinum í Rotterdam í dag. Hann varð fyrir hnjaski í sigrinum á Englandi. 9. júní 2024 14:37
Svona var blaðamannafundur Hareide og Jóhanns Berg í Rotterdam Age Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á De Kuip-vellinum í Rotterdam. 9. júní 2024 14:50