Reynir við fyrsta Evrópumeistaratitilinn í áttunda sinn í sínum síðasta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júní 2024 07:01 Mikkel Hansen fær einn lokaséns til að vinna Meistaradeild Evrópu. Marco Steinbrenner/DeFodi Images via Getty Images Mikkel Hansen er að flestra mati einn besti handboltamaður sögunnar. Hann er líka einn sá sigursælasti, en honum hefur þó aldrei tekist að vinna stærsta tiltinn sem í boði er fyrir félagslið, Meistaradeild Evrópu. Hansen, sem verður 37 ára í haust, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í sumar. Hann er því sannarlega á síðustu metrunum á ferlinum. Með félagsliðum sínum hefur Hansen unnið nánast allt sem í boði er. Fjórtan landstitlar og tólf bikarmeistaratitlar er meðal þess sem má telja upp á glæstum ferli dönsku skyttunnar, en þá eru ótaldir þeir titlar sem hann hefur unnið með danska landsliðinu. Þó er ein keppni sem Hansen hefur aldrei náð að vinna, sjálf Meistaradeild Evrópu. Hann fær þó tækifæri til að bæta úr því í sínum síðasta leik með félagsliði á ferlinum í dag. Handball 𝐫𝐨𝐲𝐚𝐥𝐭𝐲 takes the stage 👑🔝 One word to describe Mikkel Hansen? 🤔 #ehffinal4 #ehfcl #clm pic.twitter.com/kzZVLFgDA6— EHF Champions League (@ehfcl) June 8, 2024 Hansen og félagar í Álaborg tryggðu sér nefnilega í gær sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hansen kemst í úrslit keppninnar, en þetta verður hins vegar í síðasta sinn sem hann tekur þátt í þessum leik. Alls hefur Hansen farið átta sinnum í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Þrisvar hefur hann þurft að sætta sig við fjórða sætið og þrisvar hefur hann unnið til bronsverðlauna. Tímabilið 2016-2017 fór hann alla leið í úrslit með PSG, en liðið mátti þola ein marks tap gegn makedónska liðinu RK Vardar. Hansen fær því eina lokatilraun til að klára þennan síðasta stóra titil sem í boði er þegar Álaborg mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Hvort Hansen nái að klára titilinn í sinni áttundu og síðustu ferð í úrslitahelgina verður þó að koma í ljós. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Sjá meira
Hansen, sem verður 37 ára í haust, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í sumar. Hann er því sannarlega á síðustu metrunum á ferlinum. Með félagsliðum sínum hefur Hansen unnið nánast allt sem í boði er. Fjórtan landstitlar og tólf bikarmeistaratitlar er meðal þess sem má telja upp á glæstum ferli dönsku skyttunnar, en þá eru ótaldir þeir titlar sem hann hefur unnið með danska landsliðinu. Þó er ein keppni sem Hansen hefur aldrei náð að vinna, sjálf Meistaradeild Evrópu. Hann fær þó tækifæri til að bæta úr því í sínum síðasta leik með félagsliði á ferlinum í dag. Handball 𝐫𝐨𝐲𝐚𝐥𝐭𝐲 takes the stage 👑🔝 One word to describe Mikkel Hansen? 🤔 #ehffinal4 #ehfcl #clm pic.twitter.com/kzZVLFgDA6— EHF Champions League (@ehfcl) June 8, 2024 Hansen og félagar í Álaborg tryggðu sér nefnilega í gær sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hansen kemst í úrslit keppninnar, en þetta verður hins vegar í síðasta sinn sem hann tekur þátt í þessum leik. Alls hefur Hansen farið átta sinnum í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Þrisvar hefur hann þurft að sætta sig við fjórða sætið og þrisvar hefur hann unnið til bronsverðlauna. Tímabilið 2016-2017 fór hann alla leið í úrslit með PSG, en liðið mátti þola ein marks tap gegn makedónska liðinu RK Vardar. Hansen fær því eina lokatilraun til að klára þennan síðasta stóra titil sem í boði er þegar Álaborg mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Hvort Hansen nái að klára titilinn í sinni áttundu og síðustu ferð í úrslitahelgina verður þó að koma í ljós.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“