Jón Dagur: „Já þetta bara gerðist?“ Árni Jóhannsson skrifar 7. júní 2024 21:26 Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu Richard Pelham/Getty Images Jón Dagur Þorsteinsson var hetja Íslendinga á Wembley í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Flesta leikmenn dreymir um að upplifa tilfinninguna að skora á þessum sögufræga velli og nú er Jón Dagur búinn að krossa það af draumalistanum. „Tilfinniningin er virkilega góð og það að vinna leikinn líka gerir þetta extra gott. Þetta var geggjað“, sagði Jón Dagur þegar Valur Páll Eiríksson fréttamaður spurði hann út í tilfinninguna. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. En hvað fór í gegnum hausinn á Jóni þegar hann sá boltann í netinu? „Já þetta bara gerðist? Þannig að ég var bara í smá áfalli bara“, sagði hann og var svo spurður hvort hann væri búinn að átta sig á þessu. „Nei. Örugglega ekki almennilega. Þetta var geggjað og frammistaða sem við vorum búnir að bíða eftir. Góð 90 mínútna frammistaða og við verðum að byggja ofan á þetta.“ Hversu stórt er það að vinna England á Wembley og hvað getur liðið tekið út úr þessum leik? „Það er risastórt. Það eru örugglega ekki margir fleiri erfiðir útivellir en þetta. Það var gott hvað við vorum að halda mikið í boltann og það komu augnablik þar sem við náðum að halda boltanum og það gaf okkur sjálfstraust. Svo varnarlega þá fannst mér þeir ekki ná að skapa sér nokkurn skapaðan hlut. Hákon var svo virkilega flottur, vaktaði boxið vel eins og varnarmennirnir okkar. Þetta var bara virkilega flott frammistaða varnarlega og sóknarlega. Við fengum fullt af færum, ég komst einn í gegn og renn. Við fengum fullt af sénsum og það var jákvætt hvað við vorum góðir á boltann.“ Íslenska liðinu virðist líða vel inn á vellinum. „Já við erum búnir að vera fínir í síðustu gluggum en okkur hefur vantað 90 mínútna frammistöður. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að byggja ofan á og búast við þessu af sjálfum okkur. Við verðum að verjast eins og menn í 90 mínútur og þá vitum við að við getum alltaf skapað færi.“ Klippa: Markaskorarinn Jón Dagur eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
„Tilfinniningin er virkilega góð og það að vinna leikinn líka gerir þetta extra gott. Þetta var geggjað“, sagði Jón Dagur þegar Valur Páll Eiríksson fréttamaður spurði hann út í tilfinninguna. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. En hvað fór í gegnum hausinn á Jóni þegar hann sá boltann í netinu? „Já þetta bara gerðist? Þannig að ég var bara í smá áfalli bara“, sagði hann og var svo spurður hvort hann væri búinn að átta sig á þessu. „Nei. Örugglega ekki almennilega. Þetta var geggjað og frammistaða sem við vorum búnir að bíða eftir. Góð 90 mínútna frammistaða og við verðum að byggja ofan á þetta.“ Hversu stórt er það að vinna England á Wembley og hvað getur liðið tekið út úr þessum leik? „Það er risastórt. Það eru örugglega ekki margir fleiri erfiðir útivellir en þetta. Það var gott hvað við vorum að halda mikið í boltann og það komu augnablik þar sem við náðum að halda boltanum og það gaf okkur sjálfstraust. Svo varnarlega þá fannst mér þeir ekki ná að skapa sér nokkurn skapaðan hlut. Hákon var svo virkilega flottur, vaktaði boxið vel eins og varnarmennirnir okkar. Þetta var bara virkilega flott frammistaða varnarlega og sóknarlega. Við fengum fullt af færum, ég komst einn í gegn og renn. Við fengum fullt af sénsum og það var jákvætt hvað við vorum góðir á boltann.“ Íslenska liðinu virðist líða vel inn á vellinum. „Já við erum búnir að vera fínir í síðustu gluggum en okkur hefur vantað 90 mínútna frammistöður. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að byggja ofan á og búast við þessu af sjálfum okkur. Við verðum að verjast eins og menn í 90 mínútur og þá vitum við að við getum alltaf skapað færi.“ Klippa: Markaskorarinn Jón Dagur eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00