Írar kjósa til Evrópuþings Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júní 2024 12:07 Michael D. Higgins, forseti Írlands, greiddi atkvæði í Dyflinni í dag. AP/Niall Carson Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. Útgönguspár kosninganna í Hollandi benda til þess að vinstriflokkar komi til með að bera nauman sigur úr býtum en þjóðernis- og popúlískum flokkum á hægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið fiskur um hrygg á þinginu á undanförnum árum. Á Írlandi er til dæmis metfjöldi fjarhægri fulltrúaefna á kjörseðlum bæði í kosningunum til Evrópuþingsins sem og sveitarstjórnarkosningum sem fara einnig fram í dag. Guardian greinir frá því að húsnæðismál og innflytjendamál séu ofarlega á baugi írskra kjósenda. Húsnæðisskorts gætir um allt Írlandi og leiguverð hækkar. Æsingamenn á fjarhægri vængnum kenni flóttafólki frá Úkraínu og annars staðar frá um stöðuna. Miklar óeirðir geisuðu í Dyflinni og Belfast síðasta haust í kjölfar stunguárásar í grunnskóla í Dyflinni sem drifnar voru áfram af öfgahægri áhrifavöldum. Ríkisstjórnarflokkarnir þar í landi hafa hert orðræðu sína í garð innflytjenda og hælisleitenda til að reyna að stemma stigu við fjarhægri sveiflu jafnt innanlands sem í Evrópu. Skoðanakannanir sýna að tveir af hverjum þremur kjósendum óska eftir strangari nálgun á innflytjendamálin. Fyrstu útgönguspár í Hollandi sem kaus fyrst aðildarríkja í gær benda til þess að hægri- og fjarhægri flokkum eigi eftir að vaxa ásmegin á Evrópuþinginu. Þó tókst bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna að vinna flest Evrópuþingsæti landsins. Endanleg úrslit í Hollandi og Írlandi verða ekki ljós fyrr en kosningum er lokið um alla álfu á sunnudaginn. Írland Evrópusambandið Tengdar fréttir Miklar óeirðir í Dublin Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust. 23. nóvember 2023 21:44 Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Útgönguspár kosninganna í Hollandi benda til þess að vinstriflokkar komi til með að bera nauman sigur úr býtum en þjóðernis- og popúlískum flokkum á hægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið fiskur um hrygg á þinginu á undanförnum árum. Á Írlandi er til dæmis metfjöldi fjarhægri fulltrúaefna á kjörseðlum bæði í kosningunum til Evrópuþingsins sem og sveitarstjórnarkosningum sem fara einnig fram í dag. Guardian greinir frá því að húsnæðismál og innflytjendamál séu ofarlega á baugi írskra kjósenda. Húsnæðisskorts gætir um allt Írlandi og leiguverð hækkar. Æsingamenn á fjarhægri vængnum kenni flóttafólki frá Úkraínu og annars staðar frá um stöðuna. Miklar óeirðir geisuðu í Dyflinni og Belfast síðasta haust í kjölfar stunguárásar í grunnskóla í Dyflinni sem drifnar voru áfram af öfgahægri áhrifavöldum. Ríkisstjórnarflokkarnir þar í landi hafa hert orðræðu sína í garð innflytjenda og hælisleitenda til að reyna að stemma stigu við fjarhægri sveiflu jafnt innanlands sem í Evrópu. Skoðanakannanir sýna að tveir af hverjum þremur kjósendum óska eftir strangari nálgun á innflytjendamálin. Fyrstu útgönguspár í Hollandi sem kaus fyrst aðildarríkja í gær benda til þess að hægri- og fjarhægri flokkum eigi eftir að vaxa ásmegin á Evrópuþinginu. Þó tókst bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna að vinna flest Evrópuþingsæti landsins. Endanleg úrslit í Hollandi og Írlandi verða ekki ljós fyrr en kosningum er lokið um alla álfu á sunnudaginn.
Írland Evrópusambandið Tengdar fréttir Miklar óeirðir í Dublin Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust. 23. nóvember 2023 21:44 Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Miklar óeirðir í Dublin Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust. 23. nóvember 2023 21:44
Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33