Lækkuðu stýrivexti í Evrópu í fyrsta sinn síðan 2019 Lovísa Arnardóttir skrifar 6. júní 2024 19:19 Forseti Seðlabankans í Evrópu, Christina Lagarde, fór yfir ákvörðunina á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Seðlabankinn í Evrópu lækkaði í dag stýrivexti bankans í fyrsta sinn síðan 2019. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ástæða lækkunar sé að verð hækki eins hratt og að þau séu á góðri leið að ná verðbólgumarkmiðum sínum sem eru tvö prósent. Bankinn lækkaði stýrivextina um 0,25 prósentustig í 3,75 prósent úr fjögur prósent en þeir höfðu verið fastir í fjögur prósent frá september 2023. Vextir bankans voru fyrst hækkaðir til að bregðast við aukinni verðbólgu í júlí árið 2022 og voru hækkaðir stöðugt þar til í september 2023. Verðbólga hefur lækkað í þeim tuttugu löndum sem nota evruna úr tíu prósent seint árið 2022 í um 2,6 prósent í dag. Fram kemur í umfjöllun Reuters að það megi að mestu þakka lækkandi verði á eldsneyti og að aðfangakeðjur séu að ná sér aftur á strik frá heimsfaraldri Covid. Í tilkynningu bankans kemur fram að þótt svo að þau séu komin nær verðbólgumarkmiðum sínum sé baráttunni ekki lokið. Í spá bankans sem gefin var út samhliða tilkynningunni um vaxtalækkunina kom fram að gert sé ráð fyrir að verðbólga muni hækka og verða að meðaltali um 2,2 prósent í 2025 sem er nær markmiðinu en þó enn yfir því. Í frétt Reuters segir að þótt svo vel hafi gengið undanfarið sé útlit fyrir að verðbólgan gæti verið þrálát, eins og séu merki um í Bandaríkjunum. Forseti bankans, Christine Lagarde, sagði á blaðamannafundi í dag að þrátt fyrir góða þróun á síðustu ársfjórðungum væri líklegt að verðbólga yrði yfir markmiði langt inn á næsta ár. Hún vildi ekkert segja um það á fundinum hvort til meiri lækkunar koma í sumar eða hvort bankinn væri að hörfa frá þröngri peningastefnu. Hún sagði að ef það yrði gert yrði sú ákvörðun byggð á gögnum og að það myndi líklega taka tíma. Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vextir bankans voru fyrst hækkaðir til að bregðast við aukinni verðbólgu í júlí árið 2022 og voru hækkaðir stöðugt þar til í september 2023. Verðbólga hefur lækkað í þeim tuttugu löndum sem nota evruna úr tíu prósent seint árið 2022 í um 2,6 prósent í dag. Fram kemur í umfjöllun Reuters að það megi að mestu þakka lækkandi verði á eldsneyti og að aðfangakeðjur séu að ná sér aftur á strik frá heimsfaraldri Covid. Í tilkynningu bankans kemur fram að þótt svo að þau séu komin nær verðbólgumarkmiðum sínum sé baráttunni ekki lokið. Í spá bankans sem gefin var út samhliða tilkynningunni um vaxtalækkunina kom fram að gert sé ráð fyrir að verðbólga muni hækka og verða að meðaltali um 2,2 prósent í 2025 sem er nær markmiðinu en þó enn yfir því. Í frétt Reuters segir að þótt svo vel hafi gengið undanfarið sé útlit fyrir að verðbólgan gæti verið þrálát, eins og séu merki um í Bandaríkjunum. Forseti bankans, Christine Lagarde, sagði á blaðamannafundi í dag að þrátt fyrir góða þróun á síðustu ársfjórðungum væri líklegt að verðbólga yrði yfir markmiði langt inn á næsta ár. Hún vildi ekkert segja um það á fundinum hvort til meiri lækkunar koma í sumar eða hvort bankinn væri að hörfa frá þröngri peningastefnu. Hún sagði að ef það yrði gert yrði sú ákvörðun byggð á gögnum og að það myndi líklega taka tíma.
Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira