Sorg í Lundúnum og öllum fullkomlega sama um Ísland Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2024 17:43 Southgate og Rice sátu fyrir svörum á blaðamannafundi nú síðdegis á æfingasvæði Tottenham. Getty Spennan er iðulega mikil fyrir leikjum Íslands við stórþjóðir og leikur morgundagsins við England á Wembley er þar ekki undantekning. Hjá Tjöllunum er staðan allt önnur. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi í dag leikmannahópinn fyrir komandi Evrópumót. Töluvert hafði verið um leka fyrr í dag. Þess efnis að hinn og þessi færi ekki með liðinu til Þýskalands. Frestur til að kynna lokahópinn rennur út á morgun og upprunalega átti að kynna hópinn þá. Síðdegis í dag barst tölvupóstur frá enska knattspyrnusambandinu þar sem greint var frá því að endanlegur leikmannahópur fyrir komandi stórmót yrði kynntur klukkan hálf sex á staðartíma, hálftíma fyrir fyrirhugaðan blaðamannafund Southgate á æfingasvæði Tottenham þar sem enska liðið hefur æft síðustu daga. Declan Rice var til viðtals í dag.Vísir/Ívar Ekkert annað hefur komist að á sjónvarpsstöðum líkt og Sky Sports í allan dag. Enskir kollegar telja upp þennan og hinn sem datt út úr hópnum. James Maddison var fyrstur, svo Jack Grealish, svo Harry Maguire og síðan hefur lokahópurinn verið kynntur og fleiri fylgdu. Sorgin mikil hjá þessum félögum. „Vonsvikinn er ekki nógu sterkt orð,“ sagði Maddison á samfélagsmiðlum. Það er ekki að sjá á enskum fjölmiðlum að liðið eigi leik fyrir höndum á morgun. Enda var ekki minnst einu orði á Ísland á tæplega hálftíma löngum blaðamannafundinum sem haldinn var nú síðdegis. Southgate sömuleiðis.Vísir/Ívar Southgate náðist í stutt viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrir blaðamannafundinn og segir daga sem þessa án efa þá erfiðustu í starfi. Declan Rice, leikmaður enska liðsins, sagði sömuleiðis í viðtali við Stöð 2 Sport að dagurinn hafi verið strembinn og sorglegt að sjá á eftir góðum vinum. Það eru því fæstir að spá í leik morgundagsins hér í Lundúnum en sá fer svo sannarlega fram. Þrátt fyrir brotthvarf nokkurra öflugra leikmanna er ljóst að gríðarsterkt lið Englands mætir til leiks og vilja menn eflaust sýna 90 þúsund Englendingum góða frammistöðu áður en haldið verður til Þýskalands. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi í dag leikmannahópinn fyrir komandi Evrópumót. Töluvert hafði verið um leka fyrr í dag. Þess efnis að hinn og þessi færi ekki með liðinu til Þýskalands. Frestur til að kynna lokahópinn rennur út á morgun og upprunalega átti að kynna hópinn þá. Síðdegis í dag barst tölvupóstur frá enska knattspyrnusambandinu þar sem greint var frá því að endanlegur leikmannahópur fyrir komandi stórmót yrði kynntur klukkan hálf sex á staðartíma, hálftíma fyrir fyrirhugaðan blaðamannafund Southgate á æfingasvæði Tottenham þar sem enska liðið hefur æft síðustu daga. Declan Rice var til viðtals í dag.Vísir/Ívar Ekkert annað hefur komist að á sjónvarpsstöðum líkt og Sky Sports í allan dag. Enskir kollegar telja upp þennan og hinn sem datt út úr hópnum. James Maddison var fyrstur, svo Jack Grealish, svo Harry Maguire og síðan hefur lokahópurinn verið kynntur og fleiri fylgdu. Sorgin mikil hjá þessum félögum. „Vonsvikinn er ekki nógu sterkt orð,“ sagði Maddison á samfélagsmiðlum. Það er ekki að sjá á enskum fjölmiðlum að liðið eigi leik fyrir höndum á morgun. Enda var ekki minnst einu orði á Ísland á tæplega hálftíma löngum blaðamannafundinum sem haldinn var nú síðdegis. Southgate sömuleiðis.Vísir/Ívar Southgate náðist í stutt viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrir blaðamannafundinn og segir daga sem þessa án efa þá erfiðustu í starfi. Declan Rice, leikmaður enska liðsins, sagði sömuleiðis í viðtali við Stöð 2 Sport að dagurinn hafi verið strembinn og sorglegt að sjá á eftir góðum vinum. Það eru því fæstir að spá í leik morgundagsins hér í Lundúnum en sá fer svo sannarlega fram. Þrátt fyrir brotthvarf nokkurra öflugra leikmanna er ljóst að gríðarsterkt lið Englands mætir til leiks og vilja menn eflaust sýna 90 þúsund Englendingum góða frammistöðu áður en haldið verður til Þýskalands. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver Sjá meira