Stöðvum störukeppnina Sigmar Guðmundsson skrifar 6. júní 2024 08:01 Það er verulega áhugavert að fylgjast með ríkisstjórnarflokkunum reyna af veikum mætti að halda þessu stjórnarsamstarfi gangandi eftir forsetakosningarnar. Það ríkir fullkomin óvissa um framgang stórra mála á Alþingi vegna þess að flokkarnir koma sér ekki saman um hvað skuli klára. Það sem er þó merkilegast af öllu er að Vinstri hreyfingin grænt framboð virðist vera búin að fatta að hreyfingin er til vinstri. Formaður VG og þingmenn flokksins taka nú skýra afstöðu gegn Sjálfstæðisflokknum í hverju málinu á fætur öðru. Formaður vinstri flokksins vill fara „vel til vinstri“ og augljóst er að nú á að taka sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum. Það segir sig sjálft að stjórnarsamstarf sem gengur út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna er ekki sjálfbært fyrir þjóðina. Það á ekki að vera sjálfgefið að stjórnarflokkarnir stöðvi mál hvers annars, óháð því hvort þingmeirihluti sé fyrir þeim eða ekki. Á þetta höfum við í Viðreisn oft bent. Það er skýr þingmeirihluti fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum og neitunarvald eins stjórnarflokkanna á ekki að koma í veg fyrir það. Það er að líkindum þingmeirihluti fyrir því að fjölga hér lögreglumönnum, efla löggæsluna og grípa til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn, þótt einn stjórnarflokkanna sé mögulega á móti því. Viðreisn vill leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn, bæði til að efla löggæslu í landinu og þar með almannaöryggi, og ekki síður til að tryggja eftirlit með þeim valdheimildum sem beitt er. Rétt eins og í orkumálunum þá er Viðreisn til í samtal við aðra flokka á þingi, óháð víglínum stjórnar og stjórnarandstöðu, um þau mál sem brýnt er að samþykkja áður þingi verður slitið. Sú pattstaða sem uppi er vegna ósættis innan stjórnarliðsins bitnar á hagsmunum almennings. Störukeppninni þarf að ljúka. Látum reyna á vilja þingsins, óháð því hvað einstaka stjórnarflokki kann að finnast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Það er verulega áhugavert að fylgjast með ríkisstjórnarflokkunum reyna af veikum mætti að halda þessu stjórnarsamstarfi gangandi eftir forsetakosningarnar. Það ríkir fullkomin óvissa um framgang stórra mála á Alþingi vegna þess að flokkarnir koma sér ekki saman um hvað skuli klára. Það sem er þó merkilegast af öllu er að Vinstri hreyfingin grænt framboð virðist vera búin að fatta að hreyfingin er til vinstri. Formaður VG og þingmenn flokksins taka nú skýra afstöðu gegn Sjálfstæðisflokknum í hverju málinu á fætur öðru. Formaður vinstri flokksins vill fara „vel til vinstri“ og augljóst er að nú á að taka sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum. Það segir sig sjálft að stjórnarsamstarf sem gengur út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna er ekki sjálfbært fyrir þjóðina. Það á ekki að vera sjálfgefið að stjórnarflokkarnir stöðvi mál hvers annars, óháð því hvort þingmeirihluti sé fyrir þeim eða ekki. Á þetta höfum við í Viðreisn oft bent. Það er skýr þingmeirihluti fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum og neitunarvald eins stjórnarflokkanna á ekki að koma í veg fyrir það. Það er að líkindum þingmeirihluti fyrir því að fjölga hér lögreglumönnum, efla löggæsluna og grípa til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn, þótt einn stjórnarflokkanna sé mögulega á móti því. Viðreisn vill leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn, bæði til að efla löggæslu í landinu og þar með almannaöryggi, og ekki síður til að tryggja eftirlit með þeim valdheimildum sem beitt er. Rétt eins og í orkumálunum þá er Viðreisn til í samtal við aðra flokka á þingi, óháð víglínum stjórnar og stjórnarandstöðu, um þau mál sem brýnt er að samþykkja áður þingi verður slitið. Sú pattstaða sem uppi er vegna ósættis innan stjórnarliðsins bitnar á hagsmunum almennings. Störukeppninni þarf að ljúka. Látum reyna á vilja þingsins, óháð því hvað einstaka stjórnarflokki kann að finnast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun