Segir stjórnarandstöðuna hafa kynt undir hatri árásarmannsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 23:21 Þetta segir Fico í langri ræðu sem hann birti á Facebook í dag. AP/Geert Vanden Wijngaert Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu sem varð fyrir banatilræði fimmtánda maí síðastliðinn, kennir stjórnarandstöðunni þar í landi um að hafa ýtt undir hatursfulla orðræðu sem leiddi til banatilræðisins. Hann særðist alvarlega þegar ljóðskáld á áttræðisaldri skaut hann fimm sinnum. Í ræðu sem hann birti á Facebook í dag í ávarpaði hann þjóð sína en kosningar til Evrópuþingsins eru á næsta leiti. Þar lýsti hann árásarmanni sínum sem „aðgerðarsinna á vegum slóvakísku stjórnarandstöðunnar“ og sem „sendiboða hins illa og þess pólitísks haturs sem hin misheppnaða og óþreyjufulla stjórnarandstaðan hefur kynt undir.“ „Stjórnarandstaðan þarf að ígrunda þetta. Ef við höldum áfram eins og staðan er mun hryllingurinn fimmtánda maí, sem þið fenguð öll að sjá nánast í beinni, halda áfram og fórnarlömbin verða fleiri,“ segir Fico í ræðunni. Fico lofaði jafnframt að hann kæmi aftur til starfa í lok júní eða í byrjun júlí. Hann segist ekki bera neitt hatur í garð árásarmannsins heldur hafi hann fyrirgefið honum og hyggist ekki lögsækja hann. Robert Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum á Tékkoslóvakíuárunum en þykir ansi hallur undir samsæriskenningar og vill meðal annars meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu og að úkraínska nasista hafi hafið stríðið í Úkraínu. Hann sagði af sér embætti árið 2018 í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið og Fico sagði af sér embætti en sneri aftur á svið stjórnmálanna eftir nokkur ár af því að láta lítið fyrir sér fara. Slóvakía Evrópusambandið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Í ræðu sem hann birti á Facebook í dag í ávarpaði hann þjóð sína en kosningar til Evrópuþingsins eru á næsta leiti. Þar lýsti hann árásarmanni sínum sem „aðgerðarsinna á vegum slóvakísku stjórnarandstöðunnar“ og sem „sendiboða hins illa og þess pólitísks haturs sem hin misheppnaða og óþreyjufulla stjórnarandstaðan hefur kynt undir.“ „Stjórnarandstaðan þarf að ígrunda þetta. Ef við höldum áfram eins og staðan er mun hryllingurinn fimmtánda maí, sem þið fenguð öll að sjá nánast í beinni, halda áfram og fórnarlömbin verða fleiri,“ segir Fico í ræðunni. Fico lofaði jafnframt að hann kæmi aftur til starfa í lok júní eða í byrjun júlí. Hann segist ekki bera neitt hatur í garð árásarmannsins heldur hafi hann fyrirgefið honum og hyggist ekki lögsækja hann. Robert Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum á Tékkoslóvakíuárunum en þykir ansi hallur undir samsæriskenningar og vill meðal annars meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu og að úkraínska nasista hafi hafið stríðið í Úkraínu. Hann sagði af sér embætti árið 2018 í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið og Fico sagði af sér embætti en sneri aftur á svið stjórnmálanna eftir nokkur ár af því að láta lítið fyrir sér fara.
Slóvakía Evrópusambandið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira