Segir stjórnarandstöðuna hafa kynt undir hatri árásarmannsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 23:21 Þetta segir Fico í langri ræðu sem hann birti á Facebook í dag. AP/Geert Vanden Wijngaert Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu sem varð fyrir banatilræði fimmtánda maí síðastliðinn, kennir stjórnarandstöðunni þar í landi um að hafa ýtt undir hatursfulla orðræðu sem leiddi til banatilræðisins. Hann særðist alvarlega þegar ljóðskáld á áttræðisaldri skaut hann fimm sinnum. Í ræðu sem hann birti á Facebook í dag í ávarpaði hann þjóð sína en kosningar til Evrópuþingsins eru á næsta leiti. Þar lýsti hann árásarmanni sínum sem „aðgerðarsinna á vegum slóvakísku stjórnarandstöðunnar“ og sem „sendiboða hins illa og þess pólitísks haturs sem hin misheppnaða og óþreyjufulla stjórnarandstaðan hefur kynt undir.“ „Stjórnarandstaðan þarf að ígrunda þetta. Ef við höldum áfram eins og staðan er mun hryllingurinn fimmtánda maí, sem þið fenguð öll að sjá nánast í beinni, halda áfram og fórnarlömbin verða fleiri,“ segir Fico í ræðunni. Fico lofaði jafnframt að hann kæmi aftur til starfa í lok júní eða í byrjun júlí. Hann segist ekki bera neitt hatur í garð árásarmannsins heldur hafi hann fyrirgefið honum og hyggist ekki lögsækja hann. Robert Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum á Tékkoslóvakíuárunum en þykir ansi hallur undir samsæriskenningar og vill meðal annars meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu og að úkraínska nasista hafi hafið stríðið í Úkraínu. Hann sagði af sér embætti árið 2018 í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið og Fico sagði af sér embætti en sneri aftur á svið stjórnmálanna eftir nokkur ár af því að láta lítið fyrir sér fara. Slóvakía Evrópusambandið Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Í ræðu sem hann birti á Facebook í dag í ávarpaði hann þjóð sína en kosningar til Evrópuþingsins eru á næsta leiti. Þar lýsti hann árásarmanni sínum sem „aðgerðarsinna á vegum slóvakísku stjórnarandstöðunnar“ og sem „sendiboða hins illa og þess pólitísks haturs sem hin misheppnaða og óþreyjufulla stjórnarandstaðan hefur kynt undir.“ „Stjórnarandstaðan þarf að ígrunda þetta. Ef við höldum áfram eins og staðan er mun hryllingurinn fimmtánda maí, sem þið fenguð öll að sjá nánast í beinni, halda áfram og fórnarlömbin verða fleiri,“ segir Fico í ræðunni. Fico lofaði jafnframt að hann kæmi aftur til starfa í lok júní eða í byrjun júlí. Hann segist ekki bera neitt hatur í garð árásarmannsins heldur hafi hann fyrirgefið honum og hyggist ekki lögsækja hann. Robert Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum á Tékkoslóvakíuárunum en þykir ansi hallur undir samsæriskenningar og vill meðal annars meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu og að úkraínska nasista hafi hafið stríðið í Úkraínu. Hann sagði af sér embætti árið 2018 í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið og Fico sagði af sér embætti en sneri aftur á svið stjórnmálanna eftir nokkur ár af því að láta lítið fyrir sér fara.
Slóvakía Evrópusambandið Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira