„Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. júní 2024 07:01 Mari Järsk er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira. Hér má sjá viðtalið við Mari í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Mari Järsk Átti að koma honum saman með annarri stelpu Mari á að baki sér viðburðaríka ævi sem er sannarlega ekki áfallalaus. Hún segist tala eins og sjóari, kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd og fyrir henni er allra mikilvægast að vera sönn sjálfri sér. Fyrir einu og hálfu ári síðan fór Mari í hreyfingarferð til Tenerife sem átti eftir að reynast henni örlagarík en þar kynnist hún óvænt Nirði Lúðvíkssyni. „Hann var í golfferð og það átti að vera að koma honum saman með annarri stelpu en svo fór það smá úrskeiðis. Maður er stundum að reyna að stjórna hlutunum en það er ekki hægt,“ segir Mari kímin. Þegar að heim var komið bauð Njörður henni á stefnumót og ekki var aftur snúið. „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá ég trúi því ekki við séum saman, að þetta sé í gangi og að hann nenni að díla við mig. Því að ég er alveg ágætlega erfið,“ segir Mari og hlær. Vill finna út úr öllum flækjum lífsins Hún segir að þau hjúin séu mjög ólík. „Hann er sjúklega rólegur, ekki manískur í neinu sem hann gerir og fylgir flæðinu, á meðan að ég er alltaf bara hvað næst? Ég er ennþá þannig að ég trúi því ekki að ég eigi þennan mann, að hafa fengið frá lífinu í láni þennan mann, því hann er raunverulega það besta sem hefur komið fyrir líf mitt. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar. Því að lífið er bara þannig að það gerist, þótt við séum rosalega ástfangin og eigum rosalega fallegt líf þá er lífið bara alls konar flókið og það munu alls konar hlutir verða á vegi okkar sem við þurfum að vinna í gegnum. Þannig að ég vona að við finnum alltaf út úr því.“ Mari Järsk og Njörður eru ástfangin upp fyrir haus. Aðsend Alltaf til taks í hlaupunum Mari segir hann alltaf styðja þétt við bakið á henni í hlaupunum en sjálf mætti hún sýna honum aðeins meira umburðarlyndi. „Hann er ótrúlegur, ég held að ég hafi aldrei fengið mótlæti frá honum þegar að hann þarf að koma og skeina mér í keppnum. Ég þarf aðeins að herða mig og fara að sýna meiri virðingu, það er svo sannarlega þannig. Þetta er bara æfing, æfingin skapar meistarann,“ segir Mari og hlær. Einkalífið Bakgarðshlaup Ástin og lífið Geðheilbrigði Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Mari í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Mari Järsk Átti að koma honum saman með annarri stelpu Mari á að baki sér viðburðaríka ævi sem er sannarlega ekki áfallalaus. Hún segist tala eins og sjóari, kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd og fyrir henni er allra mikilvægast að vera sönn sjálfri sér. Fyrir einu og hálfu ári síðan fór Mari í hreyfingarferð til Tenerife sem átti eftir að reynast henni örlagarík en þar kynnist hún óvænt Nirði Lúðvíkssyni. „Hann var í golfferð og það átti að vera að koma honum saman með annarri stelpu en svo fór það smá úrskeiðis. Maður er stundum að reyna að stjórna hlutunum en það er ekki hægt,“ segir Mari kímin. Þegar að heim var komið bauð Njörður henni á stefnumót og ekki var aftur snúið. „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá ég trúi því ekki við séum saman, að þetta sé í gangi og að hann nenni að díla við mig. Því að ég er alveg ágætlega erfið,“ segir Mari og hlær. Vill finna út úr öllum flækjum lífsins Hún segir að þau hjúin séu mjög ólík. „Hann er sjúklega rólegur, ekki manískur í neinu sem hann gerir og fylgir flæðinu, á meðan að ég er alltaf bara hvað næst? Ég er ennþá þannig að ég trúi því ekki að ég eigi þennan mann, að hafa fengið frá lífinu í láni þennan mann, því hann er raunverulega það besta sem hefur komið fyrir líf mitt. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar. Því að lífið er bara þannig að það gerist, þótt við séum rosalega ástfangin og eigum rosalega fallegt líf þá er lífið bara alls konar flókið og það munu alls konar hlutir verða á vegi okkar sem við þurfum að vinna í gegnum. Þannig að ég vona að við finnum alltaf út úr því.“ Mari Järsk og Njörður eru ástfangin upp fyrir haus. Aðsend Alltaf til taks í hlaupunum Mari segir hann alltaf styðja þétt við bakið á henni í hlaupunum en sjálf mætti hún sýna honum aðeins meira umburðarlyndi. „Hann er ótrúlegur, ég held að ég hafi aldrei fengið mótlæti frá honum þegar að hann þarf að koma og skeina mér í keppnum. Ég þarf aðeins að herða mig og fara að sýna meiri virðingu, það er svo sannarlega þannig. Þetta er bara æfing, æfingin skapar meistarann,“ segir Mari og hlær.
Einkalífið Bakgarðshlaup Ástin og lífið Geðheilbrigði Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira