Hvar er Conor McGregor? | „Vil ekki vera boðberi slæmra frétta“ Aron Guðmundsson skrifar 5. júní 2024 13:31 Bardagi Conor McGregor við Michael Chandler á að marka endurkomu hans í bardagabúrið. Vísir/Getty Lítið hefur sést til írska vélbyssukjaftsins Conor McGregor, bardagakappa UFC, undanfarna daga og þykir það mjög svo óvenjulegt. Sér í lagi þar sem að aðeins nokkrar vikur eru í endurkomu hans í bardagabúrið. Blaðamannafundi hans og verðandi andstæðings hans í búrinu, Michael Chandler var aflýst með mjög svo skömmum fyrirvara í upphafi vikunnar og hafa miklar getgátur farið af stað um ástæðu þess. Flestar þeirra beinast að hinum skrautlega Conor McGregor. Málið, fjarvera Conor McGregor, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Good Guy/Bad Guy en þangað voru mættir Daniel Cormier og Chael Sonnen, báðir þekkt nöfn og fyrrverandi bardagakappar í sögu UFC. McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirra undir lok júnímánaðarVísir Einhverjir hafa fleygt því fram að blaðamannafundi McGregor og Chandler hafi verið aflýst vegna þess að McGregor sé að glíma við smávægileg meiðsli og að UFC sé að leita að öðrum andstæðingi fyrir Chandler. Sonnen telur þetta hins vegar ekki vera stöðuna. McGregor hafi kúplað sig frá öllum fjölmiðlaviðburðum fyrir bardagann vegna þess að hann vill einbeita sér að undirbúningi fyrir bardagann. Bardagi McGregor við Chandler markar endurkomu þess írska í búrið en hann barðist síðast í júlí árið 2021 gegn Dustin Poirier. Sá bardagi fór ekki vel fyrir McGregor sem fótbrotnaði. Óhætt er að segja að McGregor sé stærsta nafn UFC frá upphafi og því töluvert sem er undir í bardaganum fyrir UFC. „Ég trúi ekki þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki undanfarið,“ sagði Sonnen í Good Guy/Bad Guy. „Ég held að kannski í fyrsta sinn á sínum ferli sé McGregor með fulla einbeitingu á bardaganum framundan. Með því á ég við að hann er farinn að segja nei við fullt af hlutum. Það var ekki bara blaðamannafundinum sem var aflýst. Heldur einnig öllum fjölmiðlaviðburðum Conor McGregor. Það fær mig til þess að halda að Írinn sé mjög einbeittur.“ Hefur áhyggjur Daniel Cormier, sem háð hefur marga bardagana hjá UFC, er ekki á sama máli og Sonnen. Cormier hefur áhyggjur af komandi bardaga milli McGregor og Chandler og hvort að hann muni yfir höfuð eiga sér stað. „Ég vil ekki vera boðberi slæmra frétta en ég get sagt ykkur svolítið um UFC. Dana White, forseti sambandsins, á ekki erfitt með það að öskra og vera leiðinlegur við blaðamenn og hann á ekki erfitt með að valda fjölmiðlum vonbrigðum.“ „Hins vegar er Dana White ekki hrifinn af því að bregðast stuðningsmönnum og áhugafólki um UFC. Þegar að blaðamannafundinum var aflýst sá maður stuðningsfólk UFC verða reitt á samfélagsmiðlum. Það eru vonbrigði fyrir White. Ég hef haft samband við marga innan UFC og reynt að komast að því hvað er að eiga sér stað. Þar halda allir spilunum þétt að sér. Það segir mér að fólk sé áhyggjufullt.“ UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Málið, fjarvera Conor McGregor, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Good Guy/Bad Guy en þangað voru mættir Daniel Cormier og Chael Sonnen, báðir þekkt nöfn og fyrrverandi bardagakappar í sögu UFC. McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirra undir lok júnímánaðarVísir Einhverjir hafa fleygt því fram að blaðamannafundi McGregor og Chandler hafi verið aflýst vegna þess að McGregor sé að glíma við smávægileg meiðsli og að UFC sé að leita að öðrum andstæðingi fyrir Chandler. Sonnen telur þetta hins vegar ekki vera stöðuna. McGregor hafi kúplað sig frá öllum fjölmiðlaviðburðum fyrir bardagann vegna þess að hann vill einbeita sér að undirbúningi fyrir bardagann. Bardagi McGregor við Chandler markar endurkomu þess írska í búrið en hann barðist síðast í júlí árið 2021 gegn Dustin Poirier. Sá bardagi fór ekki vel fyrir McGregor sem fótbrotnaði. Óhætt er að segja að McGregor sé stærsta nafn UFC frá upphafi og því töluvert sem er undir í bardaganum fyrir UFC. „Ég trúi ekki þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki undanfarið,“ sagði Sonnen í Good Guy/Bad Guy. „Ég held að kannski í fyrsta sinn á sínum ferli sé McGregor með fulla einbeitingu á bardaganum framundan. Með því á ég við að hann er farinn að segja nei við fullt af hlutum. Það var ekki bara blaðamannafundinum sem var aflýst. Heldur einnig öllum fjölmiðlaviðburðum Conor McGregor. Það fær mig til þess að halda að Írinn sé mjög einbeittur.“ Hefur áhyggjur Daniel Cormier, sem háð hefur marga bardagana hjá UFC, er ekki á sama máli og Sonnen. Cormier hefur áhyggjur af komandi bardaga milli McGregor og Chandler og hvort að hann muni yfir höfuð eiga sér stað. „Ég vil ekki vera boðberi slæmra frétta en ég get sagt ykkur svolítið um UFC. Dana White, forseti sambandsins, á ekki erfitt með það að öskra og vera leiðinlegur við blaðamenn og hann á ekki erfitt með að valda fjölmiðlum vonbrigðum.“ „Hins vegar er Dana White ekki hrifinn af því að bregðast stuðningsmönnum og áhugafólki um UFC. Þegar að blaðamannafundinum var aflýst sá maður stuðningsfólk UFC verða reitt á samfélagsmiðlum. Það eru vonbrigði fyrir White. Ég hef haft samband við marga innan UFC og reynt að komast að því hvað er að eiga sér stað. Þar halda allir spilunum þétt að sér. Það segir mér að fólk sé áhyggjufullt.“ UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira