Tvítugur norskur strákur vann Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 11:31 Norðmenn áttu ekki aðeins markakóng ensku úrvalsdeildarinnar í Erling Haaland hjá Manchester City. Getty/Giuseppe Maffia Norðmenn áttu ekki aðeins markakóng ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili í Erling Haaland því annar ungur Norðmaður vann Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar. Sá heitir Jonas Sand Låbakk og er aðeins tvítugur. Hann er einn sá yngsti sem vinnur þennan vinsæla Fantasy leik en talið er að um ellefu milljónir hafi tekið þátt á þessu tímabili. Aftonbladet vildi forvitnast um hvernig strákurinn fór að þessu. Þá komust þeir að því að Norðmenn eru mjög öflugir í því að spá fyrir um hvaða leikmenn standa sig best í ensku úrvalsdeildinni. Um tíu prósent af þúsund bestu Fantasy spilurunum koma frá Noregi. Jonas, 20, är bäst i världen på Fantasy Premier League: ”Helt sinnessjukt” https://t.co/ZeJWKNEr52— Sportbladet (@sportbladet) May 27, 2024 Låbakk vann sér inn ágæt verðlaun. Hann fér VIP-ferð á tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni, fékk gefins úr og getur valið á milli þess að fá tölvu eða snjallsíma. „Þetta er ótrúlegt. Allir sem spila Fantasy vita hversu erfitt það er að enda ofarlega,“ sagði Jonas Sand Låbakk. Liðið hans kallast Onkel Blaa og fékk alls 2799 stig. Hann fékk sex hundruð stig frá fyrirliðum sínum. @Sportbladet „Ég held að Noregur eigi tíu prósent af þúsund bestu spilurunum í heimi. Það er algjörlega klikkað. Það er erfitt að útskýra þetta. Ég veit samt að enska úrvalsdeildin er vinsælli í Noregi en í Svíþjóð,“ sagði Låbakk. „Ég veit ekki hvort ég fæ að velja leikina sem ég fer á. Ef ég fengi að velja þá myndi ég pottþétt velja Anfield af því að ég held með Liverpool,“ sagði Låbakk. Hann lætur þó ekki hjartað ráða för þegar hann velur leikmenn í liðið. Hann velur ekki bara Liverpool leikmenn. „Þú mátt ekki láta tilfinningarnar trufla þig þegar þú spilar Fanatsy. Ég er samt heppinn að ég held með góðu lið og þar eru margir góðir leikmenn,“ sagði Låbakk. Það voru ellefu milljónir að reyna að vinna leikinn og Jonas fann fyrir pressunni undir lokin. „Já ég fann fyrir pressunni. Hins vegar náði ég góðu forskoti þegar nokkrar vikur voru eftir. Ég var samt að ganga um gólf og taugarnar voru vissulega þandar. Á sama tíma var þetta mjög skemmtilegt af því að ég fékk mikla athygli. Þetta reyndi samt mjög mikið á mann andlega og ég var alveg búinn á því undir lokin,“ sagði Låbakk. Introducing your #FPL 2023/24 champion, @ASC_FPL! 🏆Congratulations, Jonas! 👏 pic.twitter.com/1rEJxQsi2X— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) May 19, 2024 Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Sá heitir Jonas Sand Låbakk og er aðeins tvítugur. Hann er einn sá yngsti sem vinnur þennan vinsæla Fantasy leik en talið er að um ellefu milljónir hafi tekið þátt á þessu tímabili. Aftonbladet vildi forvitnast um hvernig strákurinn fór að þessu. Þá komust þeir að því að Norðmenn eru mjög öflugir í því að spá fyrir um hvaða leikmenn standa sig best í ensku úrvalsdeildinni. Um tíu prósent af þúsund bestu Fantasy spilurunum koma frá Noregi. Jonas, 20, är bäst i världen på Fantasy Premier League: ”Helt sinnessjukt” https://t.co/ZeJWKNEr52— Sportbladet (@sportbladet) May 27, 2024 Låbakk vann sér inn ágæt verðlaun. Hann fér VIP-ferð á tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni, fékk gefins úr og getur valið á milli þess að fá tölvu eða snjallsíma. „Þetta er ótrúlegt. Allir sem spila Fantasy vita hversu erfitt það er að enda ofarlega,“ sagði Jonas Sand Låbakk. Liðið hans kallast Onkel Blaa og fékk alls 2799 stig. Hann fékk sex hundruð stig frá fyrirliðum sínum. @Sportbladet „Ég held að Noregur eigi tíu prósent af þúsund bestu spilurunum í heimi. Það er algjörlega klikkað. Það er erfitt að útskýra þetta. Ég veit samt að enska úrvalsdeildin er vinsælli í Noregi en í Svíþjóð,“ sagði Låbakk. „Ég veit ekki hvort ég fæ að velja leikina sem ég fer á. Ef ég fengi að velja þá myndi ég pottþétt velja Anfield af því að ég held með Liverpool,“ sagði Låbakk. Hann lætur þó ekki hjartað ráða för þegar hann velur leikmenn í liðið. Hann velur ekki bara Liverpool leikmenn. „Þú mátt ekki láta tilfinningarnar trufla þig þegar þú spilar Fanatsy. Ég er samt heppinn að ég held með góðu lið og þar eru margir góðir leikmenn,“ sagði Låbakk. Það voru ellefu milljónir að reyna að vinna leikinn og Jonas fann fyrir pressunni undir lokin. „Já ég fann fyrir pressunni. Hins vegar náði ég góðu forskoti þegar nokkrar vikur voru eftir. Ég var samt að ganga um gólf og taugarnar voru vissulega þandar. Á sama tíma var þetta mjög skemmtilegt af því að ég fékk mikla athygli. Þetta reyndi samt mjög mikið á mann andlega og ég var alveg búinn á því undir lokin,“ sagði Låbakk. Introducing your #FPL 2023/24 champion, @ASC_FPL! 🏆Congratulations, Jonas! 👏 pic.twitter.com/1rEJxQsi2X— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) May 19, 2024
Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira