Sársvekktur að hafa ekki getað kosið í Mývatnssveit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 18:03 Ekkert atkvæði frá Helga Þorleifi Þórhallssyni verður í kjörkassa þegar talið verður í kvöld, í nótt og mögulega í fyrramálið. Það var mikið svekkelsi þegar Helgi Þorleifur Þórhallsson, nemi í fatahönnun við Háskóla Íslands, mætti á kjörstað í Mývatnssveit. Ástæðan var sú að hann fékk ekki að greiða atkvæði. Helgi sendi fréttastofu skeyti í hádeginu þar sem útskýrði stöðuna sem upp hefði komið og honum þætti sannarlega fréttnæm. Þannig að er Helgi Þorleifur er við nám í Reykjavík en starfar í sinni heimasveit á sumrin. Þegar námsönninni við Listaháskólanum lauk þann 10. maí flutti hann aftur norður í land í foreldrahús og tilkynnti breytingu á lögheimili til Þjóðskrár nokkrum dögum síðar. Fram kemur á vef Þjóðskrár að breytingar á lögheimili fyrir kosningar þurfi að eiga sér stað í síðasta lagi þann 24. apríl. Annars sé miðað við lögheimilisskráningu fyrir þann dag. Helga finnst þetta ekki nógu skýrt. „Hvergi á netinu er hæglega hægt að finna þær upplýsingar að ég væri með kjörstað minn ennþá í Reykjavík fyrst ég flutti lögheimilið „of seint“. Einnig er það ekki almenn vitneskja að ekki væri hægt að koma því einhvern vegin í gegn að kjósa í mínu núverandi kjördæmi,“ segir Helgi Þorleifur. Hann lýsir því að kjörstjórn hafi verið afslöppuð þegar hann mætti og nafnið hans var ekki að finna á lista kjósenda. Kannski yrði hægt að finna út úr því. „Þetta eru ekki sveitastjórnakosningar eða alþingiskosningar eftir alltsaman - hvert atkvæði sama í hvaða kjördæmi þú ert, gildir jafnt og hefur ekki áhrif á ákveðið fólk í framboði,“ segir Helgi Þorleifur. Hann hafi farið afsíðir með formanni kjörstjórnar, setið við hlið hans meðan hann hringdi símtal eftir símtal til að fá svör. Að lokum var niðurstaðan sú að hann gæti ekki kosið í Mývatnssveit. „Ég hefði þurft að kæra breytingu á kjörseðli eftir fluttning lögheimilisins til að mega kjósa í kjördæminu mínu. Hann sagði mér einnig að áður fyrr hefði mátt uppfæra kjörseðilinn þannig að ég gæti kosið og að þetta væri í fyrsta skipti sem það væri ekki hægt.“ Formaður kjörstjórnar hafi sjálfur komið af fjöllum og virkað miður sín að geta ekki hjálpað Helga. „Þó hann hafi verið mjög hjálpsamur og gert allt sem hann gat. Það að sjálf kjörstjórnin hafi ekki vitað af slíkri reglu sem er svo ströng er ótrúlegt fyrir mér - það virðist ekki vera nein almenn vitneskja um þetta.“ Möguleikinn á að kjósa hafi þó enn verið til staðar. En þá hefði Helgi þurft að fara til Akureyrar eða Húsavíkur, kjósa þar, koma atkvæði sínu suður með flugvél með tilheyrandi kostnaði. Svo hefði einhver þurft að fara með atkvæði hans af Reykjavíkurflugvelli á viðeigandi kjörstað fyrir klukkan tíu í kvöld. „En það er of mikið vesen, sérstaklega af því núna er ég mættur í vinnuna þar sem ég verð fram á kvöld og er að skrifa þennan póst á skrifborðinu þar,“ sagði Helgi Þorleifur í hádeginu í dag. Forsetakosningar 2024 Þingeyjarsveit Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Helgi sendi fréttastofu skeyti í hádeginu þar sem útskýrði stöðuna sem upp hefði komið og honum þætti sannarlega fréttnæm. Þannig að er Helgi Þorleifur er við nám í Reykjavík en starfar í sinni heimasveit á sumrin. Þegar námsönninni við Listaháskólanum lauk þann 10. maí flutti hann aftur norður í land í foreldrahús og tilkynnti breytingu á lögheimili til Þjóðskrár nokkrum dögum síðar. Fram kemur á vef Þjóðskrár að breytingar á lögheimili fyrir kosningar þurfi að eiga sér stað í síðasta lagi þann 24. apríl. Annars sé miðað við lögheimilisskráningu fyrir þann dag. Helga finnst þetta ekki nógu skýrt. „Hvergi á netinu er hæglega hægt að finna þær upplýsingar að ég væri með kjörstað minn ennþá í Reykjavík fyrst ég flutti lögheimilið „of seint“. Einnig er það ekki almenn vitneskja að ekki væri hægt að koma því einhvern vegin í gegn að kjósa í mínu núverandi kjördæmi,“ segir Helgi Þorleifur. Hann lýsir því að kjörstjórn hafi verið afslöppuð þegar hann mætti og nafnið hans var ekki að finna á lista kjósenda. Kannski yrði hægt að finna út úr því. „Þetta eru ekki sveitastjórnakosningar eða alþingiskosningar eftir alltsaman - hvert atkvæði sama í hvaða kjördæmi þú ert, gildir jafnt og hefur ekki áhrif á ákveðið fólk í framboði,“ segir Helgi Þorleifur. Hann hafi farið afsíðir með formanni kjörstjórnar, setið við hlið hans meðan hann hringdi símtal eftir símtal til að fá svör. Að lokum var niðurstaðan sú að hann gæti ekki kosið í Mývatnssveit. „Ég hefði þurft að kæra breytingu á kjörseðli eftir fluttning lögheimilisins til að mega kjósa í kjördæminu mínu. Hann sagði mér einnig að áður fyrr hefði mátt uppfæra kjörseðilinn þannig að ég gæti kosið og að þetta væri í fyrsta skipti sem það væri ekki hægt.“ Formaður kjörstjórnar hafi sjálfur komið af fjöllum og virkað miður sín að geta ekki hjálpað Helga. „Þó hann hafi verið mjög hjálpsamur og gert allt sem hann gat. Það að sjálf kjörstjórnin hafi ekki vitað af slíkri reglu sem er svo ströng er ótrúlegt fyrir mér - það virðist ekki vera nein almenn vitneskja um þetta.“ Möguleikinn á að kjósa hafi þó enn verið til staðar. En þá hefði Helgi þurft að fara til Akureyrar eða Húsavíkur, kjósa þar, koma atkvæði sínu suður með flugvél með tilheyrandi kostnaði. Svo hefði einhver þurft að fara með atkvæði hans af Reykjavíkurflugvelli á viðeigandi kjörstað fyrir klukkan tíu í kvöld. „En það er of mikið vesen, sérstaklega af því núna er ég mættur í vinnuna þar sem ég verð fram á kvöld og er að skrifa þennan póst á skrifborðinu þar,“ sagði Helgi Þorleifur í hádeginu í dag.
Forsetakosningar 2024 Þingeyjarsveit Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira