McIlroy fékk löggu til að afhenda konu sinni skilnaðarpappírana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2024 08:00 Rory McIlroy og Erica Stoll á Masters mótinu í fyrra. getty/Augusta National Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy fékk lögreglumann til að tilkynna eiginkonu sinni að hann vildi skilja við hana. Daginn eftir að hann vann Wells Fargo Championship mótið sótti McIlroy um skilnað frá eiginkonu sinni, Ericu Stoll, eftir sjö ára hjónaband. McIlroy sagði Stoll þó ekki sjálfur að hann vildi skilnað heldur fékk hann lögreglumann til verksins. Sá afhenti Stoll skilnaðarpappírana sem McIlroy skrifaði rafrænt undir á meðan hann var að keppa á Wells Fargo Championship mótinu. Nokkrum dögum seinna hóf McIlroy leik á PGA-meistaramótinu. Þar lenti hann í 12. sæti. McIlroy hefur ekki unnið risamót síðan 2014. McIlroy og Erica kynntust 2012 og gengu í hjónaband fimm árum seinna. Þau eiga eitt barn saman, dótturina Poppy Kennedy sem fæddist 2020. McIlroy fer fram á sameiginlegt forræði yfir Poppy. Lögmaður McIlroys er Thomas Sasser, sá sami og var lögmaður Tigers Woods þegar hann skildi við þáverandi eiginkonu sína, Elin Nordegren, 2010. Golf Ástin og lífið Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Daginn eftir að hann vann Wells Fargo Championship mótið sótti McIlroy um skilnað frá eiginkonu sinni, Ericu Stoll, eftir sjö ára hjónaband. McIlroy sagði Stoll þó ekki sjálfur að hann vildi skilnað heldur fékk hann lögreglumann til verksins. Sá afhenti Stoll skilnaðarpappírana sem McIlroy skrifaði rafrænt undir á meðan hann var að keppa á Wells Fargo Championship mótinu. Nokkrum dögum seinna hóf McIlroy leik á PGA-meistaramótinu. Þar lenti hann í 12. sæti. McIlroy hefur ekki unnið risamót síðan 2014. McIlroy og Erica kynntust 2012 og gengu í hjónaband fimm árum seinna. Þau eiga eitt barn saman, dótturina Poppy Kennedy sem fæddist 2020. McIlroy fer fram á sameiginlegt forræði yfir Poppy. Lögmaður McIlroys er Thomas Sasser, sá sami og var lögmaður Tigers Woods þegar hann skildi við þáverandi eiginkonu sína, Elin Nordegren, 2010.
Golf Ástin og lífið Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira