„Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn glaður“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2024 23:06 Sigursteinn Arndal hefur Íslandsmeistarabikarinn á loft. vísir/diego Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. „Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður,“ sagði Sigursteinn eftir að titillinn fór á loft. „Mér fannst við alltaf vera á undan og rauninni á öllum sviðum. Ég vil samt sem áður þakka Aftureldingu fyrir frábært einvígi. Þeir voru virkilega öflugir og við þurftum að hafa ofboðslega mikið fyrir þessu.“ FH var með yfirhöndina gegnum allan leikinn og stóðu vörnina vel. Þeir náðu að loka á hættulegasta leikmann Aftureldingar, Þorstein Leó Gunnarsson, í leiknum í kvöld. „Við þurftum að bregðast við því eftir fyrsta leik og mér fannst við hafa gert það. Hann er náttúrulega stórkostlegur leikmaður en við náðum einhvern veginn að drena hann. Hann var alltaf þreyttur,“ sagði Sigursteinn um varnarleik sinna manna í kvöld. FH sigraði deildina einnig og hefur tímabilið verið einstaklega gott hjá Hafnfirðingum. „Þetta er búið að vera geðveikt. Allt frá kynningunni á Aroni og hvernig allt félagið vaknaði og bætti í,“ bætti Sigursteinn við þegar hann var spurður út í tímabilið. Sigursteinn er staðráðinn í að halda dampi og hefur trú á að félagið geti haldið áfram á þessari vegferð. „Einar Bragi er að fara en FH er bara stór klúbbur og þurfum að nýta okkur þetta á réttan hátt. Þurfum að bæta í og sjá til þess að þetta haldi áfram.“ Það er ljóst að það verða fagnaðarhöld hjá Hafnfirðingum í kvöld. „Guð minn góður. Það er ótrúlegur hópur manna búinn að gera allt klárt í Krikanum fyrir eitthvað svakalegt. Það verður fram á morgun í tjaldinu,“ sagði Sigursteinn léttur í bragði þegar hann var spurður út í dagskrá kvöldsins. Verður ryð í Hafnfirðingum í fyrramálið? „Það má búast fastlega við því,“ sagði Sigursteinn glettinn. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
„Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður,“ sagði Sigursteinn eftir að titillinn fór á loft. „Mér fannst við alltaf vera á undan og rauninni á öllum sviðum. Ég vil samt sem áður þakka Aftureldingu fyrir frábært einvígi. Þeir voru virkilega öflugir og við þurftum að hafa ofboðslega mikið fyrir þessu.“ FH var með yfirhöndina gegnum allan leikinn og stóðu vörnina vel. Þeir náðu að loka á hættulegasta leikmann Aftureldingar, Þorstein Leó Gunnarsson, í leiknum í kvöld. „Við þurftum að bregðast við því eftir fyrsta leik og mér fannst við hafa gert það. Hann er náttúrulega stórkostlegur leikmaður en við náðum einhvern veginn að drena hann. Hann var alltaf þreyttur,“ sagði Sigursteinn um varnarleik sinna manna í kvöld. FH sigraði deildina einnig og hefur tímabilið verið einstaklega gott hjá Hafnfirðingum. „Þetta er búið að vera geðveikt. Allt frá kynningunni á Aroni og hvernig allt félagið vaknaði og bætti í,“ bætti Sigursteinn við þegar hann var spurður út í tímabilið. Sigursteinn er staðráðinn í að halda dampi og hefur trú á að félagið geti haldið áfram á þessari vegferð. „Einar Bragi er að fara en FH er bara stór klúbbur og þurfum að nýta okkur þetta á réttan hátt. Þurfum að bæta í og sjá til þess að þetta haldi áfram.“ Það er ljóst að það verða fagnaðarhöld hjá Hafnfirðingum í kvöld. „Guð minn góður. Það er ótrúlegur hópur manna búinn að gera allt klárt í Krikanum fyrir eitthvað svakalegt. Það verður fram á morgun í tjaldinu,“ sagði Sigursteinn léttur í bragði þegar hann var spurður út í dagskrá kvöldsins. Verður ryð í Hafnfirðingum í fyrramálið? „Það má búast fastlega við því,“ sagði Sigursteinn glettinn.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira