Guardiola ráðlagði Bayern að ráða Kompany Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 10:30 Vincent Kompany var fyrirliði Manchester City undir stjórn Pep Guardiola. Hér fagna þeir Englandsmeistaratitli. Getty/Anthony Devlin/ Bayern München leitaði til Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, áður en félagið fór í viðræður við Vincent Kompany. Það stefnir allt í það að fyrrverandi knattspyrnustjóri Burnley fái eitt stærsta starfið í evrópska fótboltanum þrátt fyrir að Burnley hafi fallið úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Bayern hefur trú á Belganum sem er enn að stíga sín fyrstu skref sem knattspyrnustjóri. Karl-Heinz Rummenigge staðfesti samtal við Guardiola þegar hann ræddi við Sky Sports. Rummenigge hætti sem framkvæmdastjóri Bayern árið 2021 en situr enn í stjórn félagsins. Bayern hefur gengið illa að finna eftirmann Thomas Tuchel og Rummenigge var ósáttur með að hvert nafnið á fætur öðru lak út úr innsta koppi. Hinn 68 ára gamli Rummenigge vildi segja frá því að félagið hafi leitað ráða hjá Guardiola, sem þjálfaði þýska félagið frá 2013 til 2016. Guardiola þekkir vel til Kompany sem spilaði undir hans stjórn hjá City frá 2016 til 2019. „Pep hjálpaði okkur með Kompany og talaði mjög vel um hann. Hann sagði hann vera hæfileikaríkan þjálfara. Pep þekkir Vincent mjög vel og metum hans álit mikils,“ sagði Rummenigge. Guardiola gerði Bayern þrisvar sinnum að þýskum meisturum. 🔴👀 Karl-Heinz Rummenigge reveals: “Pep Guardiola was also helping us with Kompany, he spoke very highly of Vincent as talented coach”.“Pep knows Vincent well and his opinion was really appreciated”, told Sky. pic.twitter.com/hu0BMyDihi— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 28, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Það stefnir allt í það að fyrrverandi knattspyrnustjóri Burnley fái eitt stærsta starfið í evrópska fótboltanum þrátt fyrir að Burnley hafi fallið úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Bayern hefur trú á Belganum sem er enn að stíga sín fyrstu skref sem knattspyrnustjóri. Karl-Heinz Rummenigge staðfesti samtal við Guardiola þegar hann ræddi við Sky Sports. Rummenigge hætti sem framkvæmdastjóri Bayern árið 2021 en situr enn í stjórn félagsins. Bayern hefur gengið illa að finna eftirmann Thomas Tuchel og Rummenigge var ósáttur með að hvert nafnið á fætur öðru lak út úr innsta koppi. Hinn 68 ára gamli Rummenigge vildi segja frá því að félagið hafi leitað ráða hjá Guardiola, sem þjálfaði þýska félagið frá 2013 til 2016. Guardiola þekkir vel til Kompany sem spilaði undir hans stjórn hjá City frá 2016 til 2019. „Pep hjálpaði okkur með Kompany og talaði mjög vel um hann. Hann sagði hann vera hæfileikaríkan þjálfara. Pep þekkir Vincent mjög vel og metum hans álit mikils,“ sagði Rummenigge. Guardiola gerði Bayern þrisvar sinnum að þýskum meisturum. 🔴👀 Karl-Heinz Rummenigge reveals: “Pep Guardiola was also helping us with Kompany, he spoke very highly of Vincent as talented coach”.“Pep knows Vincent well and his opinion was really appreciated”, told Sky. pic.twitter.com/hu0BMyDihi— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 28, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira