Xavi varaði Flick við: „Hann mun þjást“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2024 15:02 Xavi gerði Barcelona að Spánarmeisturum í fyrra. getty/Fran Santiago Xavi stýrði Barcelona í síðasta sinn í gær. Eftir leikinn varaði hann eftirmann sinn við og sagði að hann ætti erfitt verkefni fyrir höndum. Xavi ætlaði að hætta hjá Barcelona en snerist síðan hugur og ákvað að halda áfram. Hann var hins vegar rekinn í síðustu viku eftir að hafa gagnrýnt fjárhagsstöðu Barcelona. Barcelona vann 1-2 sigur á Sevilla í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í gær. Það var síðasti leikur liðsins undir stjórn Xavis. Barcelona endaði í 2. sæti með 85 stig, tíu stigum á eftir meisturum Real Madrid. Fastlega er búist við því að Hansi Flick, fyrrverandi þjálfari Bayern München og þýska landsliðsins, taki við stjórastarfinu hjá Barcelona. Eftir leikinn í gær var Xavi spurður hvort hann væri með einhver skilaboð til eftirmanns síns. „Hann mun þjást. Þetta er erfitt starf og þú þarft að vera þolinmóður,“ sagði Xavi með bros á vör. Hann er ánægður með hvað hann afrekaði sem stjóri Barcelona. „Mér finnst að starf okkar hafi ekki verið nógu mikils metið. Þegar ég tók við var liðið í 9. sæti en við enduðum í 2. sæti. Svo unnum við deildina á næsta tímabili.“ Xavi, sem er 44 ára, lék nánast allan sinn feril með Barcelona og tók svo við liðinu í nóvember 2021. Hann var áður við stjórnvölinn hjá Al Sadd í Katar. Spænski boltinn Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Xavi ætlaði að hætta hjá Barcelona en snerist síðan hugur og ákvað að halda áfram. Hann var hins vegar rekinn í síðustu viku eftir að hafa gagnrýnt fjárhagsstöðu Barcelona. Barcelona vann 1-2 sigur á Sevilla í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í gær. Það var síðasti leikur liðsins undir stjórn Xavis. Barcelona endaði í 2. sæti með 85 stig, tíu stigum á eftir meisturum Real Madrid. Fastlega er búist við því að Hansi Flick, fyrrverandi þjálfari Bayern München og þýska landsliðsins, taki við stjórastarfinu hjá Barcelona. Eftir leikinn í gær var Xavi spurður hvort hann væri með einhver skilaboð til eftirmanns síns. „Hann mun þjást. Þetta er erfitt starf og þú þarft að vera þolinmóður,“ sagði Xavi með bros á vör. Hann er ánægður með hvað hann afrekaði sem stjóri Barcelona. „Mér finnst að starf okkar hafi ekki verið nógu mikils metið. Þegar ég tók við var liðið í 9. sæti en við enduðum í 2. sæti. Svo unnum við deildina á næsta tímabili.“ Xavi, sem er 44 ára, lék nánast allan sinn feril með Barcelona og tók svo við liðinu í nóvember 2021. Hann var áður við stjórnvölinn hjá Al Sadd í Katar.
Spænski boltinn Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira