Gat ekki gengið fyrir nokkrum dögum en vann síðan sögulegt silfur á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 07:31 Bergrós Björnsdóttir með söguleg verðlaun sín. Lyftingasamband Íslands Hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir varð um helgina fyrst Íslendinga til að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum og það þrátt fyrir að vera á hækjum aðeins nokkrum dögum fyrr. Bergrós vann silfrið í -71 kílóa flokki kvenna á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri sem fram fór í Lima í Perú. Hún lyfti 198 kílóum samanlagt. Þetta eru fyrstu verðlaunin sem Íslendingur vinnur á Heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum yfir alla aldursflokka. Afrek Bergrósar vakti mikla athygli þar á meðal hjá útsendara Alþjóðalyftingarsambandsins sem skrifaði sérstaklega um íslensku lyftingakonuna í grein sinni um mótið. Innan við viku fyrir mótið keppti Bergrós í Crossfit í Frakklandi en þar var um að ræða undankeppni Evrópu í fullorðinsflokki. Bergrós varð að hætta keppni þar eftir að hún snéri sig illa á ökkla í einni af síðustu greinum. Mætti til Perú á hækjum Hún mætti til Perú á hækjum sem vakti athygli og Alþjóðalyftingasambandið gerði góð skil á heimasíðu sinni í umfjöllun um mótið. „Á síðasta sunnudag þá gat ég ekki gengið. Ég kom hingað af því að þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki. Ég vildi prófa þetta því ég hélt að ég ætti möguleika á því að komast á verðlaunapallinn. Eftir að ég meiddist þá bjóst ég ekki við því að vera tilbúin í tíma. Það er hálfgert kraftaverk að ég keppti yfir höfuð,“ sagði Bergrós í viðtali við útsendara heimasíðu Alþjóðalyftingasambandsins. „Ólympískar lyftingar eru styrkleiki minn í CrossFit og ég einbeiti mér því ekki allt of mikið að þeim þegar ég er að æfa. Í raun varla neitt. Ég er að vinna í öðru sem ég þarf að bæta. Fyrir þessa keppni þá æfði ég aðeins meira til að undirbúa líkamann en ekkert of klikkað,“ sagði Bergrós. CrossFit á hjartað mitt „Ef ég segi alveg eins og þá er ég hrifnari af CrossFit en lyftingum. Það er meira spennandi að keppa yfir þrjá daga í alls konar keppni. CrossFit á hjartað mitt. Ólympískar lyftingar eru ekki eins skemmtilegar,“ sagði Bergrós og hló. Lyftingasambandið fór yfir keppnina hjá Bergrós. Þar kom fram að tuttugu keppendur voru í flokknum hennar. Bergrós hóf keppni í snörun á 85 kílóum og fór því næst í 88 kíló sem kom henni upp í fjórða sætið í snörun. 88 kílóa lyfta hennar var líka eins kílós bæting á Íslandsmetinu í snörun í aldurs- og þyngdarflokknum. Í lokatilrauninni reyndi hún við 91 kíló sem hefði tryggt henni gull í snörun. Bergrós átti ágætis tilraun en stóð ekki upp með þyngdina. Missti aðeins jafnvægið Í jafnhendingu opnaði hún á 110 kílóum sem er 10 kílóum betra en hún hefur gert á móti í ólympískum lyftingum og um leið fjögurra kílóa bæting á Íslandsmetinu í aldursflokknum. Við það fór hún upp í annað sætið og í þriðja sætið í jafnhendingu. Í annarri tilraun fór hún í 114 kíló til að koma sér í fyrsta sætið en hún náði ekki að standa upp með þá þyngd. Það eina í stöðunni var að elta Sarah Ochoa frá Venesúela sem var í forustusætinu. Sarah lyfti fyrst en náði ekki að lyfta þyngdinni sem var 115 kíló. Bergrós fékk því lokalyftuna til að vinna gullið, hún náði að standa upp með þyngdina, og lyfta henni upp fyrir haus í lás. Því miður missti Bergrós aðeins jafnvægið þegar hún var í lokahluta lyftunnar og missti þyngdina aftur fyrir sig. Silfrið var því niðurstaðan. Lyftingar CrossFit Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Sjá meira
Bergrós vann silfrið í -71 kílóa flokki kvenna á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri sem fram fór í Lima í Perú. Hún lyfti 198 kílóum samanlagt. Þetta eru fyrstu verðlaunin sem Íslendingur vinnur á Heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum yfir alla aldursflokka. Afrek Bergrósar vakti mikla athygli þar á meðal hjá útsendara Alþjóðalyftingarsambandsins sem skrifaði sérstaklega um íslensku lyftingakonuna í grein sinni um mótið. Innan við viku fyrir mótið keppti Bergrós í Crossfit í Frakklandi en þar var um að ræða undankeppni Evrópu í fullorðinsflokki. Bergrós varð að hætta keppni þar eftir að hún snéri sig illa á ökkla í einni af síðustu greinum. Mætti til Perú á hækjum Hún mætti til Perú á hækjum sem vakti athygli og Alþjóðalyftingasambandið gerði góð skil á heimasíðu sinni í umfjöllun um mótið. „Á síðasta sunnudag þá gat ég ekki gengið. Ég kom hingað af því að þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki. Ég vildi prófa þetta því ég hélt að ég ætti möguleika á því að komast á verðlaunapallinn. Eftir að ég meiddist þá bjóst ég ekki við því að vera tilbúin í tíma. Það er hálfgert kraftaverk að ég keppti yfir höfuð,“ sagði Bergrós í viðtali við útsendara heimasíðu Alþjóðalyftingasambandsins. „Ólympískar lyftingar eru styrkleiki minn í CrossFit og ég einbeiti mér því ekki allt of mikið að þeim þegar ég er að æfa. Í raun varla neitt. Ég er að vinna í öðru sem ég þarf að bæta. Fyrir þessa keppni þá æfði ég aðeins meira til að undirbúa líkamann en ekkert of klikkað,“ sagði Bergrós. CrossFit á hjartað mitt „Ef ég segi alveg eins og þá er ég hrifnari af CrossFit en lyftingum. Það er meira spennandi að keppa yfir þrjá daga í alls konar keppni. CrossFit á hjartað mitt. Ólympískar lyftingar eru ekki eins skemmtilegar,“ sagði Bergrós og hló. Lyftingasambandið fór yfir keppnina hjá Bergrós. Þar kom fram að tuttugu keppendur voru í flokknum hennar. Bergrós hóf keppni í snörun á 85 kílóum og fór því næst í 88 kíló sem kom henni upp í fjórða sætið í snörun. 88 kílóa lyfta hennar var líka eins kílós bæting á Íslandsmetinu í snörun í aldurs- og þyngdarflokknum. Í lokatilrauninni reyndi hún við 91 kíló sem hefði tryggt henni gull í snörun. Bergrós átti ágætis tilraun en stóð ekki upp með þyngdina. Missti aðeins jafnvægið Í jafnhendingu opnaði hún á 110 kílóum sem er 10 kílóum betra en hún hefur gert á móti í ólympískum lyftingum og um leið fjögurra kílóa bæting á Íslandsmetinu í aldursflokknum. Við það fór hún upp í annað sætið og í þriðja sætið í jafnhendingu. Í annarri tilraun fór hún í 114 kíló til að koma sér í fyrsta sætið en hún náði ekki að standa upp með þá þyngd. Það eina í stöðunni var að elta Sarah Ochoa frá Venesúela sem var í forustusætinu. Sarah lyfti fyrst en náði ekki að lyfta þyngdinni sem var 115 kíló. Bergrós fékk því lokalyftuna til að vinna gullið, hún náði að standa upp með þyngdina, og lyfta henni upp fyrir haus í lás. Því miður missti Bergrós aðeins jafnvægið þegar hún var í lokahluta lyftunnar og missti þyngdina aftur fyrir sig. Silfrið var því niðurstaðan.
Lyftingar CrossFit Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Sjá meira