Framleiða heimildarmynd um meiðsli Courtois Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. maí 2024 09:29 Tvisvar var talið öruggt að Courtois yrði frá út tímabilið. Tvisvar kom hann efasemdarmönnum á óvart. Helios de la Rubia/Real Madrid via Getty Images Meiðsli Thibauts Courtois og lygilega snögg endurkoma hans á knattspyrnuvöllinn verður viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar Amazon Prime. Amazon hefur verið að hasla sér völl í framleiðslu á íþróttaefni undanfarin ár. All or Nothing seríurnar, sem fylgdu eftir Man. City, Juventus og Arsenal, nutu mikilla vinsælda. 🚨 Amazon Prime will release a documentary about Thibaut Courtois’ ACL injury & his recovery. @TheAthleticFC pic.twitter.com/RGjPlZjxkL— Madrid Xtra (@MadridXtra) May 21, 2024 Courtois sleit krossband í vinstra hné á æfingu fyrir fyrsta leik núliðins tímabils, í ágúst 2023. Upphaflega var talið að hann yrði frá út tímabilið en hann jafnað sig merkilega fljótt og var snúinn aftur á æfingar í mars á þessu ári. Þá varð hann hins vegar fyrir því óláni að rífa liðþófa í hægra hné. Þá þótti fullvíst að hann kæmi ekki við sögu á tímabilinu, en aftur jafnaði hann sig merkilega fljótt og tókst að spila leik gegn Cadiz þann 4. maí, leik sem tryggði Real Madrid endanlega spænska deildarmeistaratitilinn. Courtois hefur öðlast orðspor fyrir að leggja gríðarlega mikla vinnu í sitt fag. Hvort sem það eru aukaæfingar í sumarfríum sínum, eða einmitt endurheimt úr meiðslum. Hann kaus að gefa ekki kost á sér með Belgíu á EM í sumar til að setja fullan fókus á að snúa aftur heill heilsu fyrir Real Madrid á næsta tímabili. Spænski boltinn Belgía Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Amazon hefur verið að hasla sér völl í framleiðslu á íþróttaefni undanfarin ár. All or Nothing seríurnar, sem fylgdu eftir Man. City, Juventus og Arsenal, nutu mikilla vinsælda. 🚨 Amazon Prime will release a documentary about Thibaut Courtois’ ACL injury & his recovery. @TheAthleticFC pic.twitter.com/RGjPlZjxkL— Madrid Xtra (@MadridXtra) May 21, 2024 Courtois sleit krossband í vinstra hné á æfingu fyrir fyrsta leik núliðins tímabils, í ágúst 2023. Upphaflega var talið að hann yrði frá út tímabilið en hann jafnað sig merkilega fljótt og var snúinn aftur á æfingar í mars á þessu ári. Þá varð hann hins vegar fyrir því óláni að rífa liðþófa í hægra hné. Þá þótti fullvíst að hann kæmi ekki við sögu á tímabilinu, en aftur jafnaði hann sig merkilega fljótt og tókst að spila leik gegn Cadiz þann 4. maí, leik sem tryggði Real Madrid endanlega spænska deildarmeistaratitilinn. Courtois hefur öðlast orðspor fyrir að leggja gríðarlega mikla vinnu í sitt fag. Hvort sem það eru aukaæfingar í sumarfríum sínum, eða einmitt endurheimt úr meiðslum. Hann kaus að gefa ekki kost á sér með Belgíu á EM í sumar til að setja fullan fókus á að snúa aftur heill heilsu fyrir Real Madrid á næsta tímabili.
Spænski boltinn Belgía Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira