Snjór til vandræða í Ítalíuhjólreiðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 13:30 Hjólreiðakappinn Alexandre Delettre á ferðinni í Ítalíuhjólreiðunum en nú er ekki aðeins snjór fyrir utan brautina. Getty/Tim de Waele Það eru sérstakar aðstæður fyrir keppni dagsins í Ítalíuhjólreiðunum, Giro d'Italia. Þrátt fyrir að júní nálgist óðfluga þá eru sannkallaðar vetraraðstæður í fjöllunum á Ítalíu. Giro d'Italia er eitt af risamótunum í hjólreiðaheiminum og það næstastærsta á eftir Frakklandshjólreiðunum, Tour de France. Það gekk illa að skipuleggja sextándu sérleiðina vegna snjókomu. Hjólreiðakapparnir áttu að hjóla upp í 2500 metra hæð í Ölpunum en það var snjór og slydda í 1900 metra hæð. Ben O'Connor says Giro d'Italia is run by 'dinosaurs' amid anger over stage 16 conditions❄️'I'd like to see him get out on the bike and do the start of the stage and see what his answer is' says Australian👇https://t.co/6h2Wf4huRF— GCN Racing (@GcnRacing) May 21, 2024 Samband hjólreiðamanna vildi byrja frekar hinum megin við Umbrail skarðið til að forðast snjóinn en mótshaldarar voru harðir á því að byrja í Livigno og stytta ekki leiðina. Það endaði þó með því að hjólreiðakapparnir voru ferjaðir hinum megin við fjallið og sextánda sérleiðin var látin byrja þar. Norska ríkisútvarpið var í sambandi við hjólreiðamanninn Tobias Foss sem sagði skipulagið vera í molum. Hann sagði þó að sem betur fer voru hjólreiðakapparnir allir sammála því að færa keppnina. „Það er slydda og það er snjór á jörðinni. Það er óskiljanlegt að þeir séu enn að velta því fyrir sér að stytta ekki leiðina,“ sagði Foss. „Það hefði ekki verið möguleiki að hjóla í 2500 metra hæð. Það hefði verið allt of mikill snjór til að það væri möguleiki. Ég skil ekki alveg af hverju menn voru að leggja það til að reyna slíkt,“ sagði Foss. Absolute chaos at the Giro d’Italia, Stage 16 was due to go in the mountains but the conditions are below freezing and there’s snow everywhere. The riders have refused to start,Alberto Contador for Eurosport when 11km up the course in the car to report and they couldn’t go… pic.twitter.com/05dhUo1JJK— Sanny Rudravajhala (@Sanny_Rudra) May 21, 2024 Hjólreiðar Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Giro d'Italia er eitt af risamótunum í hjólreiðaheiminum og það næstastærsta á eftir Frakklandshjólreiðunum, Tour de France. Það gekk illa að skipuleggja sextándu sérleiðina vegna snjókomu. Hjólreiðakapparnir áttu að hjóla upp í 2500 metra hæð í Ölpunum en það var snjór og slydda í 1900 metra hæð. Ben O'Connor says Giro d'Italia is run by 'dinosaurs' amid anger over stage 16 conditions❄️'I'd like to see him get out on the bike and do the start of the stage and see what his answer is' says Australian👇https://t.co/6h2Wf4huRF— GCN Racing (@GcnRacing) May 21, 2024 Samband hjólreiðamanna vildi byrja frekar hinum megin við Umbrail skarðið til að forðast snjóinn en mótshaldarar voru harðir á því að byrja í Livigno og stytta ekki leiðina. Það endaði þó með því að hjólreiðakapparnir voru ferjaðir hinum megin við fjallið og sextánda sérleiðin var látin byrja þar. Norska ríkisútvarpið var í sambandi við hjólreiðamanninn Tobias Foss sem sagði skipulagið vera í molum. Hann sagði þó að sem betur fer voru hjólreiðakapparnir allir sammála því að færa keppnina. „Það er slydda og það er snjór á jörðinni. Það er óskiljanlegt að þeir séu enn að velta því fyrir sér að stytta ekki leiðina,“ sagði Foss. „Það hefði ekki verið möguleiki að hjóla í 2500 metra hæð. Það hefði verið allt of mikill snjór til að það væri möguleiki. Ég skil ekki alveg af hverju menn voru að leggja það til að reyna slíkt,“ sagði Foss. Absolute chaos at the Giro d’Italia, Stage 16 was due to go in the mountains but the conditions are below freezing and there’s snow everywhere. The riders have refused to start,Alberto Contador for Eurosport when 11km up the course in the car to report and they couldn’t go… pic.twitter.com/05dhUo1JJK— Sanny Rudravajhala (@Sanny_Rudra) May 21, 2024
Hjólreiðar Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira