Meistararnir úr leik eftir stærstu endurkomu sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 08:30 Anthony Edwards fagnar körfu í sigri Minnesota Timberwolves á Denver Nuggets í oddaleik liðanna í nótt. AP/David Zalubowski Minnesota Timberwolves komst í nótt í úrslit Vesturdeildarinnar í NBA þegar liðið vann útisigur á meisturum Denver Nuggets í hreinum úrslitaleik í einvígi liðanna. Minnesota vann leikinn 98-90 og þar með einvígið 4-3. Næst á dagskrá er lið Dallas Mavericks í baráttunni um sæti í úrslitaeinvígi NBA á móti annað hvort Boston Celtics eða Indiana Pacers. THE TIMBERWOLVES ARE ADVANCING TO THE WESTERN CONFERENCE FINALS ‼️🐺 pic.twitter.com/mAuhSD7mPF— NBA (@NBA) May 20, 2024 Timberwolves liðið var fimmtán stigum undir í hálfleik en með því að koma til baka úr þeirri stöðu þá náðu þeir stærstu endurkomu sögunnar í leik sjö í úrslitakeppni NBA. Unga stórstjarnan hjá Minnesota, Anthony Edwards, byrjaði leikinn skelfilega en átti góðan seinni hálfleik. Hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleiknum en endaði leikinn með 16 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Auk þess að spila betur sóknarlega þá lokaði Edwards á Jamal Murray sem skoraði 24 stig í fyrri hálfleik en aðeins níu stig í þeim síðari. „Það eru til fleiri leiðir til að vinna körfuboltaleik þegar þú ert ekki bara sóknarleikmaður. Ég er ekki bara gæi sem getur skorað. Ég er líka gæi sem getur lokað á besta bakvörð hins liðsins. Mér fannst ég gera það á móti Jamal í fjórða leikhlutanum, í þriðja og fjórða leikhlutanum, og það var það sem sneri leiknum,“ sagði Anthony Edwards eftir leik. The @Timberwolves' trio STEPPED UP on the road to advance to the Western Conference Finals!KAT: 23 PTS, 12 REBAnt: 16 PTS, 8 REB, 7 ASTMcDaniels: 23 PTS, 6 REBMinnesota's 20-point comeback is the biggest in Game 7 history in the play-by-play era (1997-98). pic.twitter.com/DUKFfaWX5c— NBA (@NBA) May 20, 2024 Staðan varð reyndar enn verri í upphafi þriðja leikhlutans þegar Denver komst tuttugu stigum yfir, 58-38, þegar rúm mínúta var liðin af seinni hálfleiknum. 28-9 sprettur kom Minnesota einu stigi fyrir lokaleikhlutann. Liðið var síðan sterkara á lokakafla leiksins. Karl-Anthony Towns og Jaden McDaniels voru stigahæstir í liðinu með 23 stig hvor. Towns tók einnig 12 fráköst. Jamal Murray skoraði 35 stig fyrir Denver og þá var Nikola Jokic með 34 stig, 19 fráköst og 7 stoðsendingar. Enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en sjö stig. Það er því ljóst að liðið nær ekki að verja NBA titilinn í ár. Ant celebrates the Game 7 W in #PhantomCam. 📸🔥 pic.twitter.com/NCQvQsgtDL— NBA (@NBA) May 20, 2024 NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Sjá meira
Minnesota vann leikinn 98-90 og þar með einvígið 4-3. Næst á dagskrá er lið Dallas Mavericks í baráttunni um sæti í úrslitaeinvígi NBA á móti annað hvort Boston Celtics eða Indiana Pacers. THE TIMBERWOLVES ARE ADVANCING TO THE WESTERN CONFERENCE FINALS ‼️🐺 pic.twitter.com/mAuhSD7mPF— NBA (@NBA) May 20, 2024 Timberwolves liðið var fimmtán stigum undir í hálfleik en með því að koma til baka úr þeirri stöðu þá náðu þeir stærstu endurkomu sögunnar í leik sjö í úrslitakeppni NBA. Unga stórstjarnan hjá Minnesota, Anthony Edwards, byrjaði leikinn skelfilega en átti góðan seinni hálfleik. Hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleiknum en endaði leikinn með 16 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Auk þess að spila betur sóknarlega þá lokaði Edwards á Jamal Murray sem skoraði 24 stig í fyrri hálfleik en aðeins níu stig í þeim síðari. „Það eru til fleiri leiðir til að vinna körfuboltaleik þegar þú ert ekki bara sóknarleikmaður. Ég er ekki bara gæi sem getur skorað. Ég er líka gæi sem getur lokað á besta bakvörð hins liðsins. Mér fannst ég gera það á móti Jamal í fjórða leikhlutanum, í þriðja og fjórða leikhlutanum, og það var það sem sneri leiknum,“ sagði Anthony Edwards eftir leik. The @Timberwolves' trio STEPPED UP on the road to advance to the Western Conference Finals!KAT: 23 PTS, 12 REBAnt: 16 PTS, 8 REB, 7 ASTMcDaniels: 23 PTS, 6 REBMinnesota's 20-point comeback is the biggest in Game 7 history in the play-by-play era (1997-98). pic.twitter.com/DUKFfaWX5c— NBA (@NBA) May 20, 2024 Staðan varð reyndar enn verri í upphafi þriðja leikhlutans þegar Denver komst tuttugu stigum yfir, 58-38, þegar rúm mínúta var liðin af seinni hálfleiknum. 28-9 sprettur kom Minnesota einu stigi fyrir lokaleikhlutann. Liðið var síðan sterkara á lokakafla leiksins. Karl-Anthony Towns og Jaden McDaniels voru stigahæstir í liðinu með 23 stig hvor. Towns tók einnig 12 fráköst. Jamal Murray skoraði 35 stig fyrir Denver og þá var Nikola Jokic með 34 stig, 19 fráköst og 7 stoðsendingar. Enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en sjö stig. Það er því ljóst að liðið nær ekki að verja NBA titilinn í ár. Ant celebrates the Game 7 W in #PhantomCam. 📸🔥 pic.twitter.com/NCQvQsgtDL— NBA (@NBA) May 20, 2024
NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Sjá meira