„Þurfum bara okkar besta leik í vetur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2024 07:01 Óskar Bjarni stýrir Valsliði í úrslitum Evrópubikarsins í kvöld. Hann hafði áður farið með liðið í undanúrslit árið 2017. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði liðið þurfa að sýna sitt allra besta þegar Olympiacos mætir á Hlíðarenda í kvöld og fyrri leikur liðanna í úrslitum Evrópubikarsins fer fram. „Ég er gríðarlega spenntur, einn stærsti leikur í langan tíma fyrir félagið og íslenskan handbolta, úrslit í Evrópukeppni er bara frábært, bara tilhlökkun.“ Valsmenn fengu lítinn tíma til að jafna sig eftir að hafa dottið úr leik í deildarkeppninni hér heima fyrir á miðvikudag með svekkjandi tapi gegn Aftureldingu í undanúrslitum. „Það var að sjálfsögðu bara vont og erfitt að detta út. Eina góða við það var að maður gat ekkert verið að lengi að svekkja sig. Það þurfti bara strax að fara að undirbúa og finna lausnir gegn mjög sterku liði Olympiacos. Við þurfum að sýna miklu betri frammistöðu heldur en við höfum verið að gera í þessu einvígi.“ „Ágætis hæð í því“ Hætturnar leynast víða hjá gríska stórliðinu, fjölmargir grískir landsliðsmenn skipa liðið en fremstir í flokki fara erlendis reynsluboltar. Olympiacos er hávaxið lið sem spilar þéttan varnarleik, Valur reiðir sig meira á hraða og sprengikraft. „Þeir eru með sex gríska landsliðsmenn, þekktasti leikmaðurinn þar er Savvas Savvas, mikil skytta sem skýtur langt utan af velli, grjótkastari mikill. Svo er miðjumaður frá Króatíu, Ivan Sliskovic, klókur og góður. Svo er Slóveni sem er línunni, sterkur. Gamalreyndur Spánverji hægra megin, 213cm, ágætis hæð í því. Með hörku hornamenn, stórir og góðir. Þetta er líklega það lið sem er sterkast á pappírum, með mesta fjárhaginn.“ Ef einhvern tímann, þá núna Það þýðir því ekkert hik eða hökt hjá leikmönnum liðsins í kvöld. Óskar sagði stuðningsmenn sömuleiðis geta lagt sitt af mörkum líkt og þeir hafa gert svo vel í vetur. „Við þurfum klárlega að ná okkar hraða og skora mikið úr því. Þurfum bara okkar besta leik í vetur. Mikinn stuðning, það gefur okkur mikla orku þegar húsið troðfyllist. Stuðningurinn er ómetanlegur og góður stuðningur eins og hefur verið í þessari Evrópukeppni er mjög mikilvægur og ef einhvern tímann, þá er hann ansi mikilvægur núna.“ Valur EHF-bikarinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
„Ég er gríðarlega spenntur, einn stærsti leikur í langan tíma fyrir félagið og íslenskan handbolta, úrslit í Evrópukeppni er bara frábært, bara tilhlökkun.“ Valsmenn fengu lítinn tíma til að jafna sig eftir að hafa dottið úr leik í deildarkeppninni hér heima fyrir á miðvikudag með svekkjandi tapi gegn Aftureldingu í undanúrslitum. „Það var að sjálfsögðu bara vont og erfitt að detta út. Eina góða við það var að maður gat ekkert verið að lengi að svekkja sig. Það þurfti bara strax að fara að undirbúa og finna lausnir gegn mjög sterku liði Olympiacos. Við þurfum að sýna miklu betri frammistöðu heldur en við höfum verið að gera í þessu einvígi.“ „Ágætis hæð í því“ Hætturnar leynast víða hjá gríska stórliðinu, fjölmargir grískir landsliðsmenn skipa liðið en fremstir í flokki fara erlendis reynsluboltar. Olympiacos er hávaxið lið sem spilar þéttan varnarleik, Valur reiðir sig meira á hraða og sprengikraft. „Þeir eru með sex gríska landsliðsmenn, þekktasti leikmaðurinn þar er Savvas Savvas, mikil skytta sem skýtur langt utan af velli, grjótkastari mikill. Svo er miðjumaður frá Króatíu, Ivan Sliskovic, klókur og góður. Svo er Slóveni sem er línunni, sterkur. Gamalreyndur Spánverji hægra megin, 213cm, ágætis hæð í því. Með hörku hornamenn, stórir og góðir. Þetta er líklega það lið sem er sterkast á pappírum, með mesta fjárhaginn.“ Ef einhvern tímann, þá núna Það þýðir því ekkert hik eða hökt hjá leikmönnum liðsins í kvöld. Óskar sagði stuðningsmenn sömuleiðis geta lagt sitt af mörkum líkt og þeir hafa gert svo vel í vetur. „Við þurfum klárlega að ná okkar hraða og skora mikið úr því. Þurfum bara okkar besta leik í vetur. Mikinn stuðning, það gefur okkur mikla orku þegar húsið troðfyllist. Stuðningurinn er ómetanlegur og góður stuðningur eins og hefur verið í þessari Evrópukeppni er mjög mikilvægur og ef einhvern tímann, þá er hann ansi mikilvægur núna.“
Valur EHF-bikarinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira