„Alls ekki svo að við tútturnar séum að taka yfir“ Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2024 15:05 Karl segir það alls ekki svo að tútturnar úti á landi séum að reyna að taka LEB yfir, þó Sigurður Ágúst telji svo vera. vísir/vilhelm/aðsend Karl Erlendsson, eldri borgari, telur Sigurð Ágúst Sigurðsson formann FEB skjóta vel yfir markið þegar hann heldur því fram að eldri borgarar á landsbyggðinni vilji leggja undir sig Landsamband eldri borgara. Karl, sem er búsettur á Akureyri, telur þá kenningu sem Sigurður Ágúst sló fram í viðtali við Vísi í gær, að samantekin ráð hafi verið að halda sér frá stjórn og það væri vegna inngróinnar andúðar landsbyggðar á höfuðborgarsvæðinu, ekki standast. Ef Sigurður hefði verið kjörinn væru þrír frá FEB í fimm manna stjórn „Það er nú svo að Helgi Pétursson er náttúrlega formaðurinn. Hann kemur úr FEB (Félag Eldri borgara í Reykjavík og nágrenni). Þorbjörn Guðmundsson er líka úr Reykjavík. Svo eru þetta þær Sigrún Kamilla Halldórsdóttir sem er frá Ísafirði og Þóra Hjaltadóttir frá Akureyri. Varformaðurinn er svo frá Drífa Sigfúsdóttir og er úr Reykjanesbæ,“ útskýrir Karl. Hann segir það því svo að ef Sigurður væri líka í stjórn, þá væru þetta þrír úr FEB í fimm manna stjórn LEB sem væri kannski vel í lagt. En þetta hafi verið lýðræðisleg kosning. Og Drífa hafi einfaldlega fengið fleiri atkvæði. Sem stærsta félagið væri FEB með flesta fulltrúana en hvert félag fær úthlutað fulltrúa per þrjú hundruð meðlimi. Hagsmunirnir eru þeir sömu „Við á Akureyri erum til dæmis með 2.600 félagsmenn og erum langstærsta félagið í bænum. En það var ekki verið að plotta neitt með þetta. Og félögin sjálf hvert um sig hafa ekki neitt með það að gera hvað gerist í hverju félagi fyrir sig,“ segir Karl og vísar til þess sem Sigurður Ágúst taldi ekki ólíklegt að það hafi spilað inn í að nýverið tóku gamlir Sjálfstæðismenn FEB yfir. Karl segir þingið hafa farið vel fram, það var haldið frá þriðjudegi og var heilan dag. Á einhverjum tímapunkti uppgötvuðu menn að Sigurður Ágúst væri farinn, en það hafi ekki verið gert með neinum látum. „Það er ekkert svo að við tútturnar úti á landi séum að reyna að taka þetta yfir. Þó svo að það megi alveg segja það að landsambandið var náttúrlega stofnað á Akureyri 1989. Og fyrsti formaðurinn Akureyringur. En þetta er vandmeðfarið, við erum að berjast fyrir sömu hagsmununum og ekki veitir nú af.“ Félagasamtök Eldri borgarar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Karl, sem er búsettur á Akureyri, telur þá kenningu sem Sigurður Ágúst sló fram í viðtali við Vísi í gær, að samantekin ráð hafi verið að halda sér frá stjórn og það væri vegna inngróinnar andúðar landsbyggðar á höfuðborgarsvæðinu, ekki standast. Ef Sigurður hefði verið kjörinn væru þrír frá FEB í fimm manna stjórn „Það er nú svo að Helgi Pétursson er náttúrlega formaðurinn. Hann kemur úr FEB (Félag Eldri borgara í Reykjavík og nágrenni). Þorbjörn Guðmundsson er líka úr Reykjavík. Svo eru þetta þær Sigrún Kamilla Halldórsdóttir sem er frá Ísafirði og Þóra Hjaltadóttir frá Akureyri. Varformaðurinn er svo frá Drífa Sigfúsdóttir og er úr Reykjanesbæ,“ útskýrir Karl. Hann segir það því svo að ef Sigurður væri líka í stjórn, þá væru þetta þrír úr FEB í fimm manna stjórn LEB sem væri kannski vel í lagt. En þetta hafi verið lýðræðisleg kosning. Og Drífa hafi einfaldlega fengið fleiri atkvæði. Sem stærsta félagið væri FEB með flesta fulltrúana en hvert félag fær úthlutað fulltrúa per þrjú hundruð meðlimi. Hagsmunirnir eru þeir sömu „Við á Akureyri erum til dæmis með 2.600 félagsmenn og erum langstærsta félagið í bænum. En það var ekki verið að plotta neitt með þetta. Og félögin sjálf hvert um sig hafa ekki neitt með það að gera hvað gerist í hverju félagi fyrir sig,“ segir Karl og vísar til þess sem Sigurður Ágúst taldi ekki ólíklegt að það hafi spilað inn í að nýverið tóku gamlir Sjálfstæðismenn FEB yfir. Karl segir þingið hafa farið vel fram, það var haldið frá þriðjudegi og var heilan dag. Á einhverjum tímapunkti uppgötvuðu menn að Sigurður Ágúst væri farinn, en það hafi ekki verið gert með neinum látum. „Það er ekkert svo að við tútturnar úti á landi séum að reyna að taka þetta yfir. Þó svo að það megi alveg segja það að landsambandið var náttúrlega stofnað á Akureyri 1989. Og fyrsti formaðurinn Akureyringur. En þetta er vandmeðfarið, við erum að berjast fyrir sömu hagsmununum og ekki veitir nú af.“
Félagasamtök Eldri borgarar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira