Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Heimir Már Pétursson skrifar 14. maí 2024 12:24 Kjósendur geta valið milli tólf frambjóðenda í forsetakosningunum. Grafík/Sara Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. Í dag er ellefti dagurinn sem hægt hefur verið að kjósa utan kjörfundar vegna forsetakosninganna hinn 1. júní næst komandi. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir mun færri hafa kosið á fyrstu tíu dögunum en í síðustu forsetakosningum. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu reiknar með að 40-45 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2/Ívar Fannar „Þetta hefur gengið mjög vel. Fór rólega af stað. Núna klukkan 11:15 hafa kosið hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu 1.733. Þá hafa 2.691 kosið á öllu landinu og í sendiráðunum,“ segir Sigríður. Í forsetakosningunum 2020 þegar Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn höfðu 4.936 kosið á fyrstu tíu dögunum, þar af 3.869 á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæplega helmingi fleiri en á fyrstu tíu dögunum fyrir komandi kosningar. Þá var kjördagurinn hins vegar mun síðar eða hinn 27. júní og frambjóðendur aðeins tveir. Valið hefur því ef til vill verið auðveldara og fleiri viljað kjósa áður en haldið var í sumarleyfi. Sigríður segir kjörsóknina hins vegar að glæðast. „Já, hún er að gera það. Eins og til dæmis í gær. Þá kusu 350 á höfuðborgarsvæðinu. Sem er tvöföldun frá deginum áður. En það hafa verið að kjósa svona frá 120 til 140 á dag frá því við opnuðum,“ segir sýslumaður. Á höfuðborgarsvæðinu er kjörfundur á fyrstu hæði í Holtagörðum 1 þar sem er opið frá klukkan tíu til átta. Opunartíminn verður síðan lengdur hinn 21. maí til klukkan tíu og hægt að kjósa þar allt fram á kjördag. Það eins sem kjósendur þurfa að muna eftir er að taka með sér gild persónuskilríki. Hægt er að kjósa frá klukkan tíu til átta í Holtagörðum 1 í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fyrir forsetakosningarnar 2020 kusu tæplega fjörutíu þúsund manns utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu og 53.968 í heildina. Sigríður reiknar með svipuðum fjölda nú. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að fjörutíu til fjörutíu og fimm þúsund muni kjósa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir. Einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá öllum sendiskrifstofur Íslands (nema Fastanefnd hjá NATO í Brussel), aðalræðisskrifstofum í Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk og hjá kjörræðismönnum. Kjósendum er ráðlagt að hafa samband við sendiskrifstofur og kjörræðismenn og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa. Allir íslenskir ríkisborgarar átján ára og eldri á kjördag sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 16 ár, talið frá 1. desember síðast liðnum, eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44 Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Í dag er ellefti dagurinn sem hægt hefur verið að kjósa utan kjörfundar vegna forsetakosninganna hinn 1. júní næst komandi. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir mun færri hafa kosið á fyrstu tíu dögunum en í síðustu forsetakosningum. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu reiknar með að 40-45 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2/Ívar Fannar „Þetta hefur gengið mjög vel. Fór rólega af stað. Núna klukkan 11:15 hafa kosið hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu 1.733. Þá hafa 2.691 kosið á öllu landinu og í sendiráðunum,“ segir Sigríður. Í forsetakosningunum 2020 þegar Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn höfðu 4.936 kosið á fyrstu tíu dögunum, þar af 3.869 á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæplega helmingi fleiri en á fyrstu tíu dögunum fyrir komandi kosningar. Þá var kjördagurinn hins vegar mun síðar eða hinn 27. júní og frambjóðendur aðeins tveir. Valið hefur því ef til vill verið auðveldara og fleiri viljað kjósa áður en haldið var í sumarleyfi. Sigríður segir kjörsóknina hins vegar að glæðast. „Já, hún er að gera það. Eins og til dæmis í gær. Þá kusu 350 á höfuðborgarsvæðinu. Sem er tvöföldun frá deginum áður. En það hafa verið að kjósa svona frá 120 til 140 á dag frá því við opnuðum,“ segir sýslumaður. Á höfuðborgarsvæðinu er kjörfundur á fyrstu hæði í Holtagörðum 1 þar sem er opið frá klukkan tíu til átta. Opunartíminn verður síðan lengdur hinn 21. maí til klukkan tíu og hægt að kjósa þar allt fram á kjördag. Það eins sem kjósendur þurfa að muna eftir er að taka með sér gild persónuskilríki. Hægt er að kjósa frá klukkan tíu til átta í Holtagörðum 1 í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fyrir forsetakosningarnar 2020 kusu tæplega fjörutíu þúsund manns utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu og 53.968 í heildina. Sigríður reiknar með svipuðum fjölda nú. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að fjörutíu til fjörutíu og fimm þúsund muni kjósa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir. Einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá öllum sendiskrifstofur Íslands (nema Fastanefnd hjá NATO í Brussel), aðalræðisskrifstofum í Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk og hjá kjörræðismönnum. Kjósendum er ráðlagt að hafa samband við sendiskrifstofur og kjörræðismenn og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa. Allir íslenskir ríkisborgarar átján ára og eldri á kjördag sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 16 ár, talið frá 1. desember síðast liðnum, eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44 Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23
Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44
Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40