„Við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. maí 2024 21:45 Sverrir Þór Sverrisson er þjálfari Keflavíkur Vísir/Hulda Margrét Sverri Þór Sverrissyni, þjálfara Keflavíkur, var auðsýnilega mjög létt í leikslok þegar Keflavík lagði Stjörnu í oddaleik í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna, lokatölur í Keflavík 81-76. „Ég er himinlifandi bara að vinna. Þetta er ótrúlegt lið sem við vorum að spila við! Það sem þær leggja sig fram. Þetta er baráttulið upp á tíu. Auðvitað áttum við fyrirfram að vera líklegri og höfum unnið þær „þægilega“ í endann en samt haft að þurfa fyrir því. Svo kom bara í ljós í fyrstu tveimur leikjunum að við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna.“ „Sverrir viðurkenndi að öll pressan hefði verið á honum konum og það væri léttir að hafa staðist hana. Ég er bara hrikalega ánægður með liðið mitt að þola þessa pressu og fara í gegnum oddaleik þar sem öll pressan var á okkur. Stjarnan er löngu orðin sigurvegari. Það hefði náttúrulega verið rosalegt afrek hjá þeim að henda okkur út. Ég er bara himinlifandi með þetta.“ Stjörnukonur spiluðu glimdrandi vel framan af leik og náðu muninn upp í ellefu stig undir lok hálfleiksins. Sverrir sagði að það hefði ekki farið um hann skjálfti en hann hefði verið áhyggjufullur yfir því hvernig hans konur voru að spila. „Ég segi ekki skjálfti en ég fór bara að hugsa, ætlum við að gefa þetta bara? Bara strax í fyrri hálfleik. En liðið sýndi mikinn styrk og karakter og við gerðum þetta svakalega vel þegar leið á leikinn.“ Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í seinni hálfleik og það virtist skila þeim góðum árangri en Stjarnan skoraði aðeins 29 samanlagt í seinni hálfleik. „Það gekk bara mjög vel. Mér fannst tengingin á milli þeirra þá líka hrikalega góð, það voru allar á fullu. Þá fékk Stjarnan að bragða svolítið á eigin meðali. Fimm snaróðar að loka teignum og fara inn í fráköstin.“ Miðherjinn öflugi Birna Valgerður Benónýsdóttir lék nánast ekkert í seinni hálfleik þar sem hún fór út af meidd og litu meiðslin ekki vel út við fyrstu sýn. Sverrir var ekki klár með neina bráðabirgða greiningu. „Ég veit ekkert meira en þú sko. Stundum lítur svona illa út og er minna en stundum er þetta meira. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá þegar það koma einhverjar fréttir af því.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
„Ég er himinlifandi bara að vinna. Þetta er ótrúlegt lið sem við vorum að spila við! Það sem þær leggja sig fram. Þetta er baráttulið upp á tíu. Auðvitað áttum við fyrirfram að vera líklegri og höfum unnið þær „þægilega“ í endann en samt haft að þurfa fyrir því. Svo kom bara í ljós í fyrstu tveimur leikjunum að við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna.“ „Sverrir viðurkenndi að öll pressan hefði verið á honum konum og það væri léttir að hafa staðist hana. Ég er bara hrikalega ánægður með liðið mitt að þola þessa pressu og fara í gegnum oddaleik þar sem öll pressan var á okkur. Stjarnan er löngu orðin sigurvegari. Það hefði náttúrulega verið rosalegt afrek hjá þeim að henda okkur út. Ég er bara himinlifandi með þetta.“ Stjörnukonur spiluðu glimdrandi vel framan af leik og náðu muninn upp í ellefu stig undir lok hálfleiksins. Sverrir sagði að það hefði ekki farið um hann skjálfti en hann hefði verið áhyggjufullur yfir því hvernig hans konur voru að spila. „Ég segi ekki skjálfti en ég fór bara að hugsa, ætlum við að gefa þetta bara? Bara strax í fyrri hálfleik. En liðið sýndi mikinn styrk og karakter og við gerðum þetta svakalega vel þegar leið á leikinn.“ Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í seinni hálfleik og það virtist skila þeim góðum árangri en Stjarnan skoraði aðeins 29 samanlagt í seinni hálfleik. „Það gekk bara mjög vel. Mér fannst tengingin á milli þeirra þá líka hrikalega góð, það voru allar á fullu. Þá fékk Stjarnan að bragða svolítið á eigin meðali. Fimm snaróðar að loka teignum og fara inn í fráköstin.“ Miðherjinn öflugi Birna Valgerður Benónýsdóttir lék nánast ekkert í seinni hálfleik þar sem hún fór út af meidd og litu meiðslin ekki vel út við fyrstu sýn. Sverrir var ekki klár með neina bráðabirgða greiningu. „Ég veit ekkert meira en þú sko. Stundum lítur svona illa út og er minna en stundum er þetta meira. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá þegar það koma einhverjar fréttir af því.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira