Vænsti maður og harðduglegur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2024 17:36 Vettvangur meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í Reykholti. Vísir Íbúar í Reykholti og Laugarási bera eldri karlmanni sem hefur starfað og búið þar í lengri tíma ákaflega vel söguna. Þar fari harðduglegur vænsti maður sem fólk skilur ekki að einhver hafi viljað gera mein. Fjögur eru í gæsluvarðhaldi grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. Fram hefur komið að maðurinn á ættir að rekja til Möltu. Karlmaðurinn er auk þess að vera harðduglegur og vænn sagður afar nægjusamur. Því til stuðnings hefur hann búið í bílskúr sem hann hefur leigt af karlmanni í Reykholti. Leigusalinn er einn fjögurra meintra gerenda í málinu. Hann er á áttræðisaldri og hefur eins og svo margir á svæðinu komið að garðyrkju í gegnum tíðina. Tæplega þrítug dóttir hans er í haldi og sömuleiðis kærasti hennar sem er rúmlega þrítugur. Þá er þriðji karlmaðurinn í haldi sagður bróðir kærastans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er brotaþoli talinn í ljósi nægjusemi sinnar hafa komið sér upp einhverjum sjóði. Fjögur handteknu eru grunuð um að hafa svipt manninn frelsinu, beitt hann ofbeldi og reynt að kúga fé út úr manninum. Hluti af því ofbeldi sem þau eru grunuð um er að hafa flogið manninum úr landi eftir að hafa beitt hann líkamlegu ofbeldi. Þá hafi þau reynt að villa fyrir yfirmanni hans að maðurinn kæmist ekki til vinnu sökum veikinda. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það einmitt áhyggjufullur yfirmaðurinn sem tilkynnti lögreglu áhyggjur sínar vegna fjarveru starfsmannsins. Fjarvera hans væri harla óvenjuleg enda maður sem sinnti vinnu sinni einkar vel. Lögregla heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins. Samfélagið í Reykholti og nærsveitum er slegið vegna atburðanna. Fjögur handteknu voru úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald föstudaginn 10. maí. Þá var um að ræða framlengingu á fyrra varðhaldi. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Bláskógabyggð Fjárkúgun í Reykholti Tengdar fréttir Maðurinn ríkisborgari Möltu Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 13. maí 2024 12:32 Samfélagið í áfalli vegna málsins Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. 12. maí 2024 19:09 Meint fjárkúgun, frelsissvipting og líkamsárás Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu. Til rannsóknar er meint frelsissvipting, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 12. maí 2024 11:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Fram hefur komið að maðurinn á ættir að rekja til Möltu. Karlmaðurinn er auk þess að vera harðduglegur og vænn sagður afar nægjusamur. Því til stuðnings hefur hann búið í bílskúr sem hann hefur leigt af karlmanni í Reykholti. Leigusalinn er einn fjögurra meintra gerenda í málinu. Hann er á áttræðisaldri og hefur eins og svo margir á svæðinu komið að garðyrkju í gegnum tíðina. Tæplega þrítug dóttir hans er í haldi og sömuleiðis kærasti hennar sem er rúmlega þrítugur. Þá er þriðji karlmaðurinn í haldi sagður bróðir kærastans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er brotaþoli talinn í ljósi nægjusemi sinnar hafa komið sér upp einhverjum sjóði. Fjögur handteknu eru grunuð um að hafa svipt manninn frelsinu, beitt hann ofbeldi og reynt að kúga fé út úr manninum. Hluti af því ofbeldi sem þau eru grunuð um er að hafa flogið manninum úr landi eftir að hafa beitt hann líkamlegu ofbeldi. Þá hafi þau reynt að villa fyrir yfirmanni hans að maðurinn kæmist ekki til vinnu sökum veikinda. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það einmitt áhyggjufullur yfirmaðurinn sem tilkynnti lögreglu áhyggjur sínar vegna fjarveru starfsmannsins. Fjarvera hans væri harla óvenjuleg enda maður sem sinnti vinnu sinni einkar vel. Lögregla heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins. Samfélagið í Reykholti og nærsveitum er slegið vegna atburðanna. Fjögur handteknu voru úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald föstudaginn 10. maí. Þá var um að ræða framlengingu á fyrra varðhaldi. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Bláskógabyggð Fjárkúgun í Reykholti Tengdar fréttir Maðurinn ríkisborgari Möltu Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 13. maí 2024 12:32 Samfélagið í áfalli vegna málsins Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. 12. maí 2024 19:09 Meint fjárkúgun, frelsissvipting og líkamsárás Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu. Til rannsóknar er meint frelsissvipting, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 12. maí 2024 11:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Maðurinn ríkisborgari Möltu Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 13. maí 2024 12:32
Samfélagið í áfalli vegna málsins Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. 12. maí 2024 19:09
Meint fjárkúgun, frelsissvipting og líkamsárás Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu. Til rannsóknar er meint frelsissvipting, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 12. maí 2024 11:45