Ein blóðugasta kosningabarátta í manna minnum Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2024 14:15 Þó að ofbeldisverkum sé fyrst og fremst beint að frambjóðendum á sveitarstjórnar- og ríkisstiginu í Mexíkó mátti Claudia Sheinbaum, forsetaframbjóðandi Morena-flokksins, þola að vera stöðvuð af grímuklæddum mönnum í Chiapas á dögunum. AP/Fernando Llano Á þriðja tug frambjóðenda til kosninga í Mexíkó í næsta mánuði hafa verið myrtir í einni blóðugustu kosningabaráttu í manna minnum. Hundruð annarra hafa helst úr lestinni vegna ofríkis ofbeldisfulltra glæpagengja sem halda samfélögum í heljargreipum. Kosið verður til forseta, þings, ríkisþinga og fjölda sveitarstjórna í Mexíkó 2. júní. Glæpagengi hafa sérstakan áhuga á að tryggja vilhalla embættismenn á sveitarstjórnarstiginu, þar á meðal bæjarstjóra, lögreglustjóra og þá sem halda utan um opinberar framkvæmdir. Gengin maka ekki aðeins krókinn á fíkniefnum og mansali heldur einnig opinberum samningum sem fyrirtæki sem þau stýra ná við yfirvöld. Frambjóðendur til ríkisstjóra einstakra ríkja og þings eru þó einnig í hættu, að sögn Washington Post. Glæpagengin séu sums staðar svo valdamikil að þau geti stýrt því hver kemst inn í bæi. Frambjóðendur allra helstu flokka landsins hafa verið drepnir í aðdraganda kosninganna í ár. Þrír frambjóðendur til borgarstjóra í Maravatío, 80.000 manna bæjar í Michoacán-ríki, hafa verið ráðnir af dögum. Tveir þeirra komu úr flokki Andrés Manuel López Obrador, forseta, og einn úr stjórnarandstöðuflokknum PAN. Forsetaframbjóðandi stöðvaður af grímuklæddum mönnum Obrador hefur reynt að gera lítið úr ofbeldinu og sakað fjölmiðla um að gera úlfalda úr mýflugu. Claudia Sheinbaum, forsetaefni flokks hans, var engu að síður stöðvuð af grímuklæddum mönnum í Chiapas-ríki þar sem Sinaloa-gengið ræður ríkjum í síðasta mánuði. Sögðu þeir henni að „muna eftir fátæka fólkinu“. Auk þeirra sem hafa verið myrtir eða hætt við framboð sín hafa um fjögur hundruð frambjóðendur beðið alríkisyfirvöld um öryggisgæslu. Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, er með þægilegt forskot í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar. Hún hefur reynt að sveipa sig dýrð Obrador fráfarandi forseta sem nýtur mun meiri vinsælda en hún. Helsti keppinautur Sheinbaum, Xóchitl Gálvez nýtur stuðnings PAN og PRI-flokksins. Sá síðarnefndi fór með völdin í Mexíkó í 71 ár samfleytt frá 1929 til 2000. Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Tugþúsundir mótmæltu aðför forsetans að frjálsum kosningum Tugir þúsunda mótmæltu á Zocalo-torgi í Mexíkóborg um helgina, tilraunum forsetans Andrés Manuel López Obrador til að grafa undan og veikja El Instituto Nacional Electoral. 19. febrúar 2024 09:06 Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. 7. september 2023 15:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Kosið verður til forseta, þings, ríkisþinga og fjölda sveitarstjórna í Mexíkó 2. júní. Glæpagengi hafa sérstakan áhuga á að tryggja vilhalla embættismenn á sveitarstjórnarstiginu, þar á meðal bæjarstjóra, lögreglustjóra og þá sem halda utan um opinberar framkvæmdir. Gengin maka ekki aðeins krókinn á fíkniefnum og mansali heldur einnig opinberum samningum sem fyrirtæki sem þau stýra ná við yfirvöld. Frambjóðendur til ríkisstjóra einstakra ríkja og þings eru þó einnig í hættu, að sögn Washington Post. Glæpagengin séu sums staðar svo valdamikil að þau geti stýrt því hver kemst inn í bæi. Frambjóðendur allra helstu flokka landsins hafa verið drepnir í aðdraganda kosninganna í ár. Þrír frambjóðendur til borgarstjóra í Maravatío, 80.000 manna bæjar í Michoacán-ríki, hafa verið ráðnir af dögum. Tveir þeirra komu úr flokki Andrés Manuel López Obrador, forseta, og einn úr stjórnarandstöðuflokknum PAN. Forsetaframbjóðandi stöðvaður af grímuklæddum mönnum Obrador hefur reynt að gera lítið úr ofbeldinu og sakað fjölmiðla um að gera úlfalda úr mýflugu. Claudia Sheinbaum, forsetaefni flokks hans, var engu að síður stöðvuð af grímuklæddum mönnum í Chiapas-ríki þar sem Sinaloa-gengið ræður ríkjum í síðasta mánuði. Sögðu þeir henni að „muna eftir fátæka fólkinu“. Auk þeirra sem hafa verið myrtir eða hætt við framboð sín hafa um fjögur hundruð frambjóðendur beðið alríkisyfirvöld um öryggisgæslu. Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, er með þægilegt forskot í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar. Hún hefur reynt að sveipa sig dýrð Obrador fráfarandi forseta sem nýtur mun meiri vinsælda en hún. Helsti keppinautur Sheinbaum, Xóchitl Gálvez nýtur stuðnings PAN og PRI-flokksins. Sá síðarnefndi fór með völdin í Mexíkó í 71 ár samfleytt frá 1929 til 2000.
Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Tugþúsundir mótmæltu aðför forsetans að frjálsum kosningum Tugir þúsunda mótmæltu á Zocalo-torgi í Mexíkóborg um helgina, tilraunum forsetans Andrés Manuel López Obrador til að grafa undan og veikja El Instituto Nacional Electoral. 19. febrúar 2024 09:06 Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. 7. september 2023 15:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Tugþúsundir mótmæltu aðför forsetans að frjálsum kosningum Tugir þúsunda mótmæltu á Zocalo-torgi í Mexíkóborg um helgina, tilraunum forsetans Andrés Manuel López Obrador til að grafa undan og veikja El Instituto Nacional Electoral. 19. febrúar 2024 09:06
Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. 7. september 2023 15:50