Norski stigakynnirinn hættir við Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2024 16:43 Alessandra Mele hefur hætt við að kynna stig Noregs í Eurovision í kvöld EBU Norska söngkonan Alessandra Mele, sem keppti fyrir hönd Noregs í Eurovison í fyrra og átti að kynna stig þeirra í kvöld, hefur hætt við. Henni finnst samstöðuboðskapur hátíðarinnar óviðeigandi vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasa. Norski miðillinn Dagbladet greinir frá. Þar segir að Alessandra hafi hætt við í dag, og að sjónvarpskonan Ingvild Helljesen hlaupi í hennar skarð. Sagt er að Alessandra vilji draga sig frá því spennuþrungna ástandi sem hefur verið ríkjandi í keppninni í Malmö. Morten Thomassen, forseti norska Eurovision-klúbbsins MGP, segir að þetta sé í stíl við aðra atburði dagsins. Dagurinn í dag sé eins og að horfa á „Titanic fyrir Eurovision“ og á hann sennilega við að um stórslys fyrir keppnina sé að ræða. Ákvörðunin sé skiljanleg, enda fylgi þessu hlutverki mikið stress þetta árið, og enginn vilji hafa þetta á ferilskránni. Jostein Pedersen, sjónvarpsmaður sem hefur reglulega lýst Eurovision í norsku sjónvarpi, segir að ákvörðun Alessöndru sé mikil synd. „Þetta er mjög heimskulegt, hún er mjög vinsæl hér á landi og við höfum tekið henni opnum örmum. Við héldum með henni,“ segir Jostein við Dagbladet. Hann segir að erfitt væri að taka allar svona ákvarðanir út frá einhverjum siðferðisáttavita og geðþáttaákvörðunum. Hann segir Alessöndru hafa valdið miklum usla með því að upplýsa svo seint um ákvörðunina, aðeins nokkrum klukkustundum fyrir úrslitakvöldið. Hann segir að ábyrgð fylgi því að samþykkja svona hlutverk til að byrja með. Alessandra birti myndband á Instagram í dag þar sem hún sagðist vera þakklát fyrir það að hafa verið boðið að kynna stigin. Hún segir að hugmyndin á bak við slagorð Eurovision, „Sameinuð með tónlist“ sé ástæðan fyrir því að hún sé tónlistarkona. Hún segir að slagorðið sé innantómt þessa dagana, þar sem keppnin sé haldin í skugga þjóðarmorðs, segir hún á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Alessandra (@alessandram02) Eurovision Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40 Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Norski miðillinn Dagbladet greinir frá. Þar segir að Alessandra hafi hætt við í dag, og að sjónvarpskonan Ingvild Helljesen hlaupi í hennar skarð. Sagt er að Alessandra vilji draga sig frá því spennuþrungna ástandi sem hefur verið ríkjandi í keppninni í Malmö. Morten Thomassen, forseti norska Eurovision-klúbbsins MGP, segir að þetta sé í stíl við aðra atburði dagsins. Dagurinn í dag sé eins og að horfa á „Titanic fyrir Eurovision“ og á hann sennilega við að um stórslys fyrir keppnina sé að ræða. Ákvörðunin sé skiljanleg, enda fylgi þessu hlutverki mikið stress þetta árið, og enginn vilji hafa þetta á ferilskránni. Jostein Pedersen, sjónvarpsmaður sem hefur reglulega lýst Eurovision í norsku sjónvarpi, segir að ákvörðun Alessöndru sé mikil synd. „Þetta er mjög heimskulegt, hún er mjög vinsæl hér á landi og við höfum tekið henni opnum örmum. Við héldum með henni,“ segir Jostein við Dagbladet. Hann segir að erfitt væri að taka allar svona ákvarðanir út frá einhverjum siðferðisáttavita og geðþáttaákvörðunum. Hann segir Alessöndru hafa valdið miklum usla með því að upplýsa svo seint um ákvörðunina, aðeins nokkrum klukkustundum fyrir úrslitakvöldið. Hann segir að ábyrgð fylgi því að samþykkja svona hlutverk til að byrja með. Alessandra birti myndband á Instagram í dag þar sem hún sagðist vera þakklát fyrir það að hafa verið boðið að kynna stigin. Hún segir að hugmyndin á bak við slagorð Eurovision, „Sameinuð með tónlist“ sé ástæðan fyrir því að hún sé tónlistarkona. Hún segir að slagorðið sé innantómt þessa dagana, þar sem keppnin sé haldin í skugga þjóðarmorðs, segir hún á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Alessandra (@alessandram02)
Eurovision Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40 Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40
Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29